Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 60

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 60
tímanum. Þessi er úr fornöldinni. Sjálfum Svan hefir fipazt og hann tekið heiðargötu í stað hinnar einu réttu. Það er ekki notalegt að uppgötva svona sannleika, aleinum manni í hríð og náttmyrkri, jafnvel þó að hann hafi góðan hest. Eitthvað í ætt við ugg sprettur upp undir hjartarótinni og flæðir út í blóðið. Svo er það búið. Jæja, þá er að rétta af hallann og beygjuna. Hann snýr Svan til hinnar réttu áttar og tekur sjálfur stefn- una götulaust yfir stórþýfið og slær hestinn í lendina fyrir ótrú- mennskuna. Og Svanur stekkur þúfu af þúfu og skilar furðu- lega yfir vegleysuna. Stóribakki og ljós í stofuglugga og ung stúlka kemur til dyr- anna og allir eru í svefni, lifandi eldur og heit hressing handa ferðamanni og hvílurúmið, mýktin sjálf og hlýjan, og þau tvö ein í stofunni. Þetta svífur fyrir í huganum, en stórkarlamór, götu- laus vegleysa er undir hófunum á Svan, sem stekkur þúfu af þúfu og missir aldrei marks. Hin innri taug milli reiðmanns og reið- skjóta heldur báðum jafnvakandi og festir tvo hugi samtímis við hvert fótmál og gerir beggja vilja að einum. Framundan sér ekkert og ekki heldur ofan fyrir fæturna. Það er brjóstvitið, fremur en augun, sem lætur Svan fóta sig á þessum þúfnakollum. Hvergi hæð, livergi steinn, hvergi stígur, hvergi ljós. En þetta er stefnan, og innan stundar á liin týnda gata að vera undir fótum á nýjan leik. Að langri stund liðinni hægir hann ferðina og athugar ráð sitt. Þetta er ekki einleikið með sjóinn. Nú er hann kominn í vestrið og gaular þar og brýnir raustina eins og gamall maður, sem er að rífast við bróður sinn. Aslákur fer enn af baki. Hann er algjörlega rólegur. Sýnilega er hann ekki sem vissastur á áttunum. En það lilýtur að mega reikna stefnuna út. Tvær staðreyndir eru óvéfengjanlegar: Hafið er í norðri, og hríðaráttin kemur úr hafinu. Stefnan hlýtur að vera í beina línu móti veðrinu. Eftir langa stund hittir hann fyrir sér þverárdrag í hlíðarhalla. Arspræna spriklar ofan eftir gildragi, sem er dýpra en það, að - yfir það verði riðið. Nú, þá er að ríða ofan með því og yfir það niðri á jafnsléttu. Annars er þessi halli ekki skiljanlegur á þess- um stað. Renningur kemur skríðandi um jörðina og byrjar að skafa ofan hávaðana og henda sér fram af þeim og leggjast í skafla. Svo er maður þá kominn niður á jafnsléttuna, og lækur þessi 130 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.