Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 48

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 48
helgaði sér landnám sitt með því að kynda elda við alla ósa, má telja það víst, að liann eignaði sér landið svo langt, sem vötn falla til Eyjafjarðar. Hið sama munu merkja orðin ,milli fjalls og fjöru‘, þar sem þau eru höfð um stærð numins lands. Egils saga og Sturlubók nota í sömu merkingu einkennilegt orðalag, sem hef- ur valdið misskilningi. Þar segir, að Skallagiímur hafi numið landið ,svo vítt sem vatnsföll deila til sjávar*. í Sturlubók segir á öðrum stað, að Höfða-Þórður gerði Hrolleif héraðssekan ,svo vítt sem vatnsföll deildu til sjávar í Skagafirði'. Bæði Hauksbók og Vatnsdæla saga segja í þess stað ,svo vítt sem vötn féllu til Skaga- fjarðar' og taka þannig öll tvímæli af unr það, að Egils saga og Sturlubók eiga á fyrrnefndum stað við vatnaskilin. Enda hefur sá, sem nam landið í kringum Borg svo langt sem fjallahringur- inn náði, víst ekki numið staðar á hálfri leið upp til dala. Það er merkilegt, hve misstórt landið virðist liafa verið, sem stærstu landnámsmenn lögðu til búa sinna ásamt sona og skip- verja sinna. Skallagrímur átti útibti við Gufuá og Norðurá í austri, uppi undir fjöllum og í vestri á Álftanesi pg Ökrunt. Ef hann liefur litið á allt land kringum þau og á milli þeirra sem búland sitt og manna sinna, sem líklegt er, þá hefur það náð yfir mestan hluta svæðisins, sem Melabók taldi landnám hans. Það er meira en hálf Mýrasýsla. Álíka víðáttumikið var búland Geir- mundar heljarskinns, þó að ekki sé talin með svín lians á Svína- nesi, hjarðirnar á Hjarðarnesi, selförin í Bitru og búið í Selárdal í Steingrímsfirði, sem allt má telja vafasamt. En þetta land var í tvennu lagi og langt á milli, á Skarðsströnd og á Hornströndum. Geirmundur kvað liafa farið milli búa sinna og liaft þá jafnan með sér 80 menn, líkt og gerðu stórhöfðingjar erlendis, sem fóru að veizlum sínum. Hann hefur þar reynt að taka upp hætti for- feðra sinna, konunganna á Hörðalandi. Samanborið við Skallagrím og Geirmund er það svo merkilega lítið land, sem Ingólfur Arnarson virðist hafa áskilið sjálfum sér og skylduliði sínu, að það má þykja ósennilegt. Landið næst fyrir innan, frá Korpúlfsstaðaá til Leiruvogs, liefirfengiðÞórðurskeggi. Hann bjó fyrst austur í Lóni, en öndvegissúlur hans rak í Leiru- vogi. Þar þótti honum því, að sér sé vísað til landnáms. Líkt kvað áður hafa farið fyrir Ingólfi, þegar hann kom til landsins, og hann mun því hafa litið svo á, að hann mætti, sem koniið var, ekki synja Þórði um landnám í Leiruvogi. En það getur vel verið, að 118 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.