Harmonikublaðið - 01.09.2007, Page 9
hljóma stanslaust frá föstudegi til
sunnudags, dansleikur var gríðarlega vel
sóttur og fundargerð sem rituð er fyrir
hönd H.U.V. af Rafni Jónssyni lýkur á
orðunum: “Harmónikan laðar fram það
góða í manninum.”3 Þriðja Landsmót
S.Í.H.U. fór fram að Laugalandi í Eyjafirði
dagana 26. - 28. júní 1987. Mótið var
með hefðbundu sniði, vel sóttu
dansleikjahaldi og aðalfundi þar sem
Sigurður Friðriksson, H.F.Þ. var kjörinn
formaður.
Á aðalfundi stjórnar og fulltrúa
S.Í.H.U.sem var haldinn þann 7.10.1989
í Félagsheimili Húsavíkur var fyrsta mál
fundarins að fjalla um og virða fyrir sér
fimm tillögur að merki fyrir sambandið
sem borist höfðu í samkeppni sem efnt
hafði verið til og auglýst í tímaritinu
Harmonikan. Verðlaun voru ákveðin
30.000 fyrir bestu tillöguna. Sú tillaga
sem flest atkvæði hlaut fékk 5 stig og sú
sem næstflest atkvæði hlaut fékk 4
þannigað mjóttvará munum. Höfundur
merkisins sem vann reyndist vera
Aðalsteinn ísfjörð frá Húsavík. Það má
sjá á fundargerðum fyrstu áranna hvernig
starf sambandins kemst í meiri skorður,
hvernig reikningar verða nákvæmari og
hvernig ýmsir fastir liðir öðlast traustari
sess. Áþessum aðalfundi á Húsavíkertil
dæmis mikið rætt um samskipti S.Í.H.U.
við Ríkisútvarpið - sjónvarp um upptökur
á landsmótum, ýmsa viðburði svo sem
saumastofudansleiki og aðild að
Harmónikusambandi Norðurlanda, 20
ára gamalt samband með 200
klúbba innan sinna vébanda. í
norska félaginu eru 3.200 félagar
en sem vilja ekki láta bendla sig
við svokallaða Tftanóhátfð. “Að
sögn leika menn þar oft æði
drukknir.”4 Engin niðurstaða
fékkst í þessu máli.
Aðalfundurinn þann 22. júní
1990 sem haldinn var að Laugum f
Reykjadal var sfðan stormasamur.
FélagiðáSeyðisfirðivarúrskurðað
óstarfandi. Þrjú félög urðu 10 ára
á milli landsmóta (F.H.U.R. - H.F.Þ
- H.U.V.) Eftir aðrar umræður
sagði Sigurður formaður að hann vildi
koma að leiðindamáli sem varðaði merki
fyrir sambandið. Vandamál höfðu þá
komið upp þegar farið hafði verið með
merkið á teiknistofu, þar sem þau
einkenni eða atriði sem þyrftu að koma
fram, væri ekki hægt að sjá í barmmerki.
Búið var að fara með merkið í
forsætisráðuneytið og þaðan fyrir
fánanefnd þar sem kom fram að ekki
mætti nota íslenska fánann á þann hátt
sem túlkaður væri í merkinu og þar með
var framleiðslan bönnuð nema með
miklum breytingum. Einnig greindi
Sigurður frá þvf að merkismálið væri
orðið sambandinu gríðarlega dýrt,
útgjöldin orðin 80.000 krónur. Ekkertvar
ákveðið varðandi merkið samkvæmt
fundargerð. Aftur á móti bað gjaldkeri
Harmonikufélags Reykjavíkur um að
koma inn á fundinn og upphófust þá
miklar umræður og umkvartanir H.R. fyrir
að þurfa að greiða eins og aðrir inn á
hverja tónleika. Gjaldkeri H.R. kvartaði
undan fleiri málum þartil hann var beðinn
um að víkja frá þessari umræðu og snúa
sér til framkvæmdanefndar. Laga-
breytingar tóku við, ný stjórn var kosin
þar sem Sigurður Friðriksson gaf ekki
kost á sér. Nýrformaðurvar kosinn Yngvi
Jóhannsson, F.H.U.R. Fráfarandiformaður
minnti á í lok fundar að brýnt væri að
næsta stjórn drífi í að merki fyrir
sambandið líti dagsins Ijós. Á
Laugafundinum voru loks samþykkt lög
sambandsins sem eru mjög sambærileg
við uppkast til laga sem er í fyrstu
fundargerð samtakanna nema hvað nú
eru fimm manns í stjórn í stað þriggja;
formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari
ásamt meðstjórnanda. Einnig skal kjósa
tvo menn til vara og tvo endurskoðendur
reikninga.
