Harmonikublaðið - 01.09.2007, Page 10

Harmonikublaðið - 01.09.2007, Page 10
Fundarstjóri flutti munnlega tillögu um að styrkja blaðið um kr. 50.000 - og sagðist vona að hann yrði ekki hálshöggvinn fyrir. Tillagan samþykkt með allsherjar lófaklappi. Hilmar Hjartarson^ Á haustráðstefnu S.Í.H.U. á Hellu þann 26. september 1992 var haldið áfram að ræða uppkomandi landsmót. Þar kynnti Jónas Þór Valaskjálf, Egilsstaði og H.F.H. og er þar í fyrsta sinn getið í fundargerðarbók S.Í.H.U. Jónas er núverandi formaður. Á fundinum var skýrt frá stofnun nefndar til að sjá um undirbúning fimmta landsmóts sambandsins. Hana skipuðu Guttormur Sigfússon, Jónas Þór Jóhannsson, Árni ísleifs og Hreinn Halldórsson sem var kosinn formaður nefndarinnar. Ýmislegt fleira var rætt en greinilega var landsmótið í nokkru aðalhlutverki. Næsti aðalfundur S.Í.H.U. varr haldinn í Valaskjálf á Egilsstöðum þann 7. júlí 1993. Merkjamálinu varr greinilega lokið þar sem búið er að gera fána og barmmerki með nýju merki sambandsins. Einnig var mikið rifist um lagasetningar og hvernig skyldi staðið að þeim. Eftir spaugilegar kítur er Ásgeir S. Sigurðsson kosinn formaður. Eftir kosningu sagðistYngvarJóhannsson vilja segja nokkur orð að lokum. Hann þakkaði meðstjórnendum sínum yrir gott samstarf og nýrri stjórn alls hins besta. Sérstaklega óskaði hann Ásgeiri til hamingju með formannsembættið. Að lokum: “Núna ætla ég að yfirgefa salinn, ég er hvort sem er réttdræpur hvar sem í mig næst.” Kallað fram úr sal (Gísli Brynjólfsson) “Þú verður skotinn á tröppunum.” Ásgeir þakkaði Yngva fyrir góð störf í þágu Sambandsins.” 7 Einhverra hluta vegna er ekkert getið um landsmótið á Egilsstöðum í fundargerðarbók, nema eftirá, þar sem það landsmót er sagt hafa tekist vel. Meira er í fundargerðarbók um deilur en um samkomulag frá því upp úr 1991. En það er á margan hátt túlkunaratriði. Á aðalfundi S.Í.H.U. þann 20. júni 1996 að Laugalandi í Holtum var enn kosin ný stjórn þar sem Ásgeir Sigurðsson gaf ekki kost á sér áfram í embætti formanns. Nýr formaður, Sigrún Bjarnadóttir hlaut einróma kosningu. Segja má að upp frá þessum árum sé lítið sem ekkert skýrt frá 10 iandsmótum nema skipulagningu þeirra en fundargerðir snúist um tæknileg atriði eins og félagsgjöld og mætingu en þó er athyglisvert að skoða umræður um það hvernig hljóðfærið sem allt snýst um skuli kallað. Niðurstaðan varð eftir nokkurtþófaðkallahljóðfæriðharmoniku en gælunefna það nikku. Þar með er það komið á hreint. Síðustu fundargerðir félagsins lúta þó nokkuð að sömu áhyggjum og voru tilgreindar í upphafi þessarar greinar, að framtfð harmónikuleiks á íslandi og hvort að ungir tónlistarmenn geti hugsað sér að spila á hljóðfæri sem ýmsum þykir hallærislegt gamalmennahljóðfæri. Komið þið sælir hlustendur góðir og verið velkomin í Harmoníkuþátt Eftirfarandi brotum úr har- moníkuþætti þeirra Jóhanns Sig- urössonar og Einars Guömunds- sonar á Akureyri náði cg upp á band og þcgar betur var að gáð reyndist þáttur þessi hinn sérstæð- asti. Þetta var þegar cnn voru al- vöru harmonikuþættir i Rikisút- varpinu. Þætti þcssum var útvarpað 11. júlí 1990 og talar Jóhann við þrjú ungmenni sem höfðu verið fimm ár í harmonikunámi við Tónlistar- skóla Húsavikur. öll tóku þau i nikkuna, cn fcngu siðan að vclja óskalag. Ekki virðist annað að sjá en Sig- mund Dehli falli ungdómnum vel i gcð því öll völdu lög leikin af Hljómsveit hans, og kannski var það einmitt sú staðreynd sem kom skemmtilcga á óvarL Fyrst talaði Jóhann við Aðal- hciði Huld Ólafsdóttir, hún lék eitt lag og óskalagiö var „Kara pá tur“ eftir Sigmund Dehli. Siðan Halldór Bjarki Einars- son, hann lék tvö lög, og óskalag „Dora Masurka“ eftir Pictro Deira Að lokum Jörundur Hartmann Þórarinsson ellefu ára lék þrjú lög og valdi scm óskalag „Vals fra Sogn“ (Hafslovalsen) eftir Edvard Veum. Skólastjóri og kennari Tónlist- arskólans á Húsavík Árni Sigur- bjarnarson kom einnig í þáttinn með nemendum sinum. Hann sagði að undanfarna vetur hafi 15—20 nemendur verið að læra á harmoniku við skólann, siðastlið- inn vctur. Árni var spurður hvað honum fyndist almcnnt mcð áhuga á nikkunni sem hljóðfæri. Hann svaraði þvi til að ekkert væri und- an þvi að kvarta, áhuginn væri ágætur almennt og vinsælt hjá krökkum, cnnfremur að harmon- íkan ætti vonandi eftir að breiðast meir út, hún mætti koma inn i fleiri tónlistarskóla, það er reynd- ar að gcrast, ég vona að það haldi áfrm sagði Árni i lokin. Viðtöl scm slik eru vist liðin undir lok með breittu formi Rikis- útvarpsins á þáttunum, því miður. H.H. Harmonikan. 