Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 10. janúar 2008 Halla Andersen - Stefán Lúðvíksson - Erla Halldórsdóttir - Einar Björn Árnason - Ása Ingibergsdóttir: Horfa björtum augum fram á veg Viðtal Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir. is Fréttir fengu fimm valinkunna Eyjamenn til þess að segja lesendum Frétta hvað þeim fannst standa upp úr á síðasta ári og líta fram á veginn. Það er óhætt að segja að ákveðinn bjartsýni ríki hjá þessu ágæta fólki sem kemur frá ólíkum sviðum atvinnulífsins. „Gleður mig ósegjanlega að á árinu verði byrjað á Bakkafjöruhöfn, “ segir Halla Júlía Andersen „Árið 2007 var viðburðaríkt hjá mér og mínurn," sagði Halla Júlía Andersen grunnskólakennari þegar hún var beðin að fara yfir síðasta ár. „Grunnskóli Vestmannaeyja varð til, sem þýddi að ég varð að breyta um vinnustað eftir 29 ár á sama staðnum! Ég var afar mikið á móti þessari aðgerð, bæði faglega og persónulega, en verð í dag að játa, að margt tókst vel og vona að annað lagist. Ég sakna auðvitað „gömlu“ samstarfsmannanna minna, en nýi vinnustaðurinn tók vel á móti mér. Þar vinnur gott fólk og líður mér afskaplega vel þar. Yngsta barnið mitt fermdist, miðlungurinn minn lauk námi og elsta barnið mitt eignaðist þriðja bamið sitt, sem jafnframt er fimmta bamabamið okkar. 1 sumar fórum við svo í ógleym- anlegt ferðalag með vinum okkar, Má Jónssyni og Jónu Ólafs. Við sigldum um Skotland, frábær ferða- máti. Þegar Halla er spurð um nýja árið segir hún að það leggist nokkuð vel í sig. „Ég hef reyndar heilmiklar áhyggjur af grunnskólamálunum ennþá, en vona að okkur beri gæfa til að þróa þau mál eins og best verður á kosið. Góður grunnskóli er eitt af því sem ungt fólk skoðar þegar það velur sér búsetu. Eg er ein af þeim sem stríði við ferðafötlun á háu stigi. Það gleður mig þess vegna ósegjanlega mikið að á árinu verði byrjað á Bakka- fjöruhöfninni. Það hefur verið vegið að undir- stöðuatvinnuveginum, en fólkið í þeim geira er bjartsýnt, spýtir í lófana og eflist við mótlætið. Það sýna nýju skipin og framtíðarplön í uppbyggingu sjávarútvegsfyrir