Harmonikublaðið - 01.09.2007, Qupperneq 12
Dalaferð F.H.U.E.
ÍO. MARS 2007
yNe <Jv'jy yrn
Nú er hin langþráða Dalaferð að hefjast.
Það hefur verið toppurinn á hinum
vinsælu rútubílaferðum okkartil annarra
félaga um landið og ekki klikkuðu
Dalamenn.
Lagt var af stað frá Akureyri kl. 10.
Fjörutíumanna rúta var þéttsetin og mikill
hugur í fólkinu enda beið okkar mikil
dagskrá með síðdegiskaffi, óvissuferð,
kvöldverði og svo dansi þar sem heima-
menn og gestir skiptust á að spila og að
lokum spiluðu allir saman.
Einar Guðmundsson.
Komið var í Þrándargil, sem er veiðihús
neðarlega í Laxárdal, en þar skyldum við
hafa næturstað, (en vegna mikillar
þátttöku þurftu sumir að gista f Búðardal.)
Þar beið okkar sfðdegiskaffi kleinur,
kökur og flatbrauð með heimareyktu
hangikjöti og laxi. Síðan hófst óvissu-
ferðin, sem var rútuferð um sveitina,
skipulögð af jóni Ben. Fararstjórinn
Melkorka lýsti byggðinni og búhögum
fólks af mikilli list. Ekið var í Eiríksstaði í
Haukadal þar sem Eiríkur okkar rauði
landnámsmaður hafði komið sér fyrir og er
þarna mikið langhús með tilheyrandi
langeldi. Staðarhaldarar, þau Sigurður og
Helga, lýstu staðnum og sögðu sögu hans
af mikilli kunnáttu og leikni, lífsvökvi veittur
eins og hver vildi. Að lokum var formanni
Þrándvgfl
k\-eoju stund
Ognu
Kvedjustund: og nú þarfad vanda sig!
okkarfenginnstríðshjálmuroglátinnskála
við staðarhaldara og drekka guðaveigar úr
drykkjarhorni miklu, var hann rjóður og
brosmildur það sem eftir var óvissuferðar.
Þá var haldið til Þrándargils þar sem þessar
elskur okkar fyrir vestan voru búnar að
útbúaþvílíkankvöldverðsemvarlambakjöt
af öllum gerðum ásamt meðlæti. Deginum
lauk með dansleik í Dalabúð í Búðardal kl.
2:30.
Á sunnudagsmorguninn beið okkar svo
morgunmatur í Þrándargili að hætti
Dalamanna. Síðan voru Dalamenn
Fyrirhugaðir dansleikir
F.H.U.E. 2007 - 2008
Laugardaginn 29. september 2007
Laugardaginn 27. október 2007 - fyrsti vetrardagur
Laugardaginn 24. nóvember 2007
Laugardaginn 29. desember 2007 - Jólaball
Laugardaginn 26. janúar 2008 -
Laugardaginn 23. febrúar 2008
Laugardaginn 29. mars 2008
Miðvikudaginn 23. apríl 2008
Laugardaginn 17. maí 2008
Félag harmonikuunnenda við Eyjafjörð
kvaddir og haldið norður. Heimferðin
gekkhægaren vesturferðin vegna mikillar
hláku og rigningar um nóttina en allur
snjór sem var frosinn á vesturleiðinni var
Frð vinstri: Ragnheiður Jónsdóttir, Asgerður lónsdóttir,
Fjóia Benediktsdðttir og Melkorka Benediktsdóttir.
nú krapi einn, en bílstjórinn okkar,
Kjartan frá Grfmstöðum í Mývatnssveit,
sýndi leikni sína bæði við bíl og menn.
Margar sögur og brandarar voru sagðir
ogekki klikkaðiSigurðurlndriðason með
frásagnarsnilldina, svo var getraun,
spilað lag og spurt um höfundinn, margir
voru sleipir að svara, hvort svörin voru öll
rétt veit ég ekki.
Komið heim kl 17:30 eftir vel heppnaða
ferð. Erfitt verður að toppa móttökur
Dalamanna.
Númi Adolfsson
Nikkur í Svíþjóð frh.