5. árgangur 1990 - 1991. Bls 11 Reyndar hefur þessi spurning verið undirliggjandi í fundargerðum allt frá því á fyrsta áratug sambandsins. Ekki allra fyrstu árunum þar sem spilagleði þeirra sem standa að sambandinu skín í gegn um fundargerðir sem eru langt frá því að vera formlegar en eru meira eins og lýsing á starfi sem fer fram öllum til mikillar hamingju. Nokkur gullkorn má finna í fundargerðum seinni tíma svo sem frá stjórnarfundi S.Í.H.U. sem haldinn var í Varmahlíð þann 25. september 1999. Þar berst félagagjaldið í tal: Nú lá fyrir að ákveða félagagjald og stakk gjaldkeri upp á kr. 5000.- og Jóhann Sigurðsson stakk upp á 7.500.- Gísli Brynjólfsson sagðist styðja kr. 5000.- en 6 Hilmar Hjartarson. Haustrádstefna S.f.H.U á ísafirdi 21.9.1991. Fundargerbabók S.f.H.U. frá 1981 - 2006. 7 Gunnar Gauti Gunnarsson. AdalfundurS.Í.H.U. 1. júlíi993, haldinn í Valaskjálfá Egilsstödum. Fundargerdabók S.Í.H.U. frá 1981 - 2006. (ps. fundurinn var tekinn upp á segulband.) 8 ÓTh. Ólafsson. Stjórnarfundur 25.9.1999 í Varmahlíb. Fundargerbabók S.Í.H.U. frá 1981 - 2006. spáði því að gjaldið það ætti eftir að fara fyrir brjóstið á félögum sínum í Vestmannaeyjum. Sigurður Indriðason taldi að alltaf ætti að bjóða Gísla á fundi SÍHU - jafnvel sem skemmtiatriði.6 7 8 Sfðasta fundargerð S.Í.H.U. frá því 30. september 2006 af fundi sem haldinn var á Hótel Örk í Hveragerði, snýr mikið að framtíðinni og að því hvernig hægt sé að kynna harmonikuna fyrir ungdómnum á 25 ára afmæli félagsins. Meðal annars var rætt hvort ætti að halda ung- mennafélagsmót árlega. Jónas Þór, núverandi formaður bað fólk að hugsa það vel hvort það vildi að stjórnin sæi alfarið um unglingalandsmótin ogfélögin kæmu þar hvergi nærri. Meiri nútíma- væðing barst í tal á þessum fundi svo sem eins og að nýta internetið og heimasíðu félagsins. Almennt virðast sömu áhyggjurnar ganga aftur frá upphafi samtakanna en þrátt fyrir þær hefur þessum samtökum farnast vel síðastliðin 25 ár og þegar spjallað er við meistara á borð við Karl Jónatansson og Ásgeir Sigurðsson má heyra neistann sem varð til þess að sambandið var stofnað. í Harmonikublaðinu, 14. árgangi 1999 - 2000 var lítil grein með myndum sem vakti von um framhald og virkilega rfmaði við orð Ásgeirs hér í fyrstu: í samtali við Karl Jónatansson þann 23. ágúst síðastliðinn, lýsti hann áhyggjum af þvf að ungdóminn langaði ekki að spila á harmoniku en samt væru fjölmargir tónlistarmenn hér og hvar sem léku á þetta margslungna ogyndislega hljóðfæri. Þetta eru á margan hátt áhyggjur þeirra sem hafa tekið þátt í uppbyggingu og sjá kannski ekki áhugann sem er hugsanlega þar sem hans er iðulega síst að leita. Framtíðin er hjá ungum harmoniku- leikurum. Framtíðin blasir við í þeirri starfsemi sem hefur átt sér stað síðastliðin 25 ár og sfðast en ekki síst er framtíð harmonikuleiksins í höndum S.Í.H.U. og þeirrar spilagleði sem einkenndi upphaf sambandsins og er nauðsynlegtaðhaldavið. Ýmsarástæður fyrir áhugaleysi ungdómsins hafa komið fram í fundargerðum og þar á meðal lagaval. Samt virðist sem svo að ýmsir kennarar og harmonikuleikarar hafi náð að glæða neista ungra nemenda fyrir lagahöfundum sem hafa þótt klassískir meðal harmonikuunnenda og þannig hugsanlega tengt saman kynslóðir. Að lokum þarf að minnast á blaðaútgáfuna sem hefur auðvitað verið brokkgeng. Á síðustu árum hefur verið

x

Harmonikublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Harmonikublaðið
https://timarit.is/publication/1088

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.