Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 12

Fréttir - Eyjafréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 12
12 Fréttir / Fimmtudagur 10. janúar 2008 MIKIÐ var um að vera í Landakirkju allan desembermánuð enda margt í boði. Hér eru gestir í poppmessu sem var vel sótt. Framúrskarandi námsárangur Eyjastúlkan Elfa Ásdís Ólafsdóttir, sem út- skrifaðist úr eðlis- og efnafræðiskor Háskóla íslands, hlaut verðlaun að upphæð 500 þúsund kr. fyrir framúrskarandi námsárangur í líf- efnafræði 2007. Elfa Ásdís er um þessar mundir í kennararéttindanámi við Háskólann en kennir einnig við Menntaskólann í Reykjavík. Hún sagði að sig langaði til að leggja stund á nám í veirufræði en óvíst með það, þar sem það væri svo gaman að kenna. Gull spratt úr lófum Á fornurn bókum er sagt frá Mídasi konungi sem hafði þá náttúru að allt varð að gulli er hann snerti og varð honum raunar ekki til hamingju. En Eyjakonan Árný Heiðarsdóttir varð fyrir því á kristilegri samkomu í Kanada að gulllitað efni spratt fram í lófum hennar. Síðan endurtók það sig á samkomu hér heima. Vitni voru að þessum atburðum. Árný lét rannsaka þetta efni og kom í Ijós að hér var ekki um gull að ræða. Engu að síður taldi Árný að heilagur andi vildi með þessu gera sig sýnilegan fólki á þennan hátt. 434 vildu kosningar Nokkrir andstæðingar ferjusiglinga í Bakkafjöru stóðu fyrir undirskriftum þar sem farið var fram á að bæjarstjórn efndi til íbúakosninga um viðhorf fólks til væntanlegra siglinga í Bakkafjöru eða annarra möguleika. Alls skrifuðu 434 undir listann og voru bæjarstjóra afhentar þær undirskriftir. Vatnsútflutingur frá Eyjum Fyrir svo sem 50 árum, þegar vatnssparnaður var ein æðsta dyggð í Eyjum, hefðu þeir lík- lega verið taldir léttruglaðir sem hefðu látið sér detta í hug að hefja útflutning á vatni frá Vestmannaeyjum. En síðan hefur mikið vatn runnið til sjávar og margt breyst í vatnsbúskap Eyjamanna. Fyrirtækið Iceland Global Water ehf. fékk úthlutað lóð inni á Eiði þar sem ætlunin er að koma upp vatnsverksmiðju og flytja út vatn í gámum til Evrópu og Ameríku. Guðjón G. Engilbertsson, einn þeirra er standa að verkefninu. sagði ætlunina að hefja bygg- ingaframkvæmdir í febrúar á næsta ári. 75 ára afmæli Sjálfstæðismenn í Eyjum fögnuðu 75 ára afmæli Sjálfstæðisfélags Vestmannaeyja með samsæti í félagsheimili sínu. Þar rifjaði Arnar Sigurmundsson m.a. upp sögu félagsins í máli og myndum. A Asgeir hættur Ásgeir Lýðsson, sem starfað hefur sem lögreglumaður í Vestmannaeyjum í rúmlega 30 ár, ákvað að hætta enda orðinn 65 ára. Gamlir og nýir starfsfélagar hans héldu honum veislu á lögreglustöðinni í tilefni þess. Vosbúð tekin til starfa Á síðustu árum hafa verið gerðar ýmsar til- raunir með að koma upp menningarmiðstöð fyrir fólk á aldrinum 16 til 25 ára, síðast við Vestmannabrautina þar sem Húsið var rekið um tíma. Þær tilraunir tókust ekki sem skyldi. En nú var enn reynt og opnuð menn- ingarmiðstöð í húsinu Vosbúð við Strandveg. Þótti eðlilegt að miðstöðin fengi sama nafn og verið hefur á