Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 14

Fréttir - Eyjafréttir - 04.01.2008, Blaðsíða 14
14 Fréttir / Föstudagur 4. janúar 2008 íþróttir Fimm valin á landsliðs- æfingar Fjórar stúlkur úr^yngri flokkum handboltans hjá IBV og einn drengur hafa verið valin á æfingar hjá landsliðum íslands. Heiða Ingólfsdóttir, markvörður, hefur verið valinn til æfinga hjá tveimur liðum, U-20 og U-18 ára. Þá voru þær Eva María Káradóttir, Dröfn Haraldsdóttir og Elísa Viðarsdóttir einnig vald- ar til að taka þátt í U-18 ára landsliðsæfingunum. Kolbeinn Arnarson, markvörður meistara- flokks ÍBV, hefur einnig verið valinn í æfingahóp U-20 ára landsliðs karla. Æfingamar fara fram í Reykjavík um næstu helgi. lan Jeffs í Fylki ■r»| Enski knattspyrnu- maðurinn Ian Jeffs ungis leikið með IBV hér á landi en hann kom til IBV frá enska neðrideildarliðinu Crewe Alexandra fyrir sumarið 2003 og lék auk þess 2004 og 2005 með liðinu áður en hann fór til Örebro eftir keppnistímabilið 2005. Eftir tveggja ára dvöl í Svíþjóð sneri hann aftur til ÍBV í sumar og lék alls ellefu leiki með ÍBV í 1. deildinni. Jeffs var frábær síðasta sumar, skoraði níu mörk og breytti leik ÍBV til hins betra í síðari umferð Islands- mótsins enda tapaði liðið aðeins tveimur leikjum af þeim ellefu sem hann lék. Jeffs gerði þriggja ára samning við Fylki. Árbæjar- liðið kaupir hann af Örebro en kaupverðið hefur ekki verið gefið upp. ÍBV hafði betur gegn KFS ÍBV og KFS mættust í íslands- mótinu í Futsal en þetta var jafn- framt fyrsti leikurinn sem fer fram í Eyjum í þessu móti. Leikurinn, sem fór fram ájaugar- dag endaði með stórsigri ÍBV, 11:4. ÍBV hefur leikið einn leik áður í mótinu en hann endaði með enn stærri sigri Eyjamanna, 19:5 gegn Árborg. Liðin munu svo væntanlega mætast að nýju á laugardag en leiktíminn lá ekki fyrir áður en blaðið fór í prentun. Þrettándamót Það er ekki víða á landinu sem hægt er að leika golf yfir jóla- hátíðina en kylfmgar í Vest- mannaeyjum stefna á heilt golf- mót næstkomandi laugardag en þá verður haldið Þrettándamót í golfi. Hins vegar hafa þrettánda- hátíðarhöldin verið flutt yfir á laugardaginn og golfmótið líka. Leiknar verða níu holur og verða verðlaun fyrir þrjú bestu skorin með forgjöf. Mótið hefst klukkan 10:30 og er mótsgjald einungis 1000 kr. Firmakeppni í fótbolta: Stelpurnar unnu Aramótið Á laugardaginn síðasta fór fram fírmakeppni á vegum 2. flokks karla en keppt var í nýja salnum í Iþrótta- miðstöðinni. Leikið var á tveimur völlum í einu þannig að mótið gekk hratt og örugglega fyrir sig en leikreglur voru ekki hefðbundnar og yfirdómari mótsins, Magnús Braga- son, var ófeiminn við að bæta við serreglum, jafnvel í miðjum leik. Átta lið tóku þátt f mótinu en að lokum var það eina liðið sem eingöngu var skipað stúlkum sem bar sigur úr býtum. Spilað var á handboltavelli og voru fjórir í hverju liði en skiptingar voru frjálsar. Konur voru sérstaklega boðnar velkomnar í mótið en til að gæta alls jafnréttis léku konur sam- hliða körlum á vellinum. Reyndar gilti hvert mark kvenna tvöfalt en öll mörk þurfti að skora innan punkta- línu og voru engir markmenn. Eins og áður sagði sigraði eina liðið sem eingöngu var skipað stúlkum en leikmenn úr kvennaliði IBV skipuðu liðið. Fengu þær bikar til varðveislu fyrir sigurinn en auk þess voru veitt nokkur auka- verðlaun. T.d. fékk Ingi Rafn Ingibergsson styttu fyrir að vera mesti röflarinn og lið hans, Handboltapeyjarnir, fékk tannbursta fyrir að vera eina liðið sem var burstað í keppninni en þeir töpuðu úrslitaleiknum 4:2 fyrir stelpunum. En léttleikinn og skemmtunin var í fyrirrúmi og mótið því afar vel heppnað. SIGURLIÐIÐ með sigur- verðlaunin. Stelpurnar kepptu fyrir hönd Glitnis en allar æfa þær knattspyrnu með IBV. LANGFALLEGASTIR. Strákarnir í Lunch United tefldu fram væng- brotnu liði og reyndu að fá tvö mörk með því að klæðast kjólum. OLÍSLIÐIÐ hafði enga ástæðu til að fagna en gerði það samt. Þeir töpuðu fyrir stelpunum í undanúrslitum. YFIRDÓMARINN, Magnús Bragason hélt keppendum við efnið með reglubreytingum. ÞESSAR TÓKU LÍKA ÞÁTT. Það voru fleiri stelpur í mótinu en þær sem unnu það. Þessar tvær tóku líka þátt og voru klárlega bestu leikmenn síns liðs. EKKERT GEFIÐ EFTIR. Ingi Rafn Ingibergsson, leikmaður IBV, er hér stöðvaður.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.