Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 7

Fréttir - Eyjafréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 7
Fréttir / Fimmtudagur 4. janúar 2008 7 Fulltrúar gefenda, Eyjólfur Guðjónsson, Ágúst Guðmundsson, Leifur Ársælsson, Hörður Óskarsson, Guðný Bjarnadóttir, Guðbjörg Matthíasdóttir, Margrét og Drífa Kristjánsdætur, Stefanía Ástvaldsdóttir, María S. Sigurbjörnsdóttir, Ellý Gunnlaugadóttir, Kristín Gísladóttir og Bjarni Sighv atssson. Mjög stór dagur fyrir bæjarbúa -Sjúkrahúsið þjónar okkur öllum og það skiptir miklu að þurfa ekki að sækja þjónustu til Reykjavíkur, segir Drífa Kristjánsdóttir, formaður Líknar STARFSFÓLK horfir björtum augum fram á veginn. Hjörtur yfirlæknir, Eydís hjúkrunarforstjóri og Gunnar framkvæmdastjóri. Þökkum frábæran stuðning Drífa Kristjánsdóttir, formaður Kvenfélagsins Líknar, sagði að athöfnin á Heilbrigðisstofnuninni á laugardaginn hafi verið sérstaklega skemmtileg. „Þarna var stjórn Líknar, fulltrúar frá sjúkrahúsi og bænum, gefendur og fulltrúar frá Krabbavöm sem af- hentu einnig gjöf til sjúkrahússins við þetta tækifæri," sagði Drífa. „Þetta var mjög stór dagur fyrir bæjarbúa því sjúkrahúsið þjónar okkur öllum. Það skiptir miklu að þurfa ekki að sækja þjónustu til Reykjavíkur og hafa þennan búnað á sjúkrahúsinu. Eg vil þakka öllum sem hafa stutt Líkn og þá sérstaklega útgerðar- menn og einstaklinga sem gáfu í söfnunina. Samvinna okkar Bjama Sighvatssonar hefur gengið mjög vel. Hann gekk hreint til verks, var ötull og ýtinn við að koma þessu áfram. Ég væri búin að skrá hann í kvenfélagið ef hann væri kona, það er ekki spurning. Við þökkum frábæran stuðning á liðnu ári,“ sagði Drífa. Ómetanlegt að eiga svona fólk Hjörtur Kristjánsson, yfirlæknir, sagði ómetanlegt að eiga að ein- staklinga sem bera hag samfélags- ins fyrir brjósti. „Stuðningur Líknar, útgerðar- manna og annarra velgjörðarmanna er gríðarlega mikilvægur fyrir stofnun eins og þessa. Þetta gerir það að verkum að stofnunin getur betur sinnt hlutverki sínu. Tækni- framfarir em örar og kostnaður við heilbrigðisþjónustu vaxandi. Því er erfiðara fyrri minni stofnanir að fylgja framþróuninni eftir, bæði hvað varðar greiningartækni og meðferð. Með þeim búnaði sem bæst hefur við á þessu ári eflist stofnunin og getum við boðið upp á aukna þjónustu við bæjarbúa, þjónustu sem annars þyrfti að sækja til Reykjavíkur. Við geram nú t.d. ýmsar aðgerðir sem ekki var hægt að gera áður. Tölvusneið- myndatækið hefur þegar sannað gildi sitt varðandi greiningu og krabbameinssjúklingar geta að miklu leyti gengist undir lyfja- meðferð hér heima. Sjúkrarúmin vora að syngja sitt síðasta og eitt og eitt rúm farið að detta úr lest- inni. Þessar gjafir eru því afar mikilvægar." Hjörtur sagði að því miður væri framlag ríkisins til heilbrigðis- stofnana til tækjakaupa og endur- bóta í minna lagi. „I raun er gert ráð fyrir því að líknarfélög styðji stofnanir úti á landi sem í sjálfu sér er umhugsunarvert. Það er því mjög mikilvægt fyrir stofnunina og þá sem sækja þjónustu þangað að eiga sterka bakhjarla. Það er gott að finna fyrir þeirri samkennd og samfélagsábyrð sem greinilega er til staðar hér í okkar ágæta bæjar- félagi.“ Aukið öryggi fyrir íbúana Eydís Ósk Sigurðardóttir, hjúkrun- arforstjóri, sagði að stofnuninni hefði ekki borist svo myndarlegar og einstakar gjafir á síðari árum. „Við höfum nú eflt staðbundna þjónustu í heimabyggð, aukið ör- yggi íbúanna og það mun hafa áhrif á líðan margra sem eiga í erfiðum veikindum Við erum nú komin í fremstu röð sjúkrahúsa á landsbyggðinni hvað tækjakost varðar og ber þá fyrst að nefna sneiðmyndatækið og blöndunar- skáp fyrir krabbameinslyf. Blöndun krabbameinslyfja er mér vitanlega fullnægjandi á þremur stöðum á landinu. Þessar gjafir eru í raun ómetanlegar fyrir Vest- mannaeyinga." Eydís sagði mikilvægt að létta fólki lífið sem glímir við krabba- mein sem og aðstandendum þeirra og það verði seint þakkað að fullu að þessi þjónusta sé hér til staðar. Einnig væri mikilvægt að nýta dýr- mætan tíma til myndgreiningar við alvarleg áföll og aðrar greiningar. „Aðstaðan sem nú er fyrir hendi undirstikar líka hvað frumkvæði og sókn þeirra einstaklinga sem höfðu frumkvæði að þessum gjöfum skiptir miklu máli fyrir bæjarfélag- ið og hvað við erum rík af mann- auð hér í Eyjum. Að ógleymdu Kvenfélaginu Líkn. En ég tel ein- mitt að öflugt starf líknarfélaga, mikinn félagsauð hér í samfélaginu, eitthvað sem eykur samkennd og sýnir skilning á þörfum okkar sem búum hérna. Eins og við vitum höfum við ekki alltaf mætt fullum skilningi á stöðu okkar hjá hinu opinbera með marga hluti.“ Eydís sagði einnig að góður tækjakostur á Heilbrigðisstofn- uninni laði enn frekar til sín hæft og áhugasamt starfsfólk og að fólk sem horfi hingað með búsetu í huga meti þessa þjónustu til lífsgæða rétt eins og góða atvinnu, menntakerfi og aðra hornsteina samfélagsins. Fækkar ferðum sjúklinga upp á land „Stjórnendur og starfsfólk Heil- brigðisstofnunarinnar eru óendan- lega þakklát fyrir þær gjafir sem stofnuninni voru færðar síðastliðinn laugardag," sagði Gunnar K. Gunn- arsson, framkvæmdastjóri. „Tæki þessi gera okkur kleift að þjóna skjólstæðingum okkar betur en áður og fækka þeim ferðum sem Vestmannaeyingar hafa þurft að fara upp á land til að leita til lækna. Sá hlýhugur til stofnunar- innar sem kemur fram í þessum gjöfum er okkur ómetanlegur og hvetur okkur til dáða til að gera enn betur í þjónustu okkar við bæjar- búa. Mig langar að nota þetta tækifæri til að koma á framfæri þakklæti okkar, til allra þeirra sem komu að þessum gjöfum og þá sérstaklega Bjarna Sighvatssonar sem átti frumkvæðið að söfnuninni. Kvenfélagið Líkn á okkar ævarandi þakklæti fyrir þeirra framlag og stuðning nú sem áður fyrr.“

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.