húsinu frá upphafi, Vosbúð. Margrét Rós Ingólfsdóttir var ráðin forstöðu- maður miðstöðvarinnar og sagði hún unnið við að skipuleggja dagskrá vetrarins. Eldur í Kaffí Kró Eldur kom upp í gömlu Tangahúsunum þar sem m.a. er veitingahúsið Kaffi Kró. Slökkviliðinu tókst fljótlega að slökkva eldinn og urðu skemmdir minni en leit út fyrir í upphaft, t.d. engar skemmdir í veitinga- aðstöðunni. I ljós kom að ungmenni höfðu verið að fikta með eld í húsinu með þessum afleiðingum. Desember Miklar fjárfestingar hjá Vinnslu- stöðinni Miklar framkvæmdir voru á árinu hjá Vinnslustöðinni og ekkert lát á næsta ári eftir því sem forsvarsmenn fyrirtækisins boðuðu. I sumar var gengið frá hráefnistönkum norðan Strandvegar, þar sem Sælahúsið stóð áður. Þá var í haust byrjað á byggingu frystigeymslu inni á Eiði og nú var tilkynnt að í vor yrði norðurhús Vinnslustöðvarinnar rifið og nýtt hús reist á grunni þess, hannað fyrir vinnslu á uppsjávarfiski. Herjólfur bilaður I ljós kom að legur við skrúfuás í Herjólfi höfðu geftð sig og varð því að taka skipið í slipp til viðgerðar. Það þýddi að skipið hvarf úr áætlun í tvo daga, miðvikudag og fimmtu- dag og voru því engar tryggar samgöngur þá daga. Viðgerðin gekk að óskum en þrátt fyrir að aðeins hefðu dottið út tveir dagar, var tekið að bera á vöruskorti. Þá minnti þetta atvik menn líka á að Herjólfur er ekkert unglamb lengur. Kári endurvakti Krána Kári Vigfússon, bryti á Herjólfi, og fjölskylda hans keyptu Krána við Boðaslóð en þar hafði enginn rekstur verið í nokkur ár. Þar opnuðu þau skyndibitastað. Kári sagði að hann væri að hugsa um framtíðina þar sem væntanlega yrði minna um að vera í veitingasölunni í Herjólfi ef farið yrði að sigla upp í Bakkafjöru. Einsdæmi? Þau eru líklega ekki mörg dæmi þess að átta mæðgur starfi á sama vinnustaðnum, sérstak- lega þegar hann er ekki stærri en Heil- brigðisstofnunin í Vestmannaeyjum. En sex- tán af starfsstúlkum stofnunarinnar tengjast einmitt slíkum tjölskylduböndum. Stofnfé aukið í Sparisjóðnum Um haustið hafði orðið vart við áhuga ut- anaðkomandi aðila með að eignast stofn- fjárhluti í sparisjóðnum og heyrðust raddir um kauptilboð til stofnfjáreigenda upp á nokkrar milljónir fyrir hlut þeirra. Samkvæmt lögum geta slík viðskipti þó ekki farið fram. Bæjaryftrvöld tilkynntu að af þeirra hálfu yrði slegin skjaldborg um sjóðinn, svo að hann gæti áfram þjónað því hlutverki sem hann var í upphafi stofnaður til. I desember var ákveðið að bjóða út 350 milljón kr. aukningu á stofnfé, sem er fyrsti hlutinn af 1000 milljón króna aukningu. Allir stofnfjáreigendurnir, 70 talsins, notfærðu sér forgangsrétt til kaupa á 5 milljóna kr. hlut, hver fyrir sig. 36 útskriftarnemendur Mikið var um að vera hjá Visku fyrstu helgina í desember en þá útskrifuðust átta nemendur af námskeiði frá Háskólanum á Bifröst og 28 nemendur með 30 tonna skipstjómarréttindi. Af þeim voru 15 heimamenn en 13 sem stund- uðu námið í fjarnámi frá Dalvík en komu hingað til að þreyta prófin og verklega hluta námsins. Ágúst Einarsson, rektor