Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 6

Fréttir - Eyjafréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 6
6 Fréttir / Fimmtudagur 10. janúar 2008 Grunnskólinn í Vestmannaeyjum kemur verst út úr PISA-könnuninni a landinu: Viljum ekki vera í tapliðinu -segja Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vestmannaeyjabæjar og Erna Jóhannsdóttir, fræðslufulltrúi og kennsluráð- gjafi - Það þýðir að við verðum að vanda vinnubrögðin, eru skilaboðin Versnað í öllum greinum Fyrsta PISA- könnunin var gerð árið 2000 með áherslu á lestur, önnur árið 2003 með áherslu á stærðfræði og sú þriðja 2006 með áherslu á nátt- úrufræði. Að þessu sinni lenti Island 5 sætum undir meðaltali aðildarríkja OECD en aðrir þættir en náttúrufræði, sem voru prófaðir, voru lesskilningur, stærðfræði og tölvupróf í náttúrufræði (CBAS). Unglingarnir sem eru prófaðir koma frá 57 þjóðlöndum. I skýrslu um könnunina segir að í heildina hafi staða íslands versnað nokkuð milli áranna 2000 og 2006 í öllum greinum. Þeim löndum sem standa sig betur en ísland hefur fjölgað, sérstaklega í les- skilningi. Frammistaða í stærðfræði er einnig marktækt lægri 2006 en 2003. Frammistaða íslenskra nem- enda í náttúrufræði hefur ekki breyst marktækt frá 2000 til 2006. Á prófinu fengu nemendur röð verkefna sem byggð voru á náttúrufræðilegum/- vísindalegum vandamálum sem þeir gætu þurft að leysa innan skóla sem utan. Nemendur fengu spurningar í sex hæfnisþrepum þar sem þrep 6 gefur flest stig en þrep 1 fæst stig. Frammistaða nemenda eftir landshlutum á Islandi hefur breyst milli ára. Reykjavík og nágrenni Reykjavíkur hafa ekki lengur bestu frammistöðuna. Vestfirðir og Norðurland eystra og vestra sýna bestu frammistöðuna, en á Austurlandi, Reykjavík og nágrenni Reykjavíkur hefur henni hrakað mest síðustu sex ár, sérstaklega í lesskilningi. Nemendur í Vestmannaeyjum eru á botninum. Erna og Jón. aGuðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir.is PISA-könnunin, sem er þriðja alþjóðlega samanburðarrannsóknin sem gerð er meðal 15 ára grunn- skólanema, leiddi í ljós að staða Islands hefur versnað frá árinu 2000 og Islendingar eru í næstneðsta sæti af Norðurlöndunum. í fjölmiðlum hefur komið fram að Grunnskólinn í Vestmannaeyjum kemur verst út úr könnuninni á landinu. Fjöldi rannsókna bendir í sömu átt Jón Pétursson, framkvæmdastjóri fjölskyldu- og fræðslusviðs Vest- mannaeyjabæjar og Ema Jóhannes- dóttir, fræðslufulltrúi og kennslu- ráðgjafi, vora tilbúin til að fara yfir niðurstöðumar og telja nauðsynlegt að efla allt innra starf grunnskólans. „Þetta er í fyrsta skipti sem niður- stöður PISA eru skoðaðar út frá skólasvæðum. Fram að þessu hafa niðurstöður PISA fyrst og fremst verið skoðaðar með tilliti til Islands með viðmiðun við önnur lönd en nú fáum við tækifæri til að skoða stöðu byggðarlagsins miðað við önnur svæði landsins. Við eram að koma illa út úr þessum samanburði. Þetta eru ekki nýjar fréttir því við höfum ekki verið að koma vel út úr sam- ræmdum prófum nema í einstaka árgangi og þegar nokkur ár eru tekin saman kemur í ljós að við erum undir meðaltali," segir Erna þegar niðurstöðurnar eru bornar undir hana. Jón tekur í sama streng og segir fjölda rannsókna benda í sömu