Harmoníkan - 01.10.2000, Blaðsíða 7

Harmoníkan - 01.10.2000, Blaðsíða 7
Evrópcimeistarinn í Frosinitónlist 1999 Mikael Broberg heitir hinn ungi sænski harmonikuleikari og Evrópu- meistari í Frosinitónlist frá keppninni í Helsinki 1999. Eg náði tali af kappanum, þar sem við vorum sessunautar í Iokahófinu eftir keppnina, og bað um nokkrar upplýsingar um hann sjálfan fyrir les- endur blaðsins. Mikael er fæddur í Skövde 1976 og byrjaði kornungur að leika á einfalda harmoniku. Það var ekki fyrr en Mikael var 15 ára að hann fór að reyna sig á krómatíska píanóharmoniku. Þá seldi kappinn einnarraða nikkuna, enda þurfti óhemju mikið að æfa sig á þá nýju. Fyrir skömmu fór hann að glíma við bassa, en veit ekki ennþá hvort eitthvað að viti verður úr því. Vegna þess að Mikael líkar gömul harmonikutónlist keypti hann sér gamla Skandia harmoniku, frá 1935. Hún hefur rétta tóninn frá því tímabili þegar harmonikutónlist var mest lifandi og gleðin kringum hljóðfærið hvað mest. A þessa harmoniku keppti hann í Mikael Broberg Evrópumeistari í Frosinitón- list árið 1999 Helsinki, og sagði yfirdómari keppninnar að Mikael hefði tæpast getað túlkað betur þau verk sem hann lék. Hann hefði nán- ast leikið sem sjálfur Frosini. Mikael sagðist mikið hafa æft sig vikuna fyrir keppnina. En hefur meistarinn önnur áhugamál ? Jú. hann safnar gömlum 78 snúninga hljómplötum, og segir að mikið megi af þeim læra. Sjálfur hafi hann ekki gengið í tónlistarskóla og þekki því ekki nótur, en er ekki í vafa að slíkur lærdóm- ur mundi borga sig. „Kanski seinna“, segir hann. Hvernig lærðir þú að leika verk Fros- ini svona vel ? „Með því að hlusta á þessar gömlu plötur, diska og hljóm- snældur, ásamt því að taka eftir öðrum er leika slíka tónlist, og að sjáfsögðu að æfa og æfa“. Mikael er 24 ára, ógiftur og barnlaus. Hans atvinna er að leika á harmonikuna, „koma fram og spila hvar sem færi gefst", sagði þessi ungi sænski evrópumeistari um leið og hann skolaði niður steikinni með fersku finnsku blá- vatni í lok þessarar yfirheyrslu H.H. BORSINI MERKIÐ TRYGGIR GÆÐIN Super Star 2000 Super Star 2000 Dömumódel SS.OI«fKKOII & Co. cllf. Símar: 587 1304 & 896 5055 heimasíða: \v\v\v.islandia.is/s-olafsson e-mail: s-olafsson@islandia.is 7

x

Harmoníkan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.