á Bifröst, var viðstaddur útskrift nemendanna sem vora í námi á Bifröst. Gaf Hraunbúðum íbúð sína í Reykjavík Guðný Ragnheiður Hjartardóttir, frá Geithálsi í Vestmannaeyjum, sem lést í sumar, arfleiddi dvalarheimilið að Hraunbúðum að íbúð sinni við Espigerði í Reykjavík. Fjölskylduráð Vestmannaeyjabæjar lagði til að íbúðin yrði seld og andvirðið notað til að bæta aðbúnað heimilisfólks á Hraunbúðum. Full kirkja Það var setið í hverju sæti og rúmlega það í Landakirkju þegar Kór Landakirkju hélt sína árlegu jólatónleika. Að þessu sinni söng Sigrún Hjálmtýsdóttir, Diddú, með kómum og hefur það væntanlega aukið aðsókn að tón- leikunum sem þóttu sérlega vel heppnaðir. Þá héldu hjónin Óskar Sigurðsson og Lauga tónleika í Hvítasunnukirkjunni ásamt Kaffi- húsakómum og fleira tónlistarfólki, rétt fyrir jól og einnig þétt setinn bekkurinn þar. Gáfu Biblíur til Landakirkju og allra skólanna Hjónin Lóa Skarphéðinsdóttir og Magnús Kristinsson gáfu Biblíur í alla skóla bæjarins sem og til Landakirkju. Þau hjón sögðu þetta þakklætisvott fyrir að hafa fengið að starfa í Landakirkju, sem þau gerðu lengi. Veðravíti Fádæma leiðinleg tíð einkenndi desember- mánuð og nokkur stórviðri sem gengu yftr. Fór veðurhæðin nokkrum sinnum yfir 30 metra á sekúndu. Nokkurt tjón varð í fyrsta hvellinum, m.a. fuku jámplötur á haf út, en þær áttu að fara í nýju frystigeymsluna inni á Eiði. Vildu frekar aura Það kom ýmsum á óvart þegar formaður IBV íþróttafélags stakk upp á því að byggingu knattspyrnuhússins yrði frestað um eitt ár en í staðinn fengi IBV 15 milljónir frá bænum. Fjárhagsleg staða félagsins var ekki góð og þetta hugsað sem leið út úr þeim vandræðum. Bæjarstjóri sagðist myndi íhuga málið, kæmi það formlega inn á borð til sín. Lífeyrissjóðurinn neitaði Ekkert varð úr því að Isfélag Vestmannaeyja og Kristinn ehf. keyptu hluti þeirra Stillubræðra í Vinnslustöðinni. Þeir Isfélags- menn höfðu sett þann fyrirvara á að þeir vildu fá hlut sem næmi 35% í Vinnslustöðinni og urðu því að treysta á að aðrir hluthafar vildu selja. Falast var eftir hlut Lífeyrissjóðs Vestmannaeyja en þar á bæ neituðu menn að selja og því varð ekkert úr þessum kaupum. 14 stúdentar Alls voru 34 nemendur útskrifaðir frá Framhaldsskólanum við slit haustannar. Þar af voru 14 stúdentar, sex úr grunnnámi bygg- inga- og mannvirkjagreina, 13 vélaverðir og einn af 2. stigi vélstjómar.. Þessi annáll ársins 2007 er að mestu leyti unninn upp úr blaðinu Fréttum, stiklað á stóru í helstu fréttnœmu atburðum ársins. Eflaust finnst einhverjum sem einhverju hafi verið sleppt sem átt hefði að vera hér og œtlar skrif- ari ekkert að þrœtafyrir slíkt, né heldur biðj- ast afsökunar á því. Það verður bara að hafa það, enda er þetta ekki sagnfrœðileg úttekt heldur meira til gamans gert sem og upp- rifjunar á atburðum ársins. Skrifari vill óska lesendum Frétta árs og friðar með ósk um að nýtt ár megi verða uppspretta sem flestra jákvœðra viðburða. Gjört á jólaföstu 2007 Sigurgeir Jónsson

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.