Harmoníkan - 01.10.2000, Page 10

Harmoníkan - 01.10.2000, Page 10
Samspil í skjóli trjánna. Frá v. Bragi, Kristjón, Óli J. og Jóhann Bjarnason. Framhaldsleikritið, samið af heimamönnum. Þarna er verið er að skíra barnið semfœddist á mótinu ífyrra. Frá v. presturinn Ingólfur Ingólfsson nokkuð við skál, Emhild Olsen, barnið Þorgrímur Björnsson og móðirin Saga Jónsdóttir. Athöfnin kitlaði verulega hláturtaugamar. Nefndin sem stóð að skipulagningu liins stórskemmtilega móts að Breiðumýri. Frá v. Filippía J. Sigurjónsdóttir, Emhild Olsen, Jón Jónsson, Rósa Þórðardóttir og Saga Jónsdóttir. Tvö harmonikulelög standa að motinu að Breiðamýri eða sumarútilegunni eins og félögin kalla það. Unnendur við Eyja- tjörð og Þingeyinga hafa staðið sameig- inlega að þessu móti í nokkur ár og tekist að koma því svo á kortið að aðsókn hefur stóraukist með hverju árinu. Að sögn mótshaldara varð veruleg aukning í sumar hvað aðsókn varðaði. Veðrið gat varla verið betra, hlýtt og sól- ríkt. Mitt mat er að um stórgott mót hafi verið að ræða, mikið lagt í það sem fram fór og mótsgestir fengnir til að taka þátt leikjum og allavega sprelli. Dansleikir voru haldnir föstudags og laugardags- kvöld. Þá var og leikrit sett á fjalirnar af félagsmönnum er vakti mikla kátínu. Verður það að teljast skrautfjöður í mót þeirra norðanmanna. Það eina sem mér fannst á vanta var smá bæklingur eða veggspjald um hina ýmsu dagskrárliði. Væntanlega fór ekki framhjá nokkrum gesti að vinnuframlag nefndarinnar hef- ur talið nokkra tímana fyrir og á mótinu sjálfu. Mest undrandi varð ég þó er þvf var lýst fyrir mér að félögin sjálf högnuðust ekki á allri fyrirhöfnin, held- ur rynni ágóðinn í rekstur félagsheimilis- ins að öllu leiti. Stundum myndaðist skemmtilegt samspil framan við sam- komuhúsið. A sunnudagsmorguninn hófst mikil spilagleði sem endra nær. Ut- lendingur á klyfjuðu reiðhjóli sem átti leið hjá snarstoppaði og renndi í hlað framan við spilarana. Menn töldu hann hafa setið á stéttinni í eina þrjá klukku- tíma að hlusta og taka myndir, en svo uppteknir voru allir að enginn ávarpaði hann né hann aðra. Við skulum bara nefna hann huldumanninn hjólandi. Mér datt í hug að leita upplýsinga hjá fyrrum húsverði og umsjónarmanni sam- komuhússins að Breiðamýri, Jóni Jóns- syni. Húsið er byggt 1904 en bætt hefur verið við það í nokkrum áföngum. Fjöl- margir viðburðir hafa farið fram í þessu húsi á langri ævi. Héraðssamkomur, leik- listarstarfsemi og tónleikahald. Aður var hér rekinn vísir að skóla, forveri Lauga- skóla. Trjágróðurinn við húsið er frá 1912-1915 og í honum eru birki og reynitré. 1 þeim lundi er aðaltjaldsvæðið nú. . Garðurinn er hlýlegur og dregur að . Að líkindum muna margir enn stórmeist- ara á borð við Toralf Tollefsen og John Molinari, þó langt sé liðið, en þeir léku einmitt á Breiðamýri. Margir aðrir hafa teygt belginn á þessum stað, auk þess fjölda sem bætist í hópinn meðan harm- onikumótin standa yfir. Fyrr á þessu ári var hér á fjölunum leikritið Síldin kenrur síldin fer. Verkið fór suður í Þjóðleik- húsið og var valið þar athyglisverðasta verk áhugahópa. Félagsmenn F.H.U.E. og H.F.Þ. geta borið höfuðið hátt eftir þetta mót.. H.H. 10

x

Harmoníkan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.