Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 88

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 88
hvcr og einn með sfnum einkennum glöggum, en þó eru allar mannlýsing- arnar gerðar með líkum liætti: Brugðið er upp mörgum augabragðsmyndum, sem í fyrstu virðast ekki sýna nema lítið og er svo snögglega upp brugðið, að les- andanum finnst þær horfnar honum um leið og athygli hans hefir verið vak- in. En óður en hann varir, hefir mótazt heildarmynd af þeim, sem sagt er frá og hún ljóslifandi. Þannig er m. a. lýst sr. Jónasi Guðmundssyni á Staðarhrauni, J-árusi (H. Bjarnasyni, sýslunianni), frú Þuríði Kúld og Guðmundi lækni Guð- ntundssyni, og mætti þó fleiri nefna. í þessum mannlýsingum skortir hvergi skilning samúðarinnar. Allra þeirra, sem þarna er frá sagt, verður frú Þuríður Kúld lesendunum minnisstæðust. En hennar lýsing er dá- lítið með sérstöku bragði. Sá, sem þctta ritar, hefir tvisvar orðið þess aðnjótandi að heyra sr. Árna scgja frá Snæfelling- um, og var frásagnarháttur hans hinn sami og í flestum frásögnum Hjá vondu fólki og A Snæfellsnesi: lauslopalegur að yfirbragði en með rauðum þr.rði, sem var svo undarlegrar náttúru, að enginn gat efazt um tilvist hans, og varð þó hvergi á hontim þreifað eða hann séður berum augum. í þættinum af frú Þur- íði bregður að þessu leyti nokkuð út af venjul. frásagnarleiðum sr. Árna. Frá- sögnin er sniðfastari, tærari, enn gagn- særri en venjtilega. Svoua þættir hafa reyndar komið fyrir áður í þessu mikla ritsafni, t. d. þáttur af Guðmundi mor- móna og Signýju í I. bindi (Fagurt mannlíf). Þeir eru eins og til þess að halda vakandi þessari killandi spurn- ingu: Hefir nú skrásetjarinn ekki gert sér dálítið dælt við sögumanninn? Það er mörgum spurn, hvort þessar frásagnir sr. Árna séu sannar og réttar. Því mun óhætt að svara: þær eru sannar frá hans sjónarmiði skoðað. Um það hefir skrásetjarinn ekki neinu breytt. Því var að vísu fleygt manna milli, er fyrst fréttist að þetta mikla rit væri í uppsiglingu, að gaman væri að sjá, hvernig tækist, þegar lygnasti maður landsins segði frá, en hinn trúgjarnasti færði í letur. F.n þetta er hin mesta rangsleitni, þó að þaö sé að visu rang- sleitni, sem hvorugan sakar, sr. Árna eða Þórberg. Sr. Árni var löngu kunnur fyrir frásagnir sínar, áður en samning og út- gáfa þessa rits hófst. Frásagnir hans hafa alltaf þótt sérstakar og ævintýralegar. Ekki verða margir „lærðir menn" til að segja frá því, sem óvéfengjanlegum stað- reyndum, að þeir hafi séð 500 „eilífðar- verur" í einum hópi á förnum vegi eða stórar sveitir lnildufólks fara um héruð. Ymsir verða til að skilja þessar frásagnir á þann veg einan, að þær séu uppdikt- aðar til þess að láta þá hrökkva upp af svefni og fara að spyrja. En þessu er ekki þann veg farið. Ef til vill er þetta skáldskapur, — og sá, scm þetta ritar, hefir það fyrir satt, að svo sé, — en það er þá skáldskapur, sem skáldið hefir lifað sig svo inn í, að fyrir því er þetta raunveruleikinn sjálfur, og allar efa- semdir um það eru annaðhvort fávizka tóm eða fals og lygi. Þess er enn að gæta, að hér er hið raunverulega skáld ekki séra Árni prófastur Þórarinsson sjálfur, heldur „hjátrúarfull" alþýða í íslcnzkum sveitum liðins tírna. Af henni er sr. Árni fæddur, mitt á meðal hennar ólsi hann upp og lifði og vann langan starfs dag sem fulltíða maður. Hann er þvi sannur fulltrúi hennar, en „lærdómi" hans eigum við það að þakka, að mcð honum hefur hún öðlazt mál til þess að tala við okkur, svo við getum auðvekl- lega skilið og höfum unun af að hlýða á. Að þessu leyti er „skrásetjari" sr. Arna honum skyldur og samboðinn. Hvað sem sr. Árni hefir að segja, þá skilur hanu allt, allt, jafnt frásagnir hans um „eilffðarverur" scm lýsingar á mönnum. Einhverjum finust cf til vill hlutur Þórbergs Þórðarsonar gerður of lítill 158 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.