Harmoníkan - 01.10.2000, Blaðsíða 6

Harmoníkan - 01.10.2000, Blaðsíða 6
fi SEYÐISFIRÐI. Kjetil Skaslien og Guttormur Sigfússon léku fyrir clansi á veitingastaðnum Skaftfelli. Þeir spil- uðu eins og þetta vœri þeirra atvinna, enda undirtektir dansaranna eftirþví líflegar. Seyðfirðingar héldu norska daga helg- ina 21 .-23. júlí, í blíðskapar veðri í orðs- ins fyllstu merkingu. Rjómalogn var og fór hitinn upp í 24-25 gráður yfir daginn. Hátíðar stemning ríkti í bænum og var margt „A Seyði“ eins og heimamenn kölluðu þessa helgi. Ekki nóg með að tónleikar væru haldnir innandyra. Uti- samkoma með tónlist og leikþætti með meiru í miðbænum á laugardeginum, fór ákaflega vel fram og má segja að bærinn hafi hljómað af glaðværð og lífi alla helgina. Börn og unglingar syntu eða busluðu í Fjarðaránni sem sker bæinn í tvo hluta, fólk sat við árbakkann í sólinni að naut veðurblíðunnar. Það var ekki ein- ungis Stefán í hljómsveitinni Sóldögg, sem lét harmonikuna hljóma þarna, auk- heldur kom sérstakur gestur frá Noregi, harmonikuleikarinn Kjetil Skaslien. Hann hélt tónleika á föstudagskvöldið í Menningarmiðstöðinni Skaftfelli, sem á síldarárunum kringum 1960 hét Norsk Fiskerheim. Jafnframt fór dansleikurinn fram þar á laugardagskvöldinu með Kjet- il og Guttormi Sigfússyni úr Fellabæ. Feikna fjör hélst fram eftir öllu og bætt- ust ýmsir fleiri til liðs við dúett þeirra, ásamt að firna góðir dansarar svifu um salinn og sýndu afbragðs góða danskænsku. En hver er þessi Kjetil Skaslien? Til að geta kynnt þennan prýð- is góða harmonikuleikara fyrir lesendum Harmonikunnar brá ég mér í heimsókn, þar sem hann dvaldi á Seyðisfirði hjá Muff Warden tónlistarkennara við Ránar- götuna. Kjetil Skaslien fæddist 6. júlí 1939 í Grue sem er í héraðinu Finnskogen í Noregi nærri sænsku landamærunum um 140 km., norðaustur af Oslo. Faðir Kjetil, Olav Skaslien, lék á tvöfalda harmoniku og það hreint ekki lítið. Hann kenndi mörgum að spila á sinni löngu æfi en hann lést 92 ára gamall. Olav samdi fjölda laga, og urðu mörg þeirra þekkt, meðal annara „Merraflaern". Kjetil byrj- aði að spila 4 ára gamall og þá strax á krómatíska hnappaharmoniku. Héraðið Finnskogen er þekkt fyrir harmonikuá- huga. I héraðinu búa þrjú þjóðarbrot, fínnskt, sænskt og norskt. I þeim blandast saman tónlistarhefðir þessara þjóða. Af öllu þessu smitaðist Kjetil strax í æsku og annað hljóðfæri en harmonika kom aldrei til greina. Ekki varð neitt úr tón- listarskólanámi, en hann fór snemma að starfa með ýmsum tónlistarmönnum og hefur lært mest af þeim. Kjetil spilar mikið með ýmsum söngvurum og hljóm- sveitum og nefndi hann m.a. Bextil boys frá Englandi, sænsku söngkonuna Elísa- bet Andreasen, Noru Brokstet frá Noregi og fyrir skömmu með hóp er lék tónlist Evert Taube. Þá er honum í fersku minni tónleikaferð um Afríku, þar sem hann spilaði með stórkostlegum þarlendum tónistarmönnum. Afríkumennirnir Muff Warden er bandarískur tónlistar- og söngkennari af skoskum œttum, og leikur á mörg hljóðfœri. Hún mœtti með keltneska hörpu (clarsach) á skemmtunina í Skaftfelli og lékjyrir gesti lögfrá heimalandinu. spreyttu sig lfka á norskum tónum undir leiðsögn Kjetils. Kjetil Skaslien, sem er atvinnutónlistarmaður hefur lengi látið sig dreyma um Islandsför. Hann gat loks látið drauminn rætast, með því að hafa samband við norska sendiráðið, er leiddi til þess að honum var boðið vegna norsku daganna til Seyðisfjarðar. Kjetil og kona hans Höge eiga fimm börn, hún vinnur sem umboðsmaður fyrir tónlistar- menn og nær starfsvið hennar um víða veröld. Hún er tónlistarmenntuð, semur tónlist fyrir kóra og hefur komið við sögu í ýmisskonar tónlistarstefnum. Kjetil tjáði mér að hann væri enn á fullu í spila- mennskunni, og að harmonikan hans væri með norsku kerfi. En hvað er það óvenjulegasta á hans spilaferli ? Trúlega að hafa spilað um borð í kafbát á 300 metra dýpi við Narvik, og að lenda í þyrlu á hæsta fjalli Svíþjóðar, til að spila við veisluhöld forstjóra skipafélaga. Víða hefur hann komið við sögu, sem harmon- ikuleikari á eigin hljómplötum og einnig með öðrum. Islandsförinni lauk með tón- leikum í Norrænahúsinu í Reykjavík fyr- ir nær fullu húsi, þar sem Matthías Kor- máksson kom einnig fram, og lék í um hálfa klukkustund við mikla hrifningu gesta. Einnig léku þeir kappar saman. Kjetil lét óspart í ljós gleði sína með ís- landsförina. Hann nefndi hinar hlýju og góðu móttökur alsstaðar og lét í Ijós ánægju með að hafa fengið tækifæri til að fara í skoðunarferðir um hluta Aust- fjarða og ekki síst að koma til Þingvalla og að Geysi. Hann sagðist gjarnan vilja koma aftur til landsins, „vandin er bara að finna tíma“, sagði Kjetil Skaslien að lokum. H.H. 6

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.