Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 90

Stígandi - 01.03.1949, Blaðsíða 90
liann segir frá bernskuárum sínum i Vesturbænum í Reykjavík og Mosfells- sveit. Svo mjög hefir þar allt breytzt síð- an þá. I’essar minningar Hendriks eru að því lcyti eftirtektarverðar, að þær skýra frá miklum byltingatíma og miklum bylt- ingum í þjóðlífi okkar. Þarna er mjög grcinargóð og skemmtileg lýsing af Vesturbænum á þeim góðu, gömlu dög- um, er bátar voru enn dregnir Jiar upp í vör, einkum á vorin, þegar grásleppan veiddist, kálgarður var við hvert hús en varla annar garður, tún víða, þar sem nú eru malbikaðar götur og stcinkast- alar, en fiskurinn þurrkaður á stakk- stæðum. Gömlu Vesturbæingunum cr elskulega lýst, þessu kyrrláta, starfsama og [jjóðholla fólki, og einnig leikgjörnu og dálítið uppivöðslusömu ungviðinu, sem lætur sér ekki allt fyrir brjósti brcnna og heyir sitt stríð við Austur- bæjar óþjóðalýðinn, sem öðru hvoru hefur árásarstyrjöld á þetta friðsama menningarríki. Einnig er hugþckk lýs- ing á Korpúlfsstöðum, frá ]>essum dög- um, er þar var cnn sveitabær í göntlum íslcnzkum stíl, örninn bjó í Lágafclls- hömrum og vciddi lax í Korpúlfsstaðaá, cn bændurnir í Mosfellssveitinni áttu sína alþýðutryggingu í gagnkvæmri sant- úð og hjálpfýsi. í síðari hluta bókarinn- ar er sagt frá upphafi alj)ýðusamtak- anna, stofnun Alþýðusambandsins, Al- þýðuflokksins og Alþýðublaðsins, fyrstu ferðinni hcðan frá íslandi á J>ing Al- þjóðasambands kommúnista, „hvíta stríðinu" í Rcykjavík í árslok 1921, ]>egar Ólafur Friðriksson o. fl. voru fangclsaðir fyrir uppreisn gegn ríkis- stjórninni og að lokum „þverbresti í krosstrcnu", þ. e. byrjun þess ágreinings innan Alþýðuflokksins, er leiddi til klofnings hans og stofnunar Kommt'tn- istaflokksins 1930. Allar eru frásagnir Jiessar greinargóð- ar og skemmtilegar til lesturs. Höfund- inuin liggur oftast mjög hlýtt orð til Jaeirra, sent hann segir frá, einnig and- stæðinga sinna, þeirra sem hann hefir kynnzt persónulega. Þessi þelhlýindi setja einstaklega þægilcgan blæ á alla bókina ,svo að einnig pólitískir andstæð- ingar höfundarins geta lesið hana sér til ánægju. Þeir þurfa heldur ekkert undan því að kvarta, að svikizt sé að þeim, því að ckki .dregur höfundurinn dul á það, hvar hann stendur í flokki, enda til Htils, svo kunnugt sem það er. Þegar ókunnugir cða lítt kunnugir menn eiga í hlut, getur hinn kommún- istiski rétttrúnaður hins vegar stundum orðið höfundi að fótakefli, ef ekki í dómgreindinni, J>á a. m. k. í smekkvís- inni. Má sem dæmi um þetta benda á [>á athugasemd, sem hann lætur falla um Zinovieff í sambandi við ]>að, er hann (Zinovieff) bauð þá Brynjólf Bjarnason velkomna til Moskva: „Ekki grunaði mig þá, að bak við blfðulæti Jjessi fælust hin viðbjóðslegustu svik við verkalýðs- hreyfinguna og ríki verkalýðsins." Þetta stafar ekki af því, að höfundinum sé ciginlegt að sparka í fallinn andstæð- ing (til J>ess er hann allt of siðmenntað- ur maður), ckki heldur af því, að hann sé að geðjast ofstækisfullum og rnenn- ingarlausum skoðanabræðrum, heldur verður [>etta einfaldlega J>annig, að rétt- trúnaðurinn dregur honum skýlu fyrir augu, svo að hann veit ekki, hvað hann er að gera. Þetta er nærri ennþá óþægi- legra fyrir lesandann af því, að |>að kemur sjaldan fyrir og stingur því til- finnanlega í stúf við annað í bókinni. Enginn þarf að dylja sig ]>ess, að frá hinum pólitísku viðburðum, er gerðust í Reykjavík 1911—1923 má segja á ýmis- legan veg og frá mörgum sjónarmiðum. En hér er frá ]>eim sagt frá einu — og aðeins einu J>essu sjónarmiði, en að ]>ví er virðist á thengilegan hátt. Því er að bókinni fengur vegna þeirra frásagna auk frásagnanna um Vesturbæinn og Mosfellssveitina á æskuárum höfundar- ins. ] 60 STÍGANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Stígandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stígandi
https://timarit.is/publication/1085

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.