Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 72

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 72
— Þetta er vitlaus útlendingur, sagði einn. — Ja, svei, það vantar ekki hræsnina og frekjuna nú á tímum, sagði annar. — Hann er fullur og vill láta renna af sér, sagði sá þriðji. — Hvernig getur maður viljað láta renna af sér, þegar maður er fullur, sagði sá fjórði. Þjónninn kom með teið. Ég borgaði honum strax og gaf honum fimm krónur í drykkjupeninga, svo að liann héldi ekki, að ég drykki te, vegna þess að ég hefði ekki ráð á að drekka brennivín. En mér gafst aldrei tækifæri til þess að drekka þefta te. Ég sat í ró og spekt og lirærði í bollanum og reyndi að gefa nágrönnum mínum það í skyn með allri framkomu minni, að ég hefði ekkert illt í huga, þegar gamall skólabróðir minn, sem ég hafði ekki séð í fimmtán ár, stóð allt í einu fyrir framan mig og starblíndi á mig og tebollann. — Er þetta þú sjálfur? sagði hann hneykslaður. Og ætlarðu að drekka þetta sull? — Já, svaraði ég hæversklega. — Nú já, þú ert þá svona langt leiddur. Vesalings maðurinn! Ég hélt, að hann væri að gera að gamni sínu og reyndi að svara í sama tón. Og nú fyrst tók ég eftir því, að hann var pöddufullur. Hann trúði mér því næst umsvifalaust fyrir því, að hann hefði haft ímugust á mér, allt frá því að hann kynntist mér fyrst. Hon- um hefði strax frá byrjun verið það Ijóst, að ég væri auðnuleys- ingi, eða, ef ég óskaði að hann segði það með berum orðum, fífl. Hann hefði alltaf beðið eftir hentugu tækifæri til þess að láta mig vita það; og nú vissi ég það! Æskuvinur minn sótti í sig veðrið meir og meir; að lokum öskr- aði hann svo, að það heyrðist yfir allan salinn. Allir hlustuðu himinlifandi, og yfirþjónninn birtist í dyrunum. Hann var stór, rauðbirkinn og þrekvaxinn. — Hvað er um að vera? sagði hann með vott af ógnun og lit- aðist um í salnum. Þá bentu allir á nrig og sögðu einum rómi: — Það er þessi náungi jrarna, sem situr hér og ögrar fólki! Á næsta augnabliki var ég staddur úti á götunni, og skáldsög- una, liana ætla ég að ljúka við í dag. éSkrifað 1897). 142 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.