Harmoníkan - 01.02.2001, Qupperneq 9

Harmoníkan - 01.02.2001, Qupperneq 9
dægurlagasögu. I kjölfarið komu fram á sjónarsviðið margir af þeim höfundum, sem kynntir hafa verið á fundum Félags harmonikuunnenda í Reykjavík undan- farin ár, en þær kynningar hafa nú birst í blaðinu upp á síðkastið. I þessum hópi má nefna Agúst Pétursson. Jenna Jóns, Valdimar Auðunsson, sem átti fyrsta sig- urlagið, Svavar Benediktsson Steingrím Sigfússon og marga fleiri. Og nú sýndi Freymóður Jóhannsson á sér alveg nýja og áður óþekkta hlið. Það var reyndar vitað að hann var ágætur hagyrðingur, en að hann væri tónskáld í ofanálag kom eins og þruma úr heið- skýru lofti. Og hafi þesi lífskúnstner not- ið sín með olíulitina, gerði hann það ekki síður í tónlistinni. Lífsgleðin beinlínis geislaði af lögunum og þá ekki síður af textunum, sem þá voru kallaðir því ágæta nafni danskvæði. I fyrstu keppnunum var Freymóður allt í öllu varðandi framkvæmdahliðina og lögin streymdu inn frá ungum íslenskum dægurlagahöfundum. Félag harmonikuunnenda í Reykjavík heldur árshátíð í Breiðfirðingabúð laug- ardaginn 10. mars og eins og undanfarin ár, í samvinnu við Þjóðdansafélag Reykjavík, sem heldur upp á fímmtíu ára afmæli sitt á þessu ári. Síðastliðið sumar fór hópur félaga úr F.H.U.R. og Þ.R. á Nordlek, sem er þjóð- dansamót Norðurlandanna. Var það hald- ið í Stavanger með þátttöku um fimm þúsund dansara víðsvegar að á Norður- löndunum. I tilefni af árshátíðinni hafa félögin ákveðið að fá hingað erlenda heimsókn og varð fyrir valinu norska hljómsveitin „Geitungen“, sem skipuð er þremur ung- um, fjallhressum Norðmönnum, sem vakið hafa óskipta athygli fyrir frábæran flutning á danstónlist fyrir dansglatt fólk. Meðal þeirra hljómsveita sem léku þar fyrir dansi á Nordlek var „Geitungen" og kom það á óvart, hve jafnvígir þeir félag- Það var svo eitt árið að færri lög bárust í keppnina en nauðsynlegt var talið. Þá tók hann til sinna ráða og laumaði inn tveimur lögum, undir dulnefninu, „Tólfti september“. Hann gerði sér engar vonir um árangur og varð því furðu lostinn þegar tvö af verðlaunalögunum reyndust vera eftir Tólfta september. Annað í gömlu dönsunum en hitt í nýju dönsun- um. Og nú fór í hönd nýtt tímabil í lífi hans, þegar listmálarinn Freymóður Jó- hannsson varð jafnvel kunnari, sem tón- skáld. Á næstu árum sendi hann frá sér hvert lagið af öðru og bestu dægurlaga- söngvarar þjóðarinnar komu þessu til allra landsmanna í plötuformi. Þá má ekki gleyma Ríkisútvarpinu sem ekki lét sitt eftir liggja og þá aðallega í gegnum óskalagaþættina. Þarna voru lög eins og Blikandi haf, Frostrósir, Þú ert vagga mín, haf og Litla stúlkan við hlið- ið, svo einhver séu nefnd. Til er saga, sem segir að Jóhannes Kjarval hafi haft orð á því, að hann Freymóður væri alltaf svo heppinn með veður, þegar hann mál- ar voru á hina ýmsu danstakta. Þeir léku jöfnun höndum, valsa, marsurka, ræla og swing, svo eitthvað sé nefnt. Meðlimir