Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 83

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 83
því er sagt í Þorskfirðingasögu, að Gull-Þórir hafi átt gauzkan hlaupara, kinnskjóttan, „ok var alinn á korni vetr ok sumar“. Víða er frá því sagt í íslendingasögum, að menn lögðu hina mestu alúð við lirossastofn sinn. Hvað sem verið hefir um upphaflega kynferð hans, er eigi ólíklegt, að góðhestakyn okkar megi þangað rekja. Hafi þau síðan haldizt í einstökum sveitum, þó að ekki væru þau kynbætt öldum saman með öðru en þeim „þúsund þrautum", er landið okkar og harðindin lagði á þau. En náttúran getur verið furðu gamansöm í sköpunarstarfi sínu. Því hefir það oft orðið að spásögn, er segir í Darraðarljóðum: „Þeir munu lýð- ir löndum ráða, er útskaga áður byggðu“. Það, sem gilt hefir um mennina, liefir einnig reynzt gildandi um aðrar tegundir hins lif- andi, m. a. hunda og ketti, kýr og kindur — og hesta. Arabiski hesturinn á upphaf sitt á útkjálka við einhæf, en einstök skilyrði. Hví gæti ekki svipuð saga gerzt um íslenzka hestinn? En til þess að svo megi verða, þarf markvissa ræktun hinna ís- lenzku góðkynja heima í íslenzkum sveitum og margt manna, sem hefði gáfur, vilja og alúð til að velja hestana til lífs, ala þá upp, temja þá, kenna þeim allar þær listir, sem næmur og fótmjúkur hestur getur lært. Slíka menn eigum við ekki í sveitunum nú, en við eigum efni í þá. Enn er þar til margt niðja Jóns Ásgeirssonar á Þingeyrum, Jóns Péturssonar á Nautabúi, Sigurgeirs á Önguls- stöðum, Sigfúsar á Krónustöðum, Stefáns á Öndólfsstöðum og Sig- fúsar á Halldórsstöðum og annarra hestamanna liðins tíma. Snilli- gáfur þeirra ágætu manna búa eflaust enn í blóði niðja þeirra og koma fram um leið og verkefnin kalla á þá. Þegar það kallið kemur, duna bakkarnir við lygnar ár lágsveitanna, grundir fjall- dalanna, víðlendur heiðanna og víðerni öræfasandanna af hófa- slætti hinnar nýju aldar. En jóreykurinn við yztu sjónmörk sveita- barnsins verður að nýju boðberi hins ókunna, sem er að koma. STÍGANDt 153
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.