Harmoníkan - 01.02.2001, Qupperneq 3

Harmoníkan - 01.02.2001, Qupperneq 3
0 FRÆÐSLU, UPPLYSINGA OG /f HEIMILDARIT FELAGA S.I.H.U. —jim°oÁ ffTS OG ANNARRA AHUGAMANNA v/#°/ ^///#o°/ Mr STOFNAÐ 14.APRIL 1986 Ábyrgð: Hilmar Hjartarson, Ásbúð 17, 210 Garðabæ, símar 565 6385 & 896 5440 netfang: harmonikan@simnet.is Ritvinnsla: Hjörtur E. Hilmarsson Prentvinnsla: Prenttækni ehf. Blaðið kemur út þrisvar á ári. í október, febrúar og maí. Gíróreikningur nr. 61090-9. Meðal innihalds blaðsins: Grétar Geirsson viðtalið.4 Freymóður Jóhansson......8 Norskur meistari..........9 Evrópumeistarakeppni....10 Um Frosini Grand Prix...11 Félag við Eyjafjörð 20 ára 12 Makalaus óvissa.........13 Kóngaveisla..............13 Harmonikul. aldarinnar ...14 Fjölskylduhátíð..........15 Stjörnutónleikar.........16 Handrit fyrir næsta blað þurfa að berast fyrir 1. maí 2001. Auglýsingaverð: Baksíða 1/1 síða kr. 12.500 1/2 síða kr. 6.800 Innsíður 1/1 síða kr. 10.500 -“- 1 /2 síða kr. 6.250 -“- 1/4síðakr. 3.800 -“- 1/8síðakr. 2.800 Smáauglýsing kr. 1.500 AUGLÝSIÐ í HARMONIKUNNI ódýrasta auglýsingaverðið Hvort heldur aldamót voru í fyrra eða nú um síðustu áramót lætur maður sér í léttu rúmi liggja, en segir, „Velkomin inn í nýja öld kæru harmonikuunnendur“. Nýir tímar fara í hönd, ný von fyrir allt mankyn. Eg ætla í þessari forystugrein að leggja áherslu á það framtak sem við köllum „Stjörnutónleika á nýrri öld „ er fara fram í Langholtskirkju 5. maí n.k. Tónleikarnir eru beinn afrakstur undirritaðs hvað varðar erlenda samvinnu, en þó aðallega hvað varðar alþjóðlega Frosinifélagið. Ég er efins um að nokkru sinni áður hafi komið fram svo margir stórsnillingar á harmonikutónleikum hérlendis. Þessir Ijölþjóðlegu tónleikar eru haldnir í samvinnu við Grettir Björnsson sem keppti nú síðast fyrir Islands hönd í Frosini Grand Prix og verður hann sérstaklega hylltur á tónleikunum vegna sjötugsafmæli síns á þessum tíma. Einnig verður annars afmælis minnst, en það er að þetta blað er nú að Ijúka sínu fimmtánda áskriftarári. Stundum verður að taka flugið þótt ekki liggi fyrir niðurstaða með lendingarskilyrðin. Ég vil leggja sérstaka áherslu á að við munum leggja okkur fram um að gera tónleikana sem glæsilegasta, og hvetjum unga harmonikuunnendur til að koma enda bjóðum við þeim lægra aðgöngumiðaverð. Markmið blaðsins hefur alltaf verið að hvetja ungmenni til dáða og nú er tækifærið I iyým öU að vera viðstaddur leik ungra listamanna, sem og hinna eldri. Takmark okkar er húsfyllir. Kirkjan er tónlistarhús og okkur þykir mikið til þess koma að Arni Arinbjarnar organisti Grensárssóknar og hálf- bróðir Grettis hefur boðið okkur að hefja tónleikana með orgelleik á hið glæsilega hljóðfæri kirkjunnar. Auk (hinna) fimm harmonikuleikaranna sem koma fram, (sjá baksíðuauglýsingu) verða með í för eiginkonur og um 20 Svíar sem margir eru harmonikuleikarar og meðlimir í Frosinifélaginu. Dagskrá tónleikanna verður fjölbreitt og við allra hæfi. Von okkar er að fólk utan af landsbyggðinni ekki síður en fólk af þéttbýlissvæðinu sunnanlands fjölmenni á þessa einstæðu tónleika, sem ekki verða endurteknir. Kirkjan rúmar um 400 manns. Blaðið Harmonikan hefur nú þjónað í 15. ár, af nógur er að taka hvað efnivið varðar. Von mín er sú að blaðið hafi sannað sig og sé af flestum talið ómissandi í þessu ferli. Mikið vantar þó á að allir harmonikuunnendur veiti blaðinu athygli. Ég vil þakka af heilum hug öllum sem stutt hafa þessa blaðaútgáfu undangengin 15 ár. Hilmar Hjarlarsson Forsíðumyndir Grétar Geirsson á langan og glæstan tónlistarferil að baki. Myndin á forsíðunni er tekin 1999 á landsmóti S. í. H. U. á Siglufirði í fullkominni einbeitingu meðal félaga sinna innan H.F.R. Á 20 ára afmæli F.H.U.E. í haust kom Haukur Ingimarsson fram á afmælishátíðinni og lék listavel á tvöfalda harmoniku. Haukur á mikinn tónlistararbakgrunn í áranna rás. Á desember skemmtifundi F.H.U.R. 2000 lék þetta unga fólk frá Akranesi fyr- ir fundargesti með miklum glans. Að þeirra sögn voru þau að leika á píanó- harmonikur í síðasta sinn. Við tekur nám á hnappaharmonikur. Þau hafa þegar fjárfest í slíkum hljóðfærum, sem hafa rússneskt kerfi í hljómborði. ( mun vera sama og norskt) Þetta unga framsækna fólk eru þau Sól- berg Valdimarsson (16 ) og Oddný Björg- vinsdóttir (15) er tóku þessa ákvörðun og mun það sama vera uppi á teningnum meðal fleiri nemenda. Blaðið óskar þess- um ungmennum velfarnaðar á nýrri öld. Myndir H.H 3

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.