Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 37

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 37
spöl, sem þau liggja meðfram Þverá og Ytri Rangá, en Eystri Rangá sker landið í tvennt. Það má varla finna aðra eins fjölorða landnámslýsingu, og þó ófullkomna. Þar eru talin 8 nöfn, en þó er ónefnd Ytri Rangá, merkin ógreind í norðaustri, milli Reyðarvatns og Rangár, og einn merkjalækurinn nafnlaus. Slík eru tæplega takmörkin á einu af elztu landnámunum á þeim slóðunt. Þessi ummæli Landnámabókar eiga við allt annað, beltaskipt- inguna innan stærstu landnámanna, sem bent var á í fyrri hluta þessarar greinar. Svo sem hér er sagt, að Ketill hafi eignað sér einkum landið milli Eystri Rangár og Hróarslækjar, hefði mátt segja, að Ingólfur Arnarson eignaði sér einkum Seltjarnarnes milli Hraunsholtslækjar og Korpúlfsstaðaár og Helgi hinn magri landið milli Glerár og Merkigils. Það er kjarnsvæði landnámsins, sem átt er við, búland landnámsmannsins og hans manna. Þar bjó Ketill á Stóra Hofi. En á hinu svæðinu, fyrir austan Rangá, sem liann kvað einnig hafa lagt undir sig, hafa synir hans fengið bú- staði sína — nema Hrafn, sem tók við Hofi —, Stórólfur á Hvoli ('Stórólfshvoli), Vestmar undir Vatnsfelli og Herjólfur á Sumar- liðabæ (a Brekkum), svo sem synir Helga hins magra fengu land og bústaði austan Eyjafjarðarár. Þessi unnnæli Sturlubókar og Hauksbókar gefa |dví enga átyllu til andmæla. Nú eigum við eftir að athuga frásögn Melabókar. Af gömlu liandriti þessarar Landnámabókar eru til aðeins tvö brot. En séra Þórður Jónsson í Hítardal ('dáinn 1670) hefir haft heilt handrit hennar og notað það í samsteypugerð, sem nú er kölluð Þórðar- bók. í henni.er auðvelt að þekkja mikið af texta hinnar gömlu Melabókar. Hann er mjög frábrugðinn hinum tveim gerðum Landnámabókar. Melabók heifr verið samin af manni, sem var nákominn þeim mönnum, sent bjuggu á Melum í Melasveit um 1800, og er því kennd við þenna bæ. Afstaða hennar við hinar gerðir Landnámabókar er flókið mál. Fræðimenn líta nú helzt svo á, að Melabók sé frumlegust og mest mark á henni takandi. Síðast hefir Jón Jóhannesson stutt þetta með mörgum rökum og af mikilli vandvirkni (í ritgerð um Gerðir Landnámabókar, sem kom út árið 1941), en þó ekki getað sannfært mig um, að svo sé. í rökfærslum hans er, að öðru ótöldu, sú veila, sem mikið leiðir af, að Irann vill telja að öðru jöfnu þann texta upprunalegri, sem minna er í um missagnir. Því betra, þeim mun eldra, þannig er lit- ið á görnul rit og kvæði víða um lönd, alh frá dögunt rómantíkar, STÍGANDI 107
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.