Harmonikublaðið - 01.09.2007, Qupperneq 8

Harmonikublaðið - 01.09.2007, Qupperneq 8
W MW MW M.W JILW M.W JILW M. m SIHU Samband íslenskra harmonikuunnenda Fundargerðir og framtíðin Tildrög þessarar greinar er 25 ára afmæli S.I.H.U. )ónas Þór, núverandi formaður kom að máli við undirritaðan og spurði hvort hann treysti sér til þess að koma saman einhverju læsilegu upp úrfundargerðabókfélagsins. Það er ósk mín að það hap tekist. Þetta varskemmtilegt verkefni enda ýmislegt óhefðbundið fært á blað ífundargerðum harmonikuunnenda. Ýmsar kítur og væringar en þó fyrst og fremst ríkulegt skemmtanahald, einkum á fyrstu árum félagsins. Sú ákvörðun var tekin að fjalla mestmegnis um upphafsár og tilurð félagsins enda er mest kjöt á beinunum í fundargerðum frá þeim tfma. Það er ósk mín að eitthvart gaman megi hafa afþessari grein og að einhverfróðleikursé þar finnanlegur. Viðameiri saga Harmonikuunnenda gæti síðan verið verðugt viðfangsefni seinna meir, jafnvel á þrítugsafmælinu. Sigurður Ingólfsson „Þegar maður lítur á þennan aldurshóp sem er í þessum harmonikkufélögum eins og á ísafirði, þá eru þeir fáir undir fertugu en flestir yfir fimmtugt. Hvar er það fólksem á að taka við afokkurþessum gömlu? Þetta verða gamalmennafélög. í tónlistarskólum landsins er fullt af ungu fólki. Hvernig getum við laðað fólk inn í félögin? Hvernig getum við gert ásýnd félaganna unglegri? Mér finnst samt staða harmonikunnar fara batnandi frá því sem hún var bara fyrir nokkrum árum...“ Ásgeir S. Sigurðsson 1 Þegar lesið er yfir fundargerðir félaga- samtaka er þar margt keimlíkt. Iðulegast eru þar yfirlit um útgjöld og eignir og minnst um það sem máli skiptir í félagasamtökum. Samt eru alltaf einhver gullkorn þar innanum eins og má finna hér fyrir ofan og hægt að rekja sig í gegnum sögu samtakanna, þróun og breytingar. í þessari grein verður rakin samkvæmt fundargerðum á lauslegan hátt saga Samtaka íslenskra Harmóniku- unnenda með sérstakri áherslu á fyrstu ár samtakanna. Þann 3. maí árið 1981 var Samband íslenskra Harmónikuunnenda formlega 1 ÁsgeirS. Sigurðsson. Haustfundurad Varmalandi í Borgarfirdi laugardaginn 7. október 1995. Fundargerdabók S.ÍH.U. frá 1981 2 Ingvar Hólmgeirsson. Húsavík/j. maí 1981. Fundargerdabók S.Í.H.U. frá 1981 - 2006. stofnað á Akureyri. Daginn eftir, þann 4. maí, er rituð fyrsta fundargerð S.Í.H.U. Þá fundargerð ritar Ingvar Hólmgeirsson á Húsavík. Hann lýsir þar stofnun þessa merka félags sem greinilega hefur haft skemmtan sína og annarra að leiðarljósi frá upphafi. Ingvar skrifar: Klukkan 7 síðdegis var ákveðið að fresta fundi til næsta dags, en nota kvöldið til að skreppa í Sjálfstæðishúsið og skemmta sér og njóta matar og drykkjarfanga fram eftir kvöldi og síðast en ekki síst dansa eins og orkan leyfði hverjum og einum. Ingvar Hólmgeirsson2 Eftir þessa kvöldstund var hist klukkan 10 morguninn eftir á heimili Karls Jónatanssonar þar sem voru dregnar upp nokkrar reglur sem væntanlegt samband skyldi starfa eftir en með þeim fyrirvara að um drög væri að ræða þar til næsti aðalfundur sambandsins yrði haldinn. Einnig var ákveðið að fyrsta landsmót félagsins yrði haldið í Reykjavík í júní 1982 og að framvegis yrði höfð sú regla að framkvæmd landsmóta skyldi vera hjá því félagi sem gjaldkeri S.Í.H.Ú yrði hjá hverju sinni. Ennfremur var ákveðið að öll starfandi íslensk harmónikufélög gætu orðið sambandsfélög. Fyrsti formaður S.Í.H.U. var kjörinn Karl Jónatansson á Akureyri. Eftir fundinn var haldið til skemmtunar sálarinnar á Hótel KEA þar sem harmónikkur voru þandar af gestgjöfum ogfulltrúum. Fyrsta landsmót S.Í.H.U. var haldið í Reykjavík dagana 4. - 7. júní ári eftir stofnun félagsins. Fyrsta harmónikufélag landsins, F.H.U.R. stóð fyrir mótinu. Útitónleikar voru haldnir á Lækjartorgi þar sem Þingeyingarnir eru sagðir hafa stolið nánast senunni. Um kvöldið var svo dansleikur í Sigtúni sem var mjög vel sóttur, fjöldi spilara kom fram, bæði einstaklingar og hópar. Kvöldið eftir, laugardagskvöldið var svo dansleikur í Festi f Grindavík og svo skemmtifundur í Glæsibæ sem var mjög vel sóttur. Þar vöktu börn undir stjórn Karls Jónatans- sonar mikla hrifningu en Karl hefur í fjöldamörg ár kennt fólki á öllum aldri harmónikuleik. Einnig vakti athygli að Grettir Björnsson og Bragi Hlíðberg spiluðu saman í fyrsta sinn á þessum vettvangi. Tvö ár liðu þar til annað landsmót S. Í.H.U. var haldið að Varmalandi í Borgarfirði dagana 22. - 24. júní 1984. Þar var sameiginlegt borðhald á föstudagskvöldinu og svo slegið upp dansleik í Félagsheimilinu Þinghamri klukkan 20:30. Á aðalfundi á laugar- dagskvöldinu var ákveðið að landsmót skyldu haldin á þriggja ára fresti í stað tveggja og að næsta landsmót yrði á Akureyri 1987. Stjórnarkosning fór á þá leið að Ingvar Hólmgeirsson var kjörinn formaður. Harmónikur mátti heyra

x

Harmonikublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.