Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 86

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 86
ir i'yrir allt eíni kvæðisins. Líklegt er, eí ekki vafalaust, að það sé vegna þesara breytinga, að hann kallaði kvæðið „breytt kvæði", er hann birti það í Fjölni, en hitt sé misskilningur einn, að bann hafi litið á það sem þýtt kvæði, því að það eru aðeins fyrstu orðin, „man eg þig“, sem minna á það kvæði, sem talið liefir verið fyririnyndin. Um kvæðið Ferðalok er mjög svipaða sögu að segja. Tómas finnur það af skákllegu innsæi sínu, að' það kvæði hefir dvalið í liug Jónasar síðasta vetur inn, sem hann lifði, og hann lætur jafnvel þær minningar, sem þar eru raktar, svífa fyrir sjónum Jónasar á banastundinni. En svo scgir hann í skýr- ingum við kvæðið: „Kvæði þetta, sem Jónas orti tvítugur, befir fyrst ált að lieita Astin mín og seinna Gömul saga, en þegar hann loks birtir það, mörgum árum síðar, hefir liann valið' því lieitið I'erðalok." Aftur er það M. I>., sem ruglar hann. Þetta kvæði er eigi til nema í einu eiginhandriti Jónasar og jiar meðal kvæða, sem hann orti síðasta veturinn, senr hann lifði. l>að eru engin rök lil fyrir því, að Jónas hafi ort það „tvítugur" nema þau, að M. I>. finnst það vera í samræmi við efni, þess, því að þá hafi Jónas farið þá ferð, sem í því er minnzt. Yfir það er algcrlega hlaupið, að kvæðið liefði að sjálfsögðu átt að vera meðal annarra kvæða Jón- asar frá æskuárunum í syrpu lians, þeirri sömu og geymir kvæðin Söknuður, Serenade og um 30 kvæði önnur, ef það liefði verið ort svo snemma, og einnig það, sem meira er um vert, að það hefir ótalmargt sameiginlegt með beztu kvæð- unum frá síðasta vetrinum, þetta örugga vald yfir efni, formi og málblæ, lýsir sömu trú og lífsfyllingu. Kveikur þess er hinn sami og kvæðisins Stökur, sem geymzt hefir á sörnu blöðum. Nöfnin öll á kvæðinu, Ástin mín, Gömul saga og Ferðalok, er að finna í þessu eina eiginhandriti, sem til er af kvæðinu, og eru þau öll frá vetrinum 1844—45, og nafnið Gömul saga vissulega lieimild um Jiað, að kvæðið er ort um minningar löngu liðins tíma. Aðeins eitt er það í kvæðinu, sem gtcti skoðazt sem ofurlítið flak af kvæði frá æskuárunum: „alls yndi þótti mér ekki vcra, utan \oru lífi lifa“. Þetta er cins og fjarlægt bergmál a£ vfsuprðum úr Hávamálum, „Jarls yndi Jiótti mér ekki vera utan við það lík að I•.i,“ en þvilíkt bergmál, ætíð J>ó nálægara, kernur iðulega fyrir í kvæðum Jónasar frá æskuárunum. Ekki þarf Jietta aunarrar skýringar við en þeirrar, að Jónas er að minnast æsku sinnar, Jiegar hann bcrgmálaði Hávamál, en liafi hitt verið, að liann hafi átt í minni sínu gamalt kvæði eða kvæðisbrot, hefir hann steypt Jiað svo upp, að það hefir orðið nýtt, eigi kvæði tvítugs unglings, heldur fullorðins manns, sem á sára og auðuga reynslu, en minnist fyrstu ástar- innar eins og ævintýris liðins dags. Fleiri dæmi Jiessu lík mætti til tína, Jió að hér verði nú numið staðar. Rétt þykir að óska Jress af lesendunum, að þeir skoði eigi það, sem hér hefir verið sagt, sem ádeilu á útgáfu M. 1>. af ritum Jónasar. Sú útgáfa leggtir einmitt athug- ulum lesanda Ijölmargt í hendur, sem annars væri ekki auðvelt að fá aðgang að,- líka röksemdir gegn skýringum og álykLunum M. ]>. sjálfs. Þær skýringar og ályktanir eru vissulega ekki fullkomn- ari en mörg önnur mannaverk og sumar ályktanirnar furðu barnalegar. Mcga J>\ í nýir útgefendur rita Jónasar ekki taka þær upp atlnigunarlaust, a. m. k. ekki, þegar þær brjóta í bága við skilning og innsæi sjálfra þeirra. Það er augljóst af inngangsritgerð Tómasar Guðmunds- sonar í útgáfu lians af ritum Jónasar, að hann liefur ýmis skilyrði til Jiess að skilja réttar ýmislegt viðvíkjandi kvæð- um Jónasar en M. Þ. hefir gert i sinni útgáfu. En hann vegur livað eftir annað gegn réttum skilningi, sem hann þó hefir á tilfinningu sinni, af því að hann 156 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.