hljómsveitarinnar eru þeir Hávard Ims, nítján ára, sem leikur á tvítóna harmon- iku og varð Norskur meistari á það hljóðfæri á síðasta ári. Hann leikur einnig á venjulega harmoniku. Olav Christer Rossebö, tvítugur, leikur á fiðlu, mandólín, gítar og fleiri hljóðfæri. Viðar Skrede, tuttugu og eins árs leikur á fiðlu, gítar, og mandólín m.a. Viðar er ættaður frá Önundarholti í Flóa og munu þeir fé- lagar dvelja þar við æfingar fyrstu dag- ana eftir að þeir koma til landsins. Allir eru þeir frá Rogalandsfylki í Vestur Nor- egi Félögin sem standa að árshátíðinni vonast eftir góðri þátttöku, en á því velt- ur, hvort félög geta yfir höfuð lagt í svo dýrar heimsóknir, sem þessa, en sex ár eru nú síðan F.H.U.R. fékk erlenda gesti (danska) á árshátíð. F.H. aði landslagsmyndir. Sömu líkingu má jafnvel nota þegar fjallað er um lög tólfta september. Þau eru auðlærð, án þes að vera einföld, það er í þeim einhver hreinn tónn, sem höf- undurinn hefur fengið í vöggugjöf. Þá falla textarnir fullkomlega að lögunum, þannig að hvergi er hnökri. Og þeir eru eins og Freymóður, fullir af ást til lífsins og ekki síður landsins. En í þeim má einnig finna glettni og ást- leitni. Starfsorka Freymóðs Jóhannssonar var með ólíkindum. Auk þess að semja lög og texta, vann hann sinn fulla vinnu- dag á Hagstofunni, rannsakaði m.a. eftir- nöfn Islendinga, málaði listaverk og starfaði í Góðtemplarahreyfingunni. Og svona hélt hann áfram þar til yfir lauk en hann lést 6. mars 1973. En lögin hans lifa og með nýjum dægurlagaflytjendum koma nýjar útsetningar, sem halda munu nafni Freymóðs Jóhannssonar á lofti um ókomna framtíð. Friðjón Hallgrímsson Leiðrétting Þau leiðu mistök urðu í síðasta tölublaði Harmonikunnar l.tbl 2000 - 2001 er þess var getið að S.I.H.U. yrði tuttugu ára 3. mai næstkomandi, að nöfn tveggja forntanna sambands- ins féllu niður af óskiljanlegum ástæðum, nöfn þeirra Sigurðar Frið- rikssonar H.F.Þ. og Ásgeirs S. Sig- urðssonar H.V. Formenn sambandsins hafa því verið sjö en ekki fimm eins og segir í blaðinu. Röð formanna er því þessi, Karl Jónatansson, Ingvar Hólmgeirsson, Sigurður Friðriksson, Yngvi Jóhannsson, Ásgeir S. Sigurðs- son, Sigrún Bjarnadóttir, og Jóhannes Jónsson. Beðist er velvirðingar á mis- tökunum. Þá var einnig greint frá því að nánar yrði getið um sögu sam- bandsins í þessu blaði, En þar sem næsta blað kemur út nær afmælisdeg- inum hef ég ákveðið að birta það þá. H.H. Norskur mcistari í heimsókn ó órshótíð F-H-CI.R. fískrifcndavcrdlaun Harmonikunnar - Vinningshafar Ég óska vinningshöfuni til ham- Bjarni Pétursson Hlíðarstræti 24 Guðrún E. Aðalsteinsdóttir ingju með verðlaunin. 415 Bolungarvík Esjugrund 36 Og þakka skilvísi. Svanur Bjarki Úlfarsson 116 Reykjavík. Stóru-Mörk 2 Verðlaunin eru: í Ásbyrgi, nýr sextán ^¥.....jf:/ Útgefandi. 861 Hvolsvöllur laga geisladiskur Aðalsteins ísfjörð. 9

x

Harmoníkan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.