átt. „Við erum með niðurstöður sam- ræmdra prófa, PISA niðurstöður og skýrslur frá Rannsóknum og grein- ingu sem hefur kannað viðhorf bama í 8., 9. og 10. bekk í Eyjum til skólans. Allar þessar niðurstöður sýna að við þurfum að skoða innra starf skólans og skólinn þarf virki- lega að fara í naflaskoðun. Vestfirðir, Skagafjörður (Norður- land eystra) og Norðurland vestra koma vel út úr þessari könnun og við erum að skoða hvaða leiðir þeir hafa farið. Þar hafa menn verið í miklu innra starfi og þróunarvinnu. Kennarar eru menntaðir til að geta unnið saman og beitt gagnrýnum vinnubrögðum og það þarf að hvetja þá til frumkvæðis," segir Jón og þegar hann er spurður hvort ekki þurfi jafnhliða að efla endurmennt- un og fræðslu meðal kennara segir hann að Vestmannaeyjabær hafi sett hlutfallslega meira til endurmennt- unar kennara en mörg önnur sveitar- félög.“ Eitt hæsta hlutfall rétt- indakennara á landinu „Við erum með frábæra krakka og góðan efnivið í skólanum. Við erum með öfluga foreldra sem eiga gott samstarf við skólann, eru áhuga- samir um frammistöðu bama sinna og vilja að þau standi sig vel. Við erum með áhugasama stjómendur í bæjarfélaginu og við erum með gott, vel menntað og áhugasamt starfs- fólk bæði í leik- og grunnskól- anum,“ segir Ema og Jón bendir á að í Vestmannaeyjum sé eitt hæsta hlutfall réttindakennara á landinu eða um 98% og að allt þetta segi að við eigum að geta náð góðum ár- angri. í máli þeirra kemur fram að fjár- magn sem lagt er til skólastarfsins sé síst minna en annars staðar. Þau benda á að undanfarið ár hefur mikið verið gert til að bæta aðstöð- una í skólunum, bæði í leik- og grunnskólunum og enn sé verið að vinna í því. I framhaldinu eru þau spurð hvort tafir á framkvæmdum við Barnaskólann hafi haft áhrif á skólastarfið til hins verra og hvort sameiningin í efri bekkjardeildum hafi ekki gengið sem skyldi. „Það kom fram í nýlegri athugun að krakkarnir eru ánægðir og sáttir með breytingarnar í skólanum og það hefur verið gerð umbylting á húsnæði skólans Allt vinnuum- hverfi nemenda og kennara er betra þó framkvæmdum ljúki ekki fyrr en næsta sumar. Ég bjóst við meiri erfiðleikum við sameininguna. Aðalatriði er að krakkamir eru sáttir. Næsta skrefið er að leggja áherslu á allt innra starf skólans. Það er rétt að benda á að PISA könnunin var gerð á síðasta ári, áður en við fórum í þessar miklu breytingar. Könnunin mælir kunnáttu og fæmi nemenda sem þeir hafa tileinkað sér á allri skólagöngu sinni.” segir Jón. Menntunarstig í bæjar- félaginu er hátt Ema segir að ein skýring sem hafi komið upp á slakri niðurstöðu úr PISA prófinu sé að krakkamir viti að þau fái ekki persónulega ein- kunnir eða niðurstöður en þetta sé þriggja tíma próf sem reyni talsvert á þau. „í umræðu um niðurstöðurnar hafa vangaveltur komið fram um að nemendur hafi gefist upp eða ekki lagt sig fram af bestu getu. Slík skýring getur átt við um fjölda annarra nemenda á landinu og skýrir ekki endilega okkar niðurstöður. Ef það er þá fmnst mér það eiginlega alvarlegra en ef þau kunna ekki nóg í fræðunum sem prófað er úr. Því ég tel að það sem skiptir mestu máli í lífinu er að hver og einn leggi sig fram og geri sitt besta í hverju því sem honum er falið að gera. Sama hvort um nám, störf, uppeldi barnanna, umgengni við náttúruna eða hvaða önnur ábyrgðarhlutverk okkur eru falin. Við þurfum að mínu mati að leggja áherslu á að hver og einn leggi sig fram til hins ýtrasta við verk sín og þá næst ár- angur og gleði með það sem gert hefur verið.