Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Föstudagur 4. janúar 2008 FJÖLSKYLDAN tekur við heillaóskum. Margrét Lára, foreldrar hennar Viðar Elíasson, sem er einn útgerðarmannanna fjórtán, Guðmunda Bjarnadóttir og Bjarni Sighvatsson, faðir Guðmundu og afi Margrétar Láru. Elliði Vignisson, bæjarstjóri, við afhendingu Fréttapýramídans: Kraftur og frumkvæði íbúa -eitt af lykilatriðum búsetuþróunar, var meðal þess sem kom fram hjá honum -Þar fer sannarlega Eyjakona sem nær að kristalla allt það sem samfélagið vill standa fyrir. Dugnað, þor, kraft og óbilandi trú á að það sé eftirsóknavert að skara fram úr, sagði Elliði um Margréti Láru. Myndir Oskar Pétur og Sigurgeir Jónasson. „Mig langar að byrja á að óska glæsilegum verðlaunahöfum til hamingju með þá vegsemd sem því fylgir að hreppa Fréttapýramídann og færa Eyjasýn þakkir fyrir það að vekja á ný athygli á þeim einstak- lingum, fyrirtækjum og félögum sem skara fram úr vegna elju og dugnaðar," sagði Elliði Vignisson, bæjarstjóri, við afhendingu Frétta- pýramídans. „Það er aðdáunarvert hversu næmt auga Eyjasýn og flaggskip þeirra, Fréttir, hafa fyrir bæjarlíftnu og á ný hefur þeim tekist að velja handhafa Fréttapýramídans sem allir eiga það sammerkt að vera fremstir meðal okkar Eyjamanna. Þar með eru þeir okkur hinum hvatning til að standa okkur í uppbyggingu á okkar gæða- samfélagi þar sem einstaklingurinn nýtur sín og allir njóta góðs af. Verum þess minnug að á bak við árangur þeirra er ómæld vinna, kraftur, dugnaður og skýr vilji til að skara fram úr. Eitt af lykilatriðum búsetuþróunar er einmitt að kraftur og frumkvæði íbúa finni sér farveg í atvinnulífí, menningu og starfsemi frjálsra fé- lagasamtaka. Slíka farvegi er víða að finna hér í Eyjum. Skörum fram úr á sviði veiða og vinnslu Vestmannaeyjar eru sannarlega útgerðarbær og stoltur af þeirri nafnbót. Við skörum fram úr á sviði veiða og vinnslu. Sjómenn okkar, landvinnufólk og útgerðarmenn hafa fyrir löngu skipað sér sess í huga landsmanna allra fyrir útsjón- arsemi, dugnað og þor á sviði sjávarútvegs. Það er staða sem við eigum að verja og vera stolt af. Það eru mikil forréttindi fyrir okkur Eyjamenn að eiga jafn öfluga útgerðarmenn og hér eru. Slíkt er ekki sjálfgeftð og mörgum byggðar- lögum hefur beinlíns blætt vegna þess að atvinnulífið hefur ekki náð að laga sig að breyttum aðstæðum. Hér í Eyjum spila menn hins vegar sókn þegar þörf er á og nú er þörf á sókn í sjávarútvegi. Árið 2007 var okkur gjöfult. Fiskveiðifloti okkar Eyjamanna var að stóru leyti endurnýjaður og hef ég stundum haft það að gamni að Vestmannaeyjabær sé eina sveitar- félagið á landinu sem er með sérstakan lið í bókhaldinu sem heitir „blóm vegna móttöku á nýju skipi“. I fjárhagsáætlun fyrir árið 2008 var gert ráð fyrir frekari aukningu út- gjalda þessa liðar þannig að enn hvet ég útgerðarmenn til dáða, okkur öllum til farsældar. Metnað til að halda stöðu sinni Vestmannaeyjabær hefur metnað til að halda stöðu sinni sem leiðandi aðili í þjónustu við íslenskan sjávar- útveg. Milli bæjarfélagsins, íbúa og atvinnulífsins er þráður sem aldrei má slitna ef ekki á illa að fara. Það hefur verið hábölvað að fylgjast með því hvernig ákveðnir aðilar - opinberir sem einkaaðilar - hafa rembst eins og rjúpan við staurinn við að tortryggja útgerðarmenn. Lögð