Harmonikublaðið - 01.09.2007, Síða 4
Frá formanni
Ágætu harmonikuunnendur.
Þegar þetta er skrifað er haustið farið
að nálgast, sumarstarf félaganna og
samkomuhald því tengt að mestu tokið.
Sá sem hér skrifar hefur ekki heyrt annað
en að þar hafi vel til tekist þó að
undirritðum hafi ekki tekist það
ætlunarverk að heimsækja fleiri mót
harmonikufélaga en raun varð á.
Þann 22. september verður haldinn
aðalfundur S.Í.H.U að Steinsstöðum í
Skagafirði í umsjón Félags Harmoniku-
unnenda í Skagafirði ogá ég von á að þar
verði einnig tónleikar og master dass
námskeið fyrir kennara og fleiri með
harmonikusnillingnum Lars Holm ásamt
annarri skemmtan sem skagfirskir harm-
onikufélagar standa fyrir.
Á þessum aðalfundi verða til umræðu
mörg mál sem tengjast starfi félaganna
og kynnt þau málefni sem stjórnin hefur
unnið að á síðasta ári. Einnig verður
tekin ákvörðum um framtíð blaðsins
okkar en framtíð þess var mjögtil umræðu
á síðasta aðalfundi. Enn hefur orðið
dráttur á að koma nýrri heimasíðu í
gagnið en vonandi stendur það til bóta.
Framtíðarnefnd skipuð ungum harm-
onikuleikurum hefur starfað á árinu og
munu tillöguroghugmyndir nefndarinnar
verða kynntar á fundinum. Á sama hátt
verðurkynntLandsmótsem haldiðverður
á Suðurnesjum næsta vor og ungl-
ingalandsmót sem haldið verður í
október.
Aðalfundur Landsambandsins er sá
tímapunktur sem við förum yfir liðið
starfsár og þann árangur sem náðst
hefur. Ég hvet fulltrúa til að mæta til
fundarins með opnu hugarfari og segja
sína skoðun á starfinu og sömuleiðs að
koma með hugmyndir til úrbóta. Á
fundinum verður væntanlega stutt mál-
þing þar sem valdir aðilar halda framsögu
um málefni harmonikunnar og sitja síðan
fyrir svörum fundarmanna þarum.
Fagna ber því að í sumar hefur verið á
dagskrá harmonikuþáttur í RUV rás 1. í
umsjón Friðjóns Hallgrímssonar og hef
ég ekki heyrt annað en það hafi skapað
áheyrendum gleði og ánægju. Ekki er
fyrirséð hvortáframhald verðurá þessum
þætti en auðvitað vonum við að þátturinn
sé kominn til að vera.
Landssambandið varð 25 ára á sfðasta
ári og tók stjórn S.Í.H.U þá ákvörðun að
fá óháðann fræðimann Dr Sigurð
Ingólfssontilað lesayfirfundargerðarbók
sambandsins og skrifa grein um það og
birtist hún í þessu blaði.
Eg vonast til að sjá fulltrúa og formenn
sem flestra harmonikufélaga á aðal-
fundinumogóska þess aðstarffélaganna
verði gott á komandi hausti og vetri.
Jónas Þór Jóhannsson
formaðurS.Í.H.U.
Bréf til ritstjóra
srNc a?Nc||
Ágæti ritstjóri, Hreinn Halldórsson!
Þegar ég sendi þér efni í seinasta
Harmonikublað hafði ég á orði að frá
fleiru væri að segja. Ég ætlaði svo sem að
koma einhverju á blað, en einhvern
veginn er það nú svo að þegar ekkert
þrýstir á vill oft verða minna úr
framkvæmdum.
Nú þegar þú falast eftir meira efni, næ
ég ekki þræðinum þar sem frá var horfið
og afræð því að láta það bíða þar til dag
fer að stytta. í staðinn sendi ég Ijóð og
einnig minningabrot frá söngferli mínum.
Þar er um að ræða frásögn af innkomu
minni í Karlakór Selfoss á sínum tíma,
sem ég flutti á samkomu hjá umræddum
kór.
Ég var ekki fyrr laus við kýrnar
haustið 1983, en farið var að
hvetja mig til að ganga f Karlakórinn. Ég
tók því nú ekkert líklega f fyrstu.sagði
sem satt var að ég kynni eiginlega ekkert
að syngja. Að vísu hafði ég hér á árum
áður verið að reyna að skemmta fólki
með því að kyrja gamanbragi á
samkomum en er nú löngu hættur öllu
slíku.
Seinna reyndi ég að syngja börnin mín
í svefn á kvöldin. Svo var það eitt kvöld
að konan varað reynaað koma börnunum
író.þauvoruóvenju háværogærslafengin
og heyrði ég að engar umvandanir dugðu
þar til hún brýndi röddina og sagði
:”Krakkar !Ef þið ekki steinhættið þessum
hávaða og farið strax að sofa, læt ég
hann pabba ykkar barasta koma og
syngja fyrir ykkur. Með það sama datt allt
í dúnalogn. Síðan hef ég lítið gert af þvf
að reyna að syngja börn í svefn. Eða
syngja yfirleitt.
Þetta allt sagði ég nú erindrekum
kórsins og lét f Ijós áhyggjur af að það
gæti virkað neikvætt á aðsókn að
söngskemmtunum kórsins ef ég færi að
syngja með.” Nei, nei ! Engin hætta. Það
kemur hvort sem er aldrei nokkur maður
að hlusta á kórinn syngja.” Sögðu þeir.
Svo ég sló til og mætti á æfingu.
Þegar ég mætti þarna á æfinguna voru
þeir sem ég kannaðist við svo uppteknir
við að rifja upp kórfyllirí frá f fyrra og
reyna að muna hvað gerst hefði að
enginn virtist mega vera að því að sinna
mér en sögðu.:“þú verður að tala við
hann Hermann, það er þessi aulalegi
þarna með gleraugun.”
Ég sá náttúrlega strax á lýsingunni hver
Hermann var, fór til hans og sagðist vera
kominn íkórinn ."Nújæja” sagði Hermann
. Svo var það ekki meira. .Mér þótti hann