Harmonikublaðið - 01.09.2007, Side 13
Sumarferd Harmonikufélags Vestfjarða 2007
Leikid á dansleikííþróttahúsinu á Tálknaprdi: VilliValliharmonika, HólmgeirBaldursson trommur, Karl Geirmundsson
söngur, Magnús Reynir Guðmundsson bassi, Baldur Geirmundsson harmonika. (Ljósm. Ásgeir S. Sigurdsson)
Harmonikufélag Vestfjarða hefur á
undanförnum árum farið í sumarferðir,
sem hafa alltaf verið vel sóttar og notið
mikilla vinsælda.
Að þessusinnivarfariðtilTálknafjarðar
daganna 24 til 27 ágúst. Farið var frá
ísafirði kl. 15.00 á rútu með viðkomu á
Þingeyri þar sem í hópinn bættust
Dýrfirðingar.
Síðan var ekið áleiðis til Arnarfjarðar
með viðdvöl í Dynjandisvogi, þeim
einstaklega fallega stað. Þaðan var ekið
áleiðis til Tálknafjarðar þar sem gist var í
sumarhúsum og gistiheimilinu
Bjarmalandi. Eftir að kvöldverður hafði
verið snæddur voru hljóðfærin tekin upp
og upphófst söngur og gamanmál, þá
bættust í hópinn gestir frá Reykjavík og
Blönduósi. Klukkan tólf á laugardag var
farinn skoðunarferð um Arnarfjörð, á
Benedikt G. Benediktsson spilará díatóniska harmoniku
í Hópinu á Tálknafirdi (Ljósm. Ásgeir S,Sigurdsson)
Bíldudal bættist í hópinn Benedikt G.
Benediktssonogvarhann leiðsögumaður
f ferðinni ásamt Pétri Bjarnasyni. Ekið var
áleiðis í Selárdal en komið var við í
Hringsdal þar sem nú fara fram
fornleifarannsóknir. í Selárdal voru
skoðuð merkileg listaverk Samúels
Jónssonar sem verið er að gera upp.
Benedikt fara rstjóri bauð okkur í
samkomuhús þar í dalnum sem hann
hefur verið að gera upp ásamt öðrum.
Þar lék hann ásamt þremur öðrum
félögum nokkur lög á dfatónískar
harmonikur á meðan snæddar voru
veitingar i boði félagsins. Á heimleiðinni
virtum við fyrir okkur landsvæðið í Hvestu
þarsem komið hefur til álita að reistverði
olíuhreinsunarstöð.
Klukkan sex hófst hátfðarkvöldverður í
veitingarstaðnum Hópinu á Tálknafirði.
Veislustjóri var Magnús Reynir
Guðmundsson, sem fór á kostum. Við
þetta tækifæri var Benedikt G.
Benediktsson gerður að heiðursfélaga
Hamonikufélagsins en hann hafði orðið
áttræður þann 23.ágúst s.l. Flutt voru
gamanmál, sungið var við harmoniku-
undirleik Péturs Bjarnasonar og Benedikt
nýkjörinn heiðursfélagi lék nokkur lög á
díatónisku harmonikuna sfna sem er
„einföld harmonika", þ.e. aðeins ein
takkaröð fyrir hægri hönd.
Harmonikudansleikur í íþróttahúsinu
hófst kl. 22.00 og hinarýmsu hljómsveitir
félagsins léku fyrir dansi. Mikið fjör var á
dansleiknum sem 150 manns á öllum
aldri sóttu,
Eftir hádegi á sunnudag var haldið
heimleiðis. Komiðvarvið f Mjólkárvirkjun
og þegnar veitingar í tilefni af 30 ára
afmæli Orkubús Vestfjarða.
Almenn ánægja var hjá þátttakendum
með þessa ferð sem þótti takast mjög
vel. Ferðanefndinni sem var skipuð þeim
Karitas Pálsdóttur, Björgu Hansdóttur og
Inga Jóhannessyni eru færðar sérstakar
þakkir fyrir sitt góða starf.
Sömuleiðis voru heimamenn ánægðir
með komu hópsinsog þótti dansleikurinn
á laugardagskvöldið hafa tekist með
miklum ágætum. Nokkrir þeirra komu að
máli við harmonikumenn og óskuðu eftir
því að þetta yrði gert að árlegum
viðburði.
ÁsgeirS. Sigurðsson
Höfundur lagsins Tangó í G-moll,
Baldur Björn Geirmundsson, er
fæddur 15. október 1937 á Látrum í
Aðalvík, en er búsettur á ísafirði.
Hann fór ungur að spila á harmoniku
eða 11 til 12 ára og þegar hann var 14 ára
hóf hann að spila á dansleikjum ýmist
einn eða ásamt öðrum harmonikuleikara
og léku þeir þá oftast til skiptis.
Árið 1958 stofnaði hann hljómsveitina
B.G, en með henni hafa sungið nokkrir
söngvararognöfnum þeirra þá bættaftan
við, bar þá hljómsveitin nöfnin B.G og
p LAG BLAÐSINS --------------------
Gunnar Hólm, B.G. og Árni, en þekktust
er hljómsveitin undir nafninu B.G. og
Ingibjörg en á þeim tíma ferðaðist
hljómsveitin víða um landið sem frægt er
og einnig gaf hún út nokkrar
hljómplötur.
Þrátt fyrir mannabreytingar á þessum
árum lék Karl bróðir Baldurs með
hljómsveitinni frá upphafi. Nokkur
undanfarin ár hefur Baldur fengið til liðs
við sig söngkonuna Margréti Geirsdóttur
og hafa þau komið fram undir nafninu
Baldur og Margrét og leikið við miklar
v i n s æ l d i r
víða um land.
Einnig er
Baldur mjög
virkur í starfi
Harmoniku-
félags Vest-
fjarða og
hefur meðal
annars æft
og stjórnað
hljómsveitum félagsins.
Ásgeir S. Sigurðsson