Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 31

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 31
manni gamalt, stórt málverk fyrir ofan arinhilluna. Máherkið var orðið svo grómtekið af elli, að enginn vissi, af hverju það var, litir allir runnir saman, svo að það var eins og ein svört klessa. Þó þorði enginn nýr landstjóri að lneyfa við því eða flytja það burt, en merkilegar munnmælasögur voru um það sagðar. Sá landstjóri, sem þessi saga hermir af, hét Hutchinson, og hann sat síðari hluta dags nokkurs í sal þeim, er áður getur, og gat ekki liaft augun af málverkinu yfir arinbríkinni. Hann hafði sama dag fengið tilkynningu um, að brezki flotinn kæmi með þrjár brezkar lierdeildir frá Halifax til Boston í því skyni að bæla niður óhlýðni Bostonbúa við brezku krúnuna. Þessar herdeildir biðu. eftir leyfi landstjórans til þess að setjast að í Williams-víginu, sem ætlað var til þess að verja Boston, en þar höfðu innlendir hermenn nú að- setur sitt undir stjórn frænda landstjórans, Francis Lincolns, sem var borinn og barnfæddur Ameríkumaður, og var nú staddur hjá landstjóranum. Inni í salnum var einnig frænka landstjórans, Alísa að nafni. Augu hennar staðnæmdust einnig við myndina, sem Irændi hennar einblíndi á, og hún spurði, af liverjum hún væri. Ungi maðurinn svaraði henni og sagði, að um myndina gengju ýmsar sögur, væri t. d. sagt, að í henni byggi ári, eða illur andi, sem aðeins yrði sýnilegur, þegar einhver mikil ógæfa steðj- aði að landstjórunum. Alísa, sem að nokkru leyti hafði alizt upp á Ítalíu og numið þar málaralist, gat þess þá, að vel gæti verið að takast mætti að skýra myndina upp, svo að sjá mætti, af hverjum hún væri. En nú tók landstjórinn til máls. Hann sagði þeim, að myndin væri af Játvarði Randolf, lávarði, sem byggt hefði húsið og frægur væri í sögu Nýja-Engiands. Kapteinn'Lincoln spyr þá, hvoVt það sé sá maður, sem fengið hafi viðurnefnið „erkióvinur Nýja-Eng- lands“, af því að hann hafi í raun og veru selt brezku krtjnunni í hendur öll lýðréttindi landsins, og sé því þann dag í dag hataður og fyrirlitinn af íbúum þess. Játaði landstjórinn því stuttlega, en ungi maðurinn tók þá svo til orða: „Annálar segja, að bölvun þjóðarinnar hafi fylgt þessum manni, allt frá því að hann vann óhappaverkið, svo að allt hafi mistekjzt fyrir honum og hann hafi dáið í skelfingu. Þeir segja líka, að útlit hans og svipur hafi smám saman breytzt, svo að hryllilegt. hafi verið á að líta. Sé þetta mynd hans, frá seinni tímum, þá er það miskunnsemi við hann, að andlit hans sést ekki lengur." „Sé þetta svo,“ sagði þá unga stúlkan, „pá er það ekki ástæðu- stígandi 101
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.