Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 64

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 64
En nú er aftur að víkja að Ásláki. Svanur nam staðar við ójöfnu í snjónum. Þá var nón eða því sem næst. Þarna nam hann staðar og hreyfðist ekki. Lengst af hafði hann haldið undan veðri eða á lilið, og farið fót fyrir fót, en hraðagang. Áslákur ýtti við honum lítilsháttar eins og í draumi. En hann stóð eins og negldur. Þá sté maðurinn af baki. Hann var tréstirður og þrekaður, og fæturnir voru horfnir, virt- ist honum. Einhver þúst virtist vera þarna, fannst honum, eins og gegnum svefn. Hann þreifaði sig áfram, meira á hnjám en fótleggjum. Svanur skaut höminni í hríðina og hrærðist ekki annað. Þetta var eins og moldarbarð. Hann þuklaði um það með freðnum vettlingunum. Steinalög eins og í bæjarvegg! Þetta verkaði inni í brjóstinu eins og kertaljós í náttmyrkri á jólum. Hnéhár veggur eða liðlega það. Hann fann skans, sem gekk út úr honum og inn í þekju. Gluggi. Og hann klifraði upp á vegginn. En guð má vita, hvort hann hefði getað það, ef hann hefði verið hærri en í hné, veggurinn. Hann krafsaði snjóinn af ljóranum og guðaði. Svo dimmdi fyrir sjónum hið innra með honum, og vitund hans leið út í geiminn, eins og liann liyrfi í lönd draumanna. Andartaki síðar fundu húsráðendur hann liggjandi í skafli við bæjarvegginn, og hvítur hestur stóð þar yfir honum. Þessi komu- maður var studdur inn í bæjarhús, afklæddur og snjór lagður við fætur hans og hendur. Hann svaraði, þegar á hann var yrt, en virtist annars varla vita, hvað fi'am fór. Svo sofnaði hann. Þegar hann vaknaði, var kominn brunasviði í fætur hans og aðra hendina. Það er kalið, hugsaði hann og opnaði augun. Á rúmgafli við höfðalagið logaði á tólgarkerti. Glugginn var á kafi í snjó. Enginn gat séð á neinu, livort nótt var eða dagur. Mið- aldra kona sat á rúmi hans fóta til og sneri við sjónum hans baki. Hún hélt kaldabakstri við fæturna. Enn bærði Áslákur ekki á sér. Hann var að reyna að átti sig. Konan stóð upp, og önnur kona tók við snjóbakstrinum. Hún var barnung, með dökka hár- lokka. Þetta skynjaði hann eins og gegnum þoku. Þetta er bað- stofan. Nú sér hann það, Tveggja stafgólfa baðstofa. Hér er hann og þessi stúlka. í hinu hólfinu er hvítur hestur að éta hey úr rneis. — Blessaður, elsku karlinn minn. Þetta heyrir hann eins og í fjarska. Það er eldri konan að tala við hestinn. Hún þurrkar liann með poka. 134 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.