Harmoníkan - 01.10.2000, Qupperneq 9

Harmoníkan - 01.10.2000, Qupperneq 9
Óla. Á síðasta ári gerði CBC sjónvarps- stöðin dagskrá um Óla og tónlist hans, í tengslum við Country Canada-CBC, sem eru þættir um lífið á landsbyggðinni. Þátturinn heitir „Gjöfin frá Óla“. Sagan hefst þegar Rick Lair, sem nýkominn er í byggðina, kemst yfir handskrifaðar nót- ur af Gimli valsinum á bókasafninu. Al- gjörlega grunlaus um það sem á undan er gengið fer hann, sér til gamans að æfa lagið ásamt nokkrum fleiri áhugamönn- um. I fyrsta skipti sem hljómsveitin kem- ur fram, verða meðlimirnir sem þrumu lostnir, því eitt parið fer að dansa og fljót- lega rennur upp fyrir þeim að allir í hús- inu virðast kunna lagið. Þar með er hafið ferðalag á vængjum tónlistarinnar og í leiðinni fræðst um sögu nýlendunnar. Ferðinni lýkur með því að Rick Lair og félagar leika valsinn í gamla danshúsinu á Gimli, sögufrægum stað, sem byggður var af trésmiðnum Óla Thorsteinson, en tónlistarmaðurinn Óli Thorsteinson lék þar oft sjálfur. Þar með lýkur þættinum, en fráleitt sögunni „Gjöfinnni frá Óla“ var sjónvarpað frá CBC sjónvarpsstöðinni síðastliðinn vet- ur og horfðu 260.000 manns á þáttinn. Næstu daga tóku e-mail skilaboð og bréf að streyma til stöðvarinnar frá hinum ýmsu stöðum vítt og breitt um Kanada. „Okkur finnst það mjög áhugavert, að fjölskyldan skuli viðhalda þessari fiðlu- hefð“, segir í bréfi frá áhorfanda í Carbo- neau á Nýfundnalandi, „maðurinn minn er að læra á fiðlu og mig langar að eign- ast nóturnar.“ Kona í Haileybury í Ont- ario skrifar. „Þið verðið að hjálpa mér. Eg er með Gimli valsinn á heilanum. Getur ekki einhver útvegað mér nótur af laginu ?“ Margir hafa fengið nóturnar sendar. Við munum aldrei fá staðfestingu á, hvort Óli leikur í himnaríki. Hinu má treysta, að einhversstaðar í Kanada er nýr áhugamaður að æfa Gimli valsinn og þannig munu komandi kynslóðir geta notið gjafarinnar frá Óla. Greinin birtist í blaðinu „Gimli and beaches adventure guide“, sem gefið er út í Winnipeg í tengslum við Islendinga- daginn í Manitoba og er eftir verðlauna- höfundinn Andy Blicq, sem auk þess er þáttaframleiðandi hjá sjónvarpsstöðinni C.B.C. Country Canada. Fjölskylda hans á sumarhús á Gimli. Þýðing Friðjón Hallgrímsson Skýring vegna heitisins Gimli ( Giinli- valsinn) Gimli þýðir sœlubústaður rétt- látra eftir ragnarök. Heimild Islensk orðabók, Arni Böðvarsson. Frosini Qrand Prix 2000. íslenskcir keppandi atan! Evrópumeistarakeppni í Frosinitónlist fer að venju fram í nóvember næstkomandi. Eins og frá var skýrt í síðasta blaði fer keppnin fram í Svíþjóð, í bænum Hammarstrand. Vinningshafi keppninar 1999 var sænskur og fer keppnin fram í hans heimalandi Enginn gaf sig fram hér fyrir tilsettan tíma, sem getið var um í síðasta blaði. Ljóst er að margir efnilegir nemendur eru að koma fram á sjónarsviðið sem vonandi geta tekið þátt á næstu árum. Ymsir standa frammi fyrir því að skipta frá píanóborði í hnappa. Það getur tekið tíma að vinna sig fram úr því. Svo merkilegt sem það er heyrast einnig efasemdar raddir um gagnsemi þess að taka þátt í keppnum. Undarlegt í hæsta máta ef sama á ekki að gilda um harmonikuleikara og ótalmargt annað sem keppt er í. Þess var farið á leit við Gretti Björnsson að keppa nú fyrir Is- lands hönd. Hann tók umleitaninni mjög vel enda engin aldursmörk um keppendur í Evrópukeppninni í Frosinitónlist.Grett- ir hefur nú ákveðið að taka þátt meðal þeirra 6 þjóða sem senda keppanda. Grettir hefur áður tekið þátt í alþjóðleg- um keppnum m.a. í Brittish Columbia í Kanada, þar sem hann hlaut 1. verðlaun og verður skemmtilegt að fylgjast með laugardaginn 18. nóvember, en við mun- um halda utan 17. nóvember. Þáttökulöndin nú eru Svíþjóð, Noregur, Danmörk, Finnland, Rússland og ísland. H.H. Grettir Björnsson keppirfyrir Islands hönd á Frosini Grand Prix 2000. 9

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.