Harmoníkan - 01.02.2001, Side 11

Harmoníkan - 01.02.2001, Side 11
Gm Frosinikeppnina og framkvazmd hennar Dómur Grettis Björnssonar Ég er mjög ánægður með að hafa drifið mig. Reyndar vissi ég að þarna voru stór- spilarar á ferðinni sem gerði þátttökuna bara meira spennandi og ég varð heldur ekki fyrir vonbrigðum ineð keppendurna. Ég var svolítið áhyggjufullur þegar ég dró númer fyrir keppnina en heilladísirn- ar studdu mig því upp kom númer fimm. Ég kyssti jörðina í alvöru fyrir að velja mér þetta númer og tárin runnu, ég segi það satt. Dómararnir í keppninni eru allir stór- meistarar og þessir menn leggja allt á sig fyrir Lars Ek. Við Lars erum miklir vinir frá fyrri kynnum nn'num við hann. Þetta eru allt stórmenni með ótrúlega stórt hjarta, fyrir svo utan hvílíkir snillingar þeir eru. Vinningshafinn, og þar með Evrópu- meistarinn alveg frábær og aðeins 16 ára. Sænski strákurinn Magnus Jonsson kunni líka sitt fag. Þessir strákar báru af þó aðr- ir væru miklar persónur á þessu sviði, og auðvitað vorum við allir stressaðir. Ég upplifði það að hlusta á alla kepp- endurna fyrir keppnina þegar þeir voru að æfa sig í næstu herbergjum á hótelinu. Þá sá ég mig lítinn karl, ofurlítinn. Belg- hristingur sem hefði getað hrist allt ís- land fyrir fegurð. Bassi sem kom undan gólfinu í djúpri tilfinningu og öryggi. Rússneski bæjan bassinn steig þó uppí hæstu hæðir. Snilld! Það stafar neista- Grettir Leikttr hér Olivublóm Frosinis í keppninni. flugi frá þessum meisturum. Einhver vonbrigði? Ekki eitt einasta atriði, allt stóðst eins og sagt var, hundrað prósent; tímasetn- ing, matur, tónleikar, að ógleymdum frí- tímanum. Að spila með öllum þessum mönnum, gestum sem meisturum var al- veg frábært. Ef Hilmar hefði ekki talað við mig hefði ég ekki átt neina möguleika. Lars stakk upp á þessu en Hilmar sá um fram- kvæmdina. Hilmar Hjartarson er miðdep- illinn, það er meistaralega staðið að blað- inu Harmonikan. Að halda úti slíku blaði lýsir víðsýni og skilningi á því sem lítur að harmonikunni og harmonikuunendum og miklu meira en það. Fréttir koma frá víðri veröld. fróðleikur, minningargreinar og auglýsingar. Blaðið er ómissandi. Ég ætla seinna að auglýsa sjálfan mig í Harmonikublaðinu, bara til að enginn gleymi mér! Ef aldrei neitt er ákveðið gerist heldur ekki neitt. Það verður að taka þátt í keppnum sem þessari. Lars Ek beindi hvössum augum á mig í Hammarstrand. „Af hverju koma ekki ungir harmoniku- leikarar frá íslandi?. Þetta þarf að breyt- ast,“ sagði hann. Lars er ekki einungis að vinna fyrir sjálfan sig, hann er að vinna fyrir fram- tíðina. Hann er fallegur engill sem hvetur fólk til að vera lifandi í harmonikuheim- inum. Hann er besta hvatning sem hugs- ast getur, burt séð frá öllum öðrum. Hann hefur einhvern ótrúlegan neista sem kveikir líf. Hann er gulldrengurinn minn, eins og Sigfús frá Gunnarsstöðum sagði hér um árið er hann kom á landsmótið á Egilsstöðum. Hann vildi ekki missa af Gretti því hann væri gulldrengurinn sinn. Og þú Hilmar, þér tókst að kveikja neista í minni gömlu sál með þessu öllu saman. En svona f lokin, þegar á allt er litið, þá er Toralv Tollevsen enn efstur í huga mínum, hann skóp mig sem harmoiku- leikara, þó ég hafi aldrei séð hann. Skráð H.H Árshétíð Felags harmonikuunnenda í Reykjavík og ÞjóSdansafélags Reykjavíkur verður haldin f Brei&fir&ingabúft laugardaginn 10. mars n.k. Hótfoin hefst meS borShaldi kl. 20.00 Husfo opnab kl. 19.00. Sérstakir gestir fré Stavanger íNoregi, danshljómsveitin „ Geitungen ", ( Ki&lingurinn), sem leikur stutta tén- leika, en sér auk þess um að halda gélfinu heitu ésamt félögum ér F.H.U.R. HefSbundin skemmtiatriði verSa síSan framreidd af félagsmönnum. Veislustjori: Hjólmar Arnason alþingisma&ur. VerS a&göngumi&a kr. 4.000.— VerS aSgöngumi&a ó dansleik, sem hefst kl. 23.00 kr. 1.200.- Allir harmonikuunnendur velkomnir meSan hésrum leyfir. Mi&apantanir: 568 6422 FriSjón - 566 6660 GuSmundur - 587 3179 Elfsabet 11

x

Harmoníkan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.