Harmoníkan - 28.02.1991, Blaðsíða 10

Harmoníkan - 28.02.1991, Blaðsíða 10
ekki til að rífast, H.R. er sterkt félag.“ Er rígur milli félaganna í Reykjavík? „Það er rígur í sumum ennþá, ef uppi hefur verið hálfgerð Sturl- ungaöld vona ég að það mildist smátt og smátt, enda sér maður ekkert athugavert við að fólk gangi milli félaganna, menn eiga að vera þar sem þeim líður best.“ Síðan stofnar þú landssamband. „Tími var kominn fyrir slík sam- tök þegar átta eða níu félag voru til í landinu, orðið var nauðsynlegt að þau hefðu samband sín á milli. Sá trúmaður er ég, að ekki sé nægjanlegt að menn spili saman, fólk þarf einnig að tengjast vin- áttuböndum, verða kunningjar. Hugmyndin að þessu er eiginlega Samband lúðrasveita, landssam- band þeirra hefur verið til lengi. LandsambandiðS.Í.H.U. er allt- af að styrkjast en auðvitað get ég gamall nöldrari fundið að, t.d. fyrir landsmótin hefur S.Í.H.U. ekki látið neitt vita af sér í fjöl- miðlum, eina málgagnið sem skrifar um það núorðið er blaðið Harmoníkan. Nauðsynlegt er að vera harður í áróðrinum, nýta útvarp og sjón- varp meir. Ekkert hljóðfæri kemst í hálfkvisti við harmoníkuna með almenningsvinsældir. Harmoník- an er mikið félagshljóðfæri, fjöldi harmoníkuleikara getur spilað saman í einu, píanóleikarinn er t.d. einn. Harmoníkan lifir ef stjórnir félaganna eru hvetjandi og kunna að skipuleggja starfið fram í tím- ann fyrir meðlimi sína.“ Hvað með vinsældir í framtíðinni? „Ég lít ákaflega mildum augum á öll hljóðfæri, meira að segja kynblendinginn, barriton bassa- harmoníkuna sem þeir kalla og allt önnur músik er einhliða keyrð í gegnum, finnst mér það hljóð- færi eigi að heita öðru nafni, eins og konsertínan t.d. hún er náskyld líka. Um fyrrnefnt efni hafa marg- ar greinar birst eftir mig í dagblöð- um. Harmoníkan er eitt fárra hljóðfæra sem getur skilað lag- línu, hljómum og bassaslætti, það gerir að hún hlýtur að verða klass- ísk eins og píanóið og orgelið. íslenskir tónlistafrömuðir eru steinaldarmenn, allavega er har- moníkan mun hærra skrifuð víða erlendis allt í kringum þá. Eflaust er slíkt bara afbrýðisemi, þeim finnst gremjulegt að harmoníkan dragi til sín 400 manns á ball meðan þeir sitja uppi með nokkra tugi á tónleikum. Á næstunni trúi ég að breyting verði á popptónlist- inni, fólk er að verða leitt á að hoppa á öðrum fæti út í horni með dömuna langt í burtu og engin tjá- skipti vegna hávaða. Unga fólkið vill nálgast hvert annað, strákarnir vilja halda utan um sína stelpu aftur. Dansskól- arnir eru fullir af fólki er nemur hina eldri dansa. Það þýðir að laga verður músikina að því sem fólkið vill, auðvitað breytist allt, en ungt fólk er mikið að átta sig á að finna má annarskonar tónlist en upp- spennt gítargarg. Undanfarin ár hefur mér leiðst að geta ekki sinnt börnum meir í tónlistaskólanum, alltaf er full- bókað. í haust auglýsti ég ekki fremur venju en 10 börn hafa sótt um inngöngu, sum þeirra sögðust hafa séð börn spila á harmoníku á útisamkomu í Reykjavík. Þessi börn eru glöð með sína harmon- íku. Nú þegar eru margir á uppleið, góður kjarni, sem dæmi Einar Björnsson H.R. úr Húnavatns- sýslu rétt tvítugur orðinn hörku tekniker og Jakob Yngvason F.H.U.R. glæsilegur strákur, þetta eru menn framtíðarinnar.“ Karl dreymir þig enn? „Ég er fæddur fiskur og er draumóramaður. Allt hvað varðar harmoníkuna óska ég að þróist henni i hag. Nemendur mínir og félagar í H.R. eru ánægðir með það sem ég hef verið að gera, ekki er hægt að meta slíkt öðruvísi én verið sé á réttri leið. Nokkuð er að aukast samband- ið við útlönd, landssambandið getur gert marga hluti í samráði við landsfélögin, skipstjórinn í brúnni þarf að kunna á siglinga- tækin, nauðsyn er að hafa topp er getur þroskað þetta. íslenska landssambandið er á réttri leið en meir þarf að beina sjónum til út- landa, mikið er hægt að læra af út- lendingum. Á fyrsta fundi landssambands- ins í Reykjavík kom ég með bréf frá Lars Dyremose í Danmörku þar sem boðið var uppá að liðka til að við gengjum í Norðurlanda- sambandið. Ekki var fallist á það því miður. Við misstum áreiðanlega af stræt- isvagninum, í öllu falli er hann ókominn enn til okkar, veit heldur ekki hvort það stendur til boða nú. Mér sárnaði þessi afstaða, alla víðsýni vantaði þeim í þessu til- felli, en svona ganga hlutirnir stundum fyrir sig, auðvitað verður ekki allt að vilja manns.“ Að lokum? „Að lokum vildi ég óska þess að harmoníkan nái að verða tekin gild með öðrum hljóðfærum. Um þessar mundir er hún frekar hátt skrifuð og víða er harmoníku blandað með í músik. Ég vona mér endist líf og heilsa til að sinna nemendum mínum, gaman er að vinna með áhuga- sömu fólki. Við skulum ekki gleyma að i okkar landi eru til af- bragðs harmoníkuleikarar, fleiri en margur heldur, við eigum að rækta þessa menn, margir eru ekki síðri en þeir útlendingar er komið hafa. Ég varð mjög glaður þegar þið fóruð að gefa út harmoníkublað- ið, það er menningarlegt og gagn- legt á allan hátt, ekki koma fréttir gegnum aðra fjölmiðla, mikilvæg- ast að hafa sinn eigin fjölmiðil. H.H. Við lýsum eftir viðtölum við harmoníkuleikara af lands- byggðinni og fleira í þeim dúr. 10

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.