Harmonikublaðið - 01.09.2007, Page 6

Harmonikublaðið - 01.09.2007, Page 6
Með tærnar upp í loft Ritað vegna greinar Guðmundar Samúelssonar TÝNDI HANSKINN“ 3. TBL. 2000 Samband íslenskra harmoikunnenda (S.Í.H.U.) er sameiningarafl allra harmonikufélaga í landinu. Markmið þess er meðal annars að kynna starfsemi félaganna. S.Í.H.U. gefur út málgagn þess Harmonikublaðið. Veit ég að mjög erfitt hefur verið að afla efnis í blaðið og standa formenn sig ekki nógu vel í því sambandi. Sambandið hefur staðið fyrir tónleikahaldi bæði eitt og sér og f samvinnu við aðildarfélög og er það hið besta mál. Mörg félög hafa gefið út harmonikutónlist og fyndist mér ekki óeðlilegt að S.Í.H.U. kæmi inn í slíkt dæmi t.d. með fjárstyrk. Kosin var nefnd á vegum S.Í.H.U. sem standa átti m.a. fyrir kynningu á harmonikunni í grunnskólum landsins. Mér fannst veljast ágætis fólk í nefndina þó svo að Guðmundur kjósi að kalla hana ótugtarnefnd. Ekki veit ég um árangur þessarar kynningar en ég er á þeirri skoðun að senda eigi börn og unglinga til að spila fyrir jafnaldra sína en ekki rígfullorðið fólk þó svo að það séu algjörir snillingar. Nefnd þessi starfaði í umboði stjórnar og hefði þvf átt að skila inn skýrslu um störf sfn til stjórnar S.f.H.U. en kausfrekar að skella fram mjög róttækum og kostnaðarsömum hugmyndum á aðal- fundi og krafðist Guðmundur þess að þærværu samþykktar. Undirritaðri fannst þetta ekki rétt boðleið ogtaldi að stjórnin hefði átt að fá að kynna sér þessar tillögur áður en þær voru lagðar fyrir aðalfund og voru fundarmenn sammála því og tillögunum var síðan vísað til stjórnar. Á þeim tíma sem umrædd nefnd var lögð niður fannst stjórninni kominn tími að reyna aðrar leiðir. í. 2. gr. laga S.Í.H.U stendur að halda skuli landsmót á þriggja ára fresti. Það hefur ekkert félag verið þvingað til þess að halda landsmót og stundum hafa félög óskað eftir því að fá mótin til sín og alltaf hefur þetta verið unnið í fullri samvinnu við sambandið. Er þetta heilmikilvinna sem leggstað mestu á formann sambandsins og viðkomandi félags. Aðrir stjórnar- menn taka auðvita fullan þátt í þessu starfi sem og öðru. (Þó sumir haldi að stjórnarmenn liggji bara sofandi upp í sófa með tærnar upp í loft). Einnig stendur S.Í.H.U. fyrir landsmóti ungmenna og er stefnt að því að halda þau árlega en ekki hefur gengið nógu vel að fá aðildarfélög til að taka þessi mót að sér í samvinnu við sambandið. Aðildargjald S.Í.H.U. er að mig minnir kr. 7.000,- Sjá nú allir sem sjá vilja að það dugar nú skammt til stórra verka. Guðmundur sér ofsjónum yfir því að landsambandið skuli fá 2/3 hluta af tekjuafgangi landsmóta en það er m.a. bundið í lögum sambandsins. í7. gr. laga S.Í.H.U. segir að verði halli á landsmóti deilist hann á félögin í réttu hlutfalli við fjölda félagsmanna ef sjóðir S.Í.H.U. hrökkva ekki til. Það getur auðveldlega komið upp sú staða að halli verði á landsmóti þá mun mönnum eflaust þykja gott að eiga eitthvað í sjóðum sam- bandsins, ef svo væri ekki myndi tapið lenda á félögunum sem eru misjafnlega í stakk búin til að taka á sig slíka áhættu. Félagi Guðmundar sem er líklega fjöl- mennasta félagið f sambandinu bæri að sjálfsögðu stærsta hlutan af tapinu. Það er bara gott eitt um það að segja Guð- mundur að sambandið safni einhverjum aurum ef til þarf að taka, hvort sem þú kallar það til elliára eða eitthvað annað. Aðalfundir S.Í.H.U. eru haldnir á haustin, oftast í boði félaganna og stundum eru fleiri en eitt félag um boðið, erþetta gertífullusamráðiviðsambandið hvað varðar skipulagningu og kostnað. Allir sem starfað hafa að félagsmálum vita að í því felst mikil vinna og að alltaf megi betur gera og yfirleitt er þetta mjög vanþakklátt starf. Guðmundurtalarígrein sinni um Góða harmonikuleikara.Átónleikum ÍHúnaveri á vordögum spilaði Vadim Federov ásamt félögum. Einnigspiluðu Hermann jónsson og félagar. Mér fannst þeir báðir góðir hvor á sinn hátt og ekki mátti á milli sjá hvorum væri betur fagnað. Hvað unglingana varðar væri mjög gaman og gott að þau væru fleiri í harmonikunámi, en það er nú svo með blessuð börnin og unglingana að þau eru mjög ginkeypt fyrir allskonar tísku- sveiflum. Hver man ekki eftir Bítlaæðinu þegar allir unglingar vildu fara að læra á gítar og ennþá eymir eftir af þessari bylgju. Kannski eigum við eftir að sjá svona harmonikuæði, það væri alveg frábært. Það eru fleiri hundruð manns út um allt land að spila á harmonikur sjálfum sér og öðrum til ánægja og er það hið besta mál, þó hæfni og geta sé að sjálfsögðu misjöfn . Það er alltaf gaman að hlusta á snillinga og góða harmonikuleikara en hitt á líka fullan rétt á sér og ekki má gleyma þeim fjölmörgu dönsurum sem gæða harmonikutólistina lífi. Harmoniku- mótin sem haldin eru vítt og breytt um landið á sumrin eru orðin ákveðinn lífstíll hjá fjölmörgu fólki hvort sem það ferðast á húsbflum eða á einhvern annan máta. Það hefur augljóslega ánægju af því að ferðast um, hitta góða vini á góðri stund, spila og syngja saman. Þetta fólk hefur tengst órjúfanlegum vináttuböndum og veit að það er gott að vera þar sem gleðin býr. Mér er ekki kunnugt um að stjórn S. Í.H.U. hafi tekið á málefnum sambandsins með einhverjum silkihönskum og því engir hanskar í notkun þar. Ég fullyrði að í stjórn S.Í.H.U. er tekið á málum af fullri einurð og alvöru. En ef það er einhver þarna úti sem er að leita að hanskanum sínum ætti hann að byrja á þvf að leita heima hjá sér, það hefur oft reynst vel. Með vinsemd og virðingu Guðrún Guðjónsdóttir.

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.