Harmoníkan - 01.03.1995, Síða 12

Harmoníkan - 01.03.1995, Síða 12
LÖG Sambands íslenskra Harmoníkuunnenda S.Í.H.U. Var stofnað 3. maí 1981 af þeim harmoníkufélögum, sem þá voru starfandi. Þar sem hinn almenni félagi í þeim félögum, sem eiga aðild af sam- bandinu veit lítið um það, fannst okkur viðeigandi að birta lög sambandsins eins og þau voru um síðustu áramót. Það skal tekið fram, að þessi lög eru í endurskoðun og má búast við breytingum á næsta aðalfundi. LÖG S.Í.H.U. Laugafundur 23/6 1990 Með breytingum sem samþykktar voru á landsfundinum 1990. 1. Sambandið heitir Samband íslenskra Harmoníkuunnenda skamm- stafað S.Í.H.U. stofnað 3. maí 1981. 2. Tilgangur félagsins er að stuðla og efla harmoníkuleik á Islandi, einnig efna til landsmóta á þriggja ára fresti. 3. Aðildarfélög geta öll starfandi íslensk harmoníkufélög orðið. 4. Stjóm sambandsins skipa fimm menn: formaður,varaformaður, gjald- keri, ritari ásamt meðstjómanda. Einnig skal kjósa tvo menn til vara og tvo endurskoðendur reikninga. 5. Aðalfundur skal haldinn fyrir júnílok þriðja hvert ár. Aðalfundinn sitja kosnir fulltrúar einn frá hverju félagi ásamt formönnum félaganna, það sama gildir um aðra boðaða fundi sam- bandsins. Kjömir fulltrúar skulu leggja fram gilt kjörbréf. 6. Þeim félögum sem falin er framkvæmd landsmóts hverju sinni eru ábyrgir fyrir framkvæmd þess og fjárhagslegum skuldbindingum þó með þeirri undantekningu að sé um halla að ræða þá skal því deilt á sambandsfélög- in í réttu hlutfalli við meðlimafjölda ef sjóður S.Í.H.U. hrekkur ekki til, en verði tekjuafgangur af slíku móti renna 2/3 hlutar til S.Í.H.U. en 1/3 hlutu til mótshaldara. 7. Tillögur um lagabreytingar skulu berast stjóm sambandsins eigi síðar en tveim mánuðum fyrir aðalfund. Stjómin sendi tillögumar til sambands- félaganna ekki síðar en einum mánuði fyrir aðalfund. 8. Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi. 9. Lög þessi öðlast þegar gildi. Samkvæmt ósk formanns S.Í.H.U. Ásgeirs S. Sigurðssonar skal það tekið fram að þessi lög eru í endurskoðun. Þ.Þ. Mánaskin Leiddu mig nú vina, í laufí prýddan skóg, um lágnætti, er haustið tekur völd, en fástu ekki um hina, þeir fengið hafa nóg og fara að sofa árla þetta kvöld. Við höldumst þétt í hendur, ég horfí í augun blá. Þú vita mátt það vina að brátt ég veslast upp af þrá. Svo læðumst inn í lundinn. Á lofti máninn skín. Er líður nótt þú verður stúlkan mín. Atli Guðlaugsson Asgeir Guðmundsson ásamt Guðrúnu eiginkonu sinni. Myndin er frá 10 ára afmœli F.H.U. Ásgeir Guðmundsson Höfundur lagsins Mánaskin sem er á nótum í blaðinu að þessu sinni er Stefán Ásgeir Guðmundsson, eins og hann heitir fullu nafni. Lagið hlaut 3. verðlaun í lagakeppni sem félagið hans, Félag Harmoníkuunnenda við Eyjafjörð, efndi til á 10 ára afmæli sínu 1990. Ásgeir er fæddur 2. ágúst 1931 að Efra-Ási í Hjaltadal í Skagafirði en á öðru ári fluttist hann til Ólafsfjarðar. Þegar hann var tíu ára byrjaði hann að spila á hnappaharmoníku, en skipti yfir á píanóharmoníku þegar hann var fjórtán ára. Nítján ára flutti hann til Akureyrar þar sem hann dvaldi næstu 8 árin og lauk m.a. námi í bifvélavirkjun. Tvo vetur stundaði hann nám hjá Karli Jónatanssyni, en í gegnum árin hefur hann leikið á dansleikjum á ýmsum stöðum. í nokkur ár spilaði hann í hljómsveit F.H.U.E. og spilaði sveitin m.a. annað lag eftir hann, Varmalands- fjóluna á landsmóti að Varmalandi 1984. Frá Akureyri lá leiðin að Hlíðarhaga í Eyjafjarðarsveit, þar sem hann hefur búið síðan ásamt eiginkonu sinni Guðrúnu Borghildi Jóhannesdóttur, en þau giftu sig 16. maí 1959 og eiga þau 7 böm. Við þökkum Ásgeiri fyrir lagið og viljum geta þess um leið, að Atli Guðlaugsson útsetti lagið fyrir hljóm- sveit, og ef einhver hefur áhuga, er hægt að snúa sér til hans um útsetn- ingu. Þ.Þ. 12

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.