Haustfundur í Félagsborg, 5. 10. 1990
tók einnig á merkjamálinu, ásamt með
því að heitar umræður spunnust um
upptökumál. Flestir voru á því máli að
merkjamálið einkenndi ótrúlegt klúður
og kostnaður. Ákveðið var að halda aðra
samkeppni sem yrði auglýst í
Harmonikunni og einu sinni í DV. Besta
tillagan fengi 50.000 krónur í verðlaun.
Einnig var ákveðið að allar tillögur verði
sendar til hvers félags innan S.Í.H.U. og
að hvert félag velji að sínu mati
áhugaverðasta merkið. Útkomunni verði
síðan skilað til sambandsstjórnarinna
3 Rafn Jónsson. Annad Landsmót S.Í.H.U 22. - 24. júní 1984.
Fundargerdabók S.Í.H.U. frá 1981 - 2006.
4 Hilmar Hjartarson. Haustfundur stjórnar og fulltrúa S. í. H. U.
7.10.1989, Félagsheimili Húsavíkur, Fundargerdabók S.Í.H.U. frá
1981 - 2006.
SÁsgeirS. Sigurdsson. Haustfundurad Varmalandi í Borgarfirdi
laugardaginn 7. október 1995. Fundargerdabók S.Í.H.U. frá 1981.
fyrir mánaðarmót janúar-febrúar 1991.
Áhersla er lögð á að hraða frágangi fána
og barmmerkisgerðar svo því geti verið
lokið fyrir afmælið þann 3. maí 1991.
Síðasta mál á dagskránni var ráðstöfun
Landsmótsins. Eftir allnokkrar umræður
var tillaga samþykkt um að næsta
landsmótyrði íhöndum H.F. Héraðsbúa.
Á Hótel Stefaníu, sama ár, var haldinn
stjórnarfundur S.Í.H.U. þann 6. október.
Þarhófstfundurinn á þvíað ræðatónleika
Nils Fláecke á Laugum: “sprellið og
geibblurnar meðan á þeim stóð sem
mörgum fannst nóg um, en flestum það
hafa verið nokkuð skemmtilegt svona í
eitt skipti.”5 Enn var haldið áfram að
ræða merkið og ákveðið að merkið yrði
að vera einfaldleikinn uppmálaður.
Á haustráðstefnu S.Í.H.U. á ísafirði
21.9. 1991 var enn haldið áfram að
ræða um merki félagsins. Félögin
skiluðu gögnum á tilsettum tíma og
eitt merki hafði verulega yfir í
stigagjöf og önnur tvö voru nokkuð
há. Þessi þrjú merki reyndust ölt
vera eftir sama höfund, Ólaf Th,
Ólafsson frá Selfossi. Öllum leist
mjögvelá merkið ogeftirafgreiðslu
var þetta mál tekið af dagskrá. Á
sama fundi var rætt um heimsókn
sænskra harmonikuleikara í tilefni I
andssambandssafmælisins, þeirra
Anders Larsson, Anniku Andersson,
Conny Báeckström og Sigrin Ojefeldt, en
þau eru á næstu mynd á ferðalagi um
ísland. Þau standa við Ratsjárstöðina á
Bolafjalli við Bolungarvík. Þétur Bjarna-
son tók myndina. Þessir listamenn héldu
sjö tónleika frá 17. - 26. júní vfðs vegar
um landið. Nokkuðvardeiltum reikninga
og tilhögun funda og einnig um
upprennandi Landsmót á Héraði. Eitt af
því sem skemmtilegast hefur verið á
þessum fundi er væntanlega eftirfarandi
sem snýr að slæmri fjárhagsstöðu
blaðsins Harmonikan:
9