Harmoníkan - 01.02.2001, Síða 15

Harmoníkan - 01.02.2001, Síða 15
Elín og Snorri leika á harmonikur. Þóra Elín Þorvaldsdóttir ( 9 ) Jón Þór Þorvaldsson ( 7) syngja, móðir þeirra Kristín Snorradóttir lengst til hœgri á myndinni Bragi Hlíðberg og Einar Guðmundsson skiptu á hannonikugerðum. Þeir brosa breitt yfir tiltœkinu. Hin árleg fjölskylduhátíð harmoniku- unnenda í Skagafirði og Húnavatnssýsl- um var haldin um Jónsmessuhelgina 23.- 25. júni 2000 í Húnaveri. Hátíðin hófst með upphitunardansleik á fösdudags- kvöld. Á laugardag var dagskrá frá 14.00-17.00, þar sent Bragi Hlíðberg, heiðursgestur hátíðarinnar, lék við góðar undirtektir. Einnig komu fram harmon- ikuleikararnir Þórdís Lúthersdóttir. 15 ára og Gunnhildur Vil- hjálms 16 ára. Þá lék Linda Björk Guð- laugsdóttir 13 ára á píanó. Aðalsteinn Is- fjörð lék frumsamin lög og Kristján Sef- ánsson frá Gilhaga fór með pistil, sem hann nefndi „sitt lítið af hvoru um lífið í landinu". Systkinin Þóra Elín 9 ára og Jón Þór 7 ára sungu nokkur lög, með að- stoð móður sinnar Kristínar Snorradótt- ur en afi þeirra Snorri Jónsson og Elín Jó- hannsdóttir léku und- ir. Kvenfélag Bólstað- arhlíðarhrepps sá um kaffihlaðborð. Frá Akureyri kom Einar Guðmundsson og hélt sýningu á harm- onikum og ýmsum fylgihlutum. Að lokum ávarpaði Guð- mundur Valtýsson frá Eiríksstöðum gesti og þakkaði fyrir skemmtilega dagskrá og félögunum fyrir að koma þessari árvissu hátíð á. Um sexleytið var farið að hitna í kol- unum á útigrillunum, þar sem allir gátu grillað sinn mat. Þeir sem vildu, gátu snætt hann inn í félagsheimilinu. Það gerðu hinsvegar allt of fáir, því þar léku þeir óvænt saman, Bragi Hlíðberg á hnappanikku og Einar Guðmundsson á píanónikku og allir sungu og trölluðu. Feikna fjörugur dansleikur var um kvöldið. Harmonikuleikarar Húnvetninga og Skagfirðinga léku með aðstoð bræðr- anna Snorra og Egils Jónssona ásamt Inga frá Siglfirðingi, að ógleymdum Húnvetningunum Hauki trommuleikara, Hjalta bassaleikara og Kristni gítarleik- ara, sem spiluðu með nær hvíldarlaust bæði kvöldin. Einnig spiluðu Einar Guð- mundsson, Aðalsteinn Isfjörð, Eyfirðing- urinn Númi Adólfsson og fleiri. Viljum við þakka gestunum sérstaklega fyrir þeirra frantlag við spilamennsku á dans- leikjunum bæði kvöldin. Sunnudagurinn rann upp bjartur og fagur. Fólk fór að tínast út úr híbýlum sínum, kveðja kunningja og vini, sem ár- visst hittast á svona mótum. Síðan var að tína saman pjönkur sínar og huga að heimferð. Vonandi hafa allir farið ánægð- ir heim, með góðar minningar. Fjölskylduhátíð harmonikuunnenda var nú haldin í þriðja sinn í Húnaveri. Gestum hefur fjölgað frá ári til árs, sem sýnir vaxandi áhuga þátttakenda. Nú styttist í næstu Jónsmessuhelgi og að sjálfsögðu mæta allir í Húnaver, til að eiga enn eina góða helgi í góðra vina hópi. Að lokum viljum við þakka gott sam- starf við húsverði og annað starfsfólk í Húnaveri. Kær kveðja, Harmonikuunnendur í Skagafirði og Húnavatnssýslum Harmonikufélög Húnavatns- og Skagafjarðarsýslu auglýsa hina árlegu fjölskylduhátíð í Húnaveri um Jónsmessuhelgina 22-24 júní næstkomandi. Nánar auglýst í maíblaði Harmonikunnar. H.U.H og F.H.S. Hagyrðingakvöld og dansleikur á vegum Félags harmonikuunnenda í Húnavatnssýslum í Félagshcimilinu á Blönduósi síðasta vetrardag I8.apríl n.k. Allir velkomnir, H.U.H og Félagsheimilið á Blönduósi. 15

x

Harmoníkan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmoníkan
https://timarit.is/publication/1087

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.