Harmoníkan - 01.10.2000, Side 3

Harmoníkan - 01.10.2000, Side 3
 0 FRÆÐSLU, UPPLYSINGA OG HEIMILDARIT FELAGA S.I.H.U. frft OG ANNARRA AHUGAMANNA JIM ° / //f°o/ (/f° o/ "Ht STOFNAÐ 14. APRIL 1986 Ábyrgð: Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17, 210 Garðabæ, símar 565 6385 & 896 5440 netfang: harmonikan@simnet.is Ritvinnsla: Hjörtur E. Hilmarsson Prentvinnsla: Prenttækni ehf. Blaðið kemur út þrisvar á ári. (október, febrúar og maí. Gíróreikningur nr. 61090-9. Meðal innihalds blaðsins: Tuttugu ára afmæli........4 FormaðurS.f.H.U............5 Á Seyðisfirði..............6 Evrópumeistari.............7 Himnesk tónlist............8 Frosini Grand Prix 2000 .... 9 Á Breiðamýri..............10 Rússneskur kennari......11 Færeyingar í heimsókn ... 12 Hátíð harmonikunnar...13-14 Þau kynntust á sundlaugarballi.........15 Handrit fyrir næsta blað þurfa að berast fyrir 1. febrúar 2001. Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 12.500 1/2 síða kr. 6.250 Innsíður 1/1 síða kr. 10.500 1/2síðakr. 6.800 -“- 1/4síðakr. 3.800 1/8síðakr. 2.800 Smáauglýsing kr. 1.500 AUGLÝSIÐ í HARMONIKUNNI ódýrasta auglýsingaverðið Útilegumcnn á faraldsfazti Útilegumenn er orð sem landsmenn þekkja vel og hefur staðið fyrir ólánsmenn er flúðu til fjalla undan hörku laga fortíðar. Samlíking við nútíma útilegumenn eða öllu heldur ferðaglaða harmonikuunnendur á því ekki við í þeim skilningi, þar sem markmið útilegumanna nútímans eru reist á heiðarlegum athöfnum. Með nokkurri vissu má halda því fram að hérlendis sé til sérstök menning stækkandi hóps, sem ferðast á milli harmonikumóta og dansleikja, eftir að þau byrja á sumrin, haldin á vegum einhvers harmonikufélags. Þessi þróun er vissulega áhugaverð, því hún þjappar en betur saman fólki sem vill halda í vinskap og treysta bönd þjóðlegrar hugsjónar. Ef við lítum aðeins á þá umsögn sem mótshaldarar láta falla um þetta fólk, er nán- ast um eina lýsingu að ræða, en það er að- dáunarverð hegðun og umgengni. Smá pústrar eru tæpast til, en það er hugsanlega helsta ástæðan fyrir athyglisskorti fjölmiðla á þessu fólki. Það hefur flögrað að mér að kanski sé það best, því engin umræða er skárri en rangtúlkuð umræða. Einn góðan veðurdag uppgötvast þetta samt! Skemmtilegt er að gæla við þá stað- reynd að eftir að harmonikumót hófust hér- lendis magnaðist fiðringur meðal manna og kvenna sem annars voru heima, en tóku nú að brenna í skinninu að komast á þessi harmonikumót, sem lofuð voru í hástert. Þeim fjölgar sem sækja mótin, og er núorðið keppst um að komast á áfangastað sem allra fyrst, enda betri bílar og ferðahýsi í eigu þessara nútíma útilegu- manna. Hlýtt og sólríkt sumar í ár hefur líka stuðlað að aukinni ferðagleði. Harmoniku- mót sumarsins voru fimm. I Húnaveri, Þver- rárrétt, Alfaskeiði, Breiðamýri og Iðufelli. Að auki var alþjóðleg harmonikuhátíð f Reykjavík. Þess utan voru víða harmoniku- dansleikir, félagsferðir og heimsóknir, sem umrætt fólk fjölmennti í. Mun ég leitast við, eftir því sem kostur og færi gefst, að greina frá þessu mótshaldi, meðal annars efnis í blaðinu á komandi áskriftarári. Nú er vetr- arstarfið framundan, sem óskandi tekur stökk í þá veru, að skilgreina hvar aðaðalhá- herslur skuli liggja í að styrkja harmonikuna í sessi. Verður hægt að fullnægja námsþörf í landinu á komandi vetrarönn? Þar liggur knýjandi þörf sem margur nemandi bíður eftir að verði leyst. Með þessu blaði hefst fimmtánda áskrift- arár harmonikunnar. Miki efnið liggur fyrir að vinna úr og efast ég ekki um að margur áskrifandinn muni einnig láta blekið flæða úr penna sínum og senda tilskrif. Ef einhver óskar svars við hugrenningum sínum mun ég leitast við að afla þess. Þá er hægt að senda tölvupóst. Vil ég eindregið beina ósk- um mínum til unga fólkssins um að senda línu. Netfangið er skráð við leiðara blaðsins! Góðar stundir að sinni. H.H. Forsíðumyndir: Efri myitd: Kjetil Skaslien á Seyðisfirði. Hin glœsilega kirkja staðarins í baksýn. Kjetil er frá Finnskogen í Noregi. Neðri ntynd: Margrét Arnardóttir 15 ára gömul. Hún lék á hátíð harmonikunnar í Glœsibœ 27. maí. Margrét lék lögin Jeg Itar boet ved en landvej og Serenata Prima- verile eftir Pietro Frosini. Hún lagði nœmni og áhugaverða túlkun í verkin, endafékk hún verðskuldað lof áheyrenda . Undirleikarar voru Örn Arason faðir hennar á bassagítar og Sveinn Jóhannsson trommur. 3

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.