“ Ein skýringin á lágum einkunnum á samræmdum prófum á einstökum stöðum á landinu hefur verið rakin til þess að menntunarstig sé lágt. Nú koma Vestfirðir vel út úr könnun- inni, eru aðstæður svipaðar þar og í Eyjum? „Menntunarstig í bæjarfélaginu er hátt, við erum með rannsókn sem sýnir það. Við höfum séð að unga fólkið okkar, sem hefur farið héðan í framhaldsnám, er að standa sig mjög vel bæði í námi sínu og störf- um þannig að við getum svo sann- arlega verið stolt af því. Þessi slaka niðurstaða sem er að mælast í PISA rannsókninni segir okkur að við þurfum öll að leggjast á árarnar til að ná fram betri árangri í skóla- starfinu. Þessar niðurstöður eru staðreynd sem við verðum að búa við. Það er ekki til neins að velta sér upp úr þeim nema til þess að skoða hvað við getum gert til að snúa blaðinu við. Við verðum öll að standa undir ábyrgðinni, foreldrar, skólinn, fræðsluyfirvöld, starfsmenn á fræðsluskrifstofu og samfélagið allt. Við verðum að fara í sjálfsrýni, skoða hvað við erum að gera rangt og hvað við getum gert til að bæta okkur. Við Vestmannaeyingar vilj- um vera í vinningsliði og því þurf- um við að standa saman til að við ná árangri," segir Ema. Lesskilningur mjög slakur Ema segir að niðurstöðurnar gefi til kynna að lesskilningur hjá okkur sé mjög slakur og að við séum í tveimur til þremur neðstu sætunum á Islandi í öllum þáttum sem dregn- ir eru út úr þessari rannsókn. „Þar sem lesskilningurinn er að koma verst út hjá okkur og hann er nú undirstaða alls náms, tel ég að við þurfum að skoða mjög vandlega hvað við getum gert á því sviði. Lesskilningur byggist á málþroska. Leggja þarf áherslu á málþroskann frá upphafi þegar barnið kemur í heiminn. Foreldrar eru sífellt hvattir til að tala við böm sín, lesa fyrir þau, syngja með þeim og fá þau til að tjá sig, útskýra fyrir þeim orð og hugtök og vera sífellt að efla málþroskann markvisst og með- vitað. I leikskólanum er líka unnið markvisst með málþroskann og þar er alltaf tækifæri til að grípa inn í og gera betur. Sama gildir í grunn- skólanum og á báðum skólastigum er mikil áhersla á að vinna með börnum sem hafa skertan málþroska og málvanda. Við erum með hátt hlutfall í stuðningskennslu og sérkennslu í Eyjum en við verðum líka að horfa á öll hin bömin sem eru með eðlilegan málþroska og efla þau markvisst. Við þurfum að nálg- ast læsi út frá því að ekki sé um námsgrein að ræða heldur samfellt ferli frá vöggu og upp úr og er hluti af öllum námsgreinum. Við þurfum að fá fleiri til að iðka lestur, börn, unglinga og fullorðna og við þurfum að gera átak í þessum málum í grunnskólanum." Jón segir að sameining fjölskyldu-, fræðslu- og æskulýðsmála í eitt svið bjóði upp á mikla samþættingu. „Með því að hafa þetta á einu sviði getum við unnið betur að sameigin- legum þáttum á leikskólum og í grunnskóla og í samstarfi við m.a. Framhaldsskólann og Háskóla íslands. Við erum með Náttúru- gripasafnið, Rannsóknasetrið og einstakt umhverfi. Spurningin er hvort við eigum að sérhæfa okkur og marka grunnskólanum ákveðna stefnu til dæmis á sviði náttúruvís- inda. Það þarf að auka lestrar- og þekkingarfæmi barna og þar þarf skólinn, heimili og samfélagið að taka höndum saman.