Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 51

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 51
en að Þorsteinn Egilsson mun liaia átt eftir upprekstur í Grísar- tungu. En hitt er víst, að mest land milli Álftár og Hítarár í vestri ásamt búinu á Ökrum hefur orðið eign Þóris, sonar Þorgils knappa, sem nam Hnappadal. Þorgils knappi er talinn leysingi. Hvernig gat sonur hans kom- izt að stóru svæði innan landnáms Skallagríms og setzt í bú hans á Ökrum? Heimildin lætur það liggja milli hluta með því að segja aðeins, að hann hafi „eignazt“ landið. Mönnum mun hafa verið óljóst, hvernig slíkt hefur gerzt. Ég held þó, að við geturn gert okkur það skiljanlegt. Skallagrímur átti tvo syni, Þórólf og Egil. Annar þeirra féll á Englandi, hinn var oftast einnig erlend- is. Til hans mun stundum ekki hafa frétzt, svo að mörgum árum skipti, og það var þá mjög tvísýnt, hvort hann mundi koma heim. En Skallagrímur var orðinn gamall. Hann mun þá liafa þrotiS bæði afl og áhuga til þess að halda stóra búinu, sem hann hafði komið upp á landnámsárunum, með útibúin langar leiðir frá sér. Enda mun liann hafa reynt það fyrr, að hann þurfti þeirra lítið við. Þórir Þorgilsson getur þá hafa eignað sér Akra svipað og Hænsa-Þóris saga segir, að Blundketill hafi eignað sér Örnólfsdal. Þegar Egill tók við, mun hann hafa séð, að það þýddi lítið að ýfast við því, sem gerzt hafði. Eitthvað svipað sýnist hafa hent í landnámi Ketils hængs. Þar bjó Dufþakur, leysingi þeirra Hildis og Hallgeirs, sem námu Landeyjar, í Dufþaksholti, í landinu milli Þverár og Eystri Rang- ár, þar sem annars bjuggu synir Ketils. Þar sem Sturlubók og Hauksbók greina takmörk þess svæðis, sem Ketill hafði lagt undir sig þarna, skilja þær Dufþaksholt og nokkuð ann'að land undan og segja, að Ketill hafi gefið það Dufþaki. En Melabók fer einnig með þenna mann sem með sjálfstæðan landnámsmann. Það er merkilegt, að Ketill hængur skuli hafa lofað eða þolað leysingja annarra manna byggð í þessum hluta landnáms síns. Að Hildir og Hallgeir voru kornnir til landsins á undan Katli, er ólíklegt, þar sem Ketill hefir leitað út mjög snemma. Ég tel sennilegast, að þeir hafi komið seinna en hann, en þó fyrr en synir Ketils fengu bú- staði á þessu umtalaða svæði sunnan Eystri Rangár. Orð Þórðar- bókar, sem líklega eru tekin úr Melabók, að Dufþakur hafi numið skikann sinn á undan Katli, geta átt við livort tveggja. STÍGANDI 121
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.