hefur verið áhersla á að viðhalda ógeðfelldri mynd arðræn- ingja og kvótabraskara. Þessi nei- kvæða ímynd hefur síðan stutt alþingi í að beita sértækum skatti og álögum á þessa atvinnugrein sem við á landsbyggðinni lifum á. Þannig er staðan nú því miður sú að við íbúar í Suðurkjördæmi leggj- um í dag rúmlega 1,1 milljarð (rúm- lega eitt þúsund og eitt hundrað milljónir) til vegna svokallaðra potta, línumismununar og sértækra skatta. Skýrasta dæmið um þessa ósanngirni er sennilega að 35% íbúa landsins greiða 85% skattsins sem kallaður er auðlindagjald. Árásir á landsbyggðina Hafa þarf hugfast að árásir á útvegs- menn eru árásir á atvinnulífið í Vestmannaeyjum og víðar á lands- byggðinni. Sérstakar álögur á sjávarútveginn eru álögur á okkur íbúa þessara bæjarfélaga þar sem sjávarútvegur er stundaður. Við íbúar Vestmannaeyja skiljum og fmnum á eigin buddu að velgengni sjávarútvegsfyrirtækja er velgengni samfélagsins alls og erum því til í að leggjast á eitt með útgerðarmönnum til að efla hag sjávarútvegsins. Sumum virðist þó vera fyrirmunað að skilja þennan þráð milli bæjar- félagsins, íbúa og atvinnulífsis og láta sem atvinnulífið starfi í tóma- rúmi. Á þessum peningi eru svo tvær hliðar. Það dugar ekki að samfélag- ið standi bara með atvinnulífinu því atvinnulífið þarf einnig að styðja samfélagið. Annars slitnar þráð- urinn. Þetta hafa útgerðarmenn og aðrir aðilar í atvinnulífi okkar Eyja- manna haft í heiðri og engum hefur dulist hversu mikil samfélagsleg vitund útgerðarmanna í Eyjum er. Þannig eru framlög til menningar, íþrótta og lista ómæld, svo ekki sé nú minnst á aðkomu þeirra að hvers konar líknarmálum og uppbyggingu á innviðum samfélagsins svo sem aðkoma að sjúkrahúsinu hefur sýnt. Vil ég sérstaklega nota þetta tæki- færi til að þakka Bjama Sighvats- syni og fjölskyldu hans fyrir þeirra framlag til sjúkrahússins. Maðurinn lifir jú ekki á brauðinu einu Við öll sem hér erum eigum það sammerkt að hafa veðjað á Vestmannaeyjar sem framtíð okkar. Hér vilum við ala upp börnin okkar og njóta þeirra forréttinda sem það er að búa í Vestmannaeyjum. Við viljum skapa okkur öllum bjarta framtíð. Hér í Eyjum höfum við átt því láni að fagna að íþrótta- og menningar- lífið hefur verið borið uppi af vinnu- fúsum eldhugum. Ég fagna því sérstaklega að sjá Fimleikafélagið Rán hér verðlaunað enda fer þar eitt öflugasta fimleikafélag á landinu. Þá vil ég einnig óska Tyrkjaráns- félaginu innilega til hamingju með sinn pýramída sem veittur var fyrir menningarlegt framtak, er það vel verðskuldað. Ég get líka ekki látið hjá h'ða að óska vinkonu ntinni og fyrrverandi nemanda - Margréti Láru Viðars- dóttur innilega til hamingju með kjör sitt sem íþróttamaður ársins. Þar fer sannarlega Eyjakona sem nær að kristalla allt það sem sam- félagið vill standa fyrir. Dugnað, þor, kraft og óbilandi trú á að það sé eftirsóknavert að skara fram úr. Ég beini nú orðum mínum til ykkar. „Stöndum saman um að gera það eftirsóknarvert að skara fram úr á öllum sviðum samfélagsins. Látum ekki á neinum tímapunkti öfund eða afbrýðisemi spilla okkar góða samfélagi og halda íbúunum í helsi meðalmennskunnar," sagði Elliði sem að lokum óskaði glæsi- legum handhöfum Fréttapýramídans til hamingju með að hafa skarað fram úr á árinu.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.