“ segir Jón. Eigum að þora að taka þátt í samkeppni Jón segir að í PISA könnunni sé verið að mæla þekkingu, færni og kunnáttu. Nemendur í Vestmanna- eyjum koma best út úr þekk- ingarhlutanum en það vanti töluvert á að þeir skori í spurningum sem reyni á fæmi og kunnáttu. „Það þýðir að við verðum að vanda vinnubrögðin og gera kröfur um meira, svo sem um aukna fæmi og kunnáttu með þá þekkingu sem aflast. Við viljum bæta okkur og leggja til bæði fjármagn og vinnu til að efla innra skólastarf. Við viljum standa við bakið á kennurum um leið og við gerum kröfur til þeirra. Þeir bera ábyrgð á faglegu starfi innan skólans og það er þeirra að segja til um hvemig á að bæta þetta. Samsetning nemendahópsins er svipuð hér og í öðrum sveitar- félögum. Við eigum að þora að taka þátt í samkeppni, við verðum að uppfylla kröfur aðalnámskrár sem menntamálaráðuneytið setur og setja okkur náms- og árangurskröfur í grunnskólanum rétt eins og í framhaldsskólum og háskólum. Eru kennarar ekki misjafnir eins og þeir eru margir, er einhver sem fylgir þeim eftir innan skóla- kerfisins? „Ef þú færð þér pípulagningamann þá reiknar þú með því að hann vinni ákveðið verk. Þetta er svipað með kennara. Þú átt að geta lagt börain í hendur kennara og ætlast til að sjá ákveðinn árangur eftir ákveðinn tíma. Það er kennarans að setja markmið og tímaramma og meta hvort kennslan skili árangri. Við eigum ekki að þurfa að láta niðurstöður á samræmdu prófi í 10. bekk koma á óvart. Ef eitthvað er að þá eiga menn að vinna úr því. Hlutverk skólaskrifstofunnar er fyrst og fremst stuðningur og ráðgjöf." Umhverfið skiptir máli Erna telur mikilvægt að skoða ýmis- legt í umhverfi bamanna. Hún vill velta því upp hvort forvamir og áhersla á heilbrigt lífemi séu nægi- legar. „í nýlegri rannsókn kom fram að allt of margir piltar hreyfa sig allt of lítið og mataræði er kolrangt. Talað hefur verið um að Islend- ingar séu að sigla inn í alvarleg of- fituvandamál. Eru of margir ung- lingar að koma vannærðir, þreyttir og svefnlausir í skólann? Eru íþrótt- imar, tölvumar og vinna með skóla ef til vill að fá forgang fram yfir námið, skólann og samveruna með foreldrum? Við viljum að sjálfsögðu að bömin okkar stundi íþróttir og taki þátt í þeim af fullum krafti enda hefur það mikið forvarnargildi. En það má samt ekki hafa forgang fram yfir námið. Kenning mín er sú að til að vel gangi og til að fá einstaklinginn til að leggja sig fram og gera sitt besta í skólanum og lífinu öllu þarf honum að líða vel. Hann þarf að fá umhyggju, skilning, næringu, hvfld og örvun, öfluga kennslu, stýringu og utanumhald frá nærumhverfi sínu, skólanum og samfélaginu öllu. Þrátt fyrir slaka niðurstöðu í þessari rannsókn að þá vitum við að við höfum allt sem þarf til að bæta stöðuna, þ.e. vel menntaða kennara, frábæra foreldra, klára krakka og góðan aðbúnað. Eina sem við þurf- um að gera er að yfirfara hvemig við sameinumst um að nýta þessa þætti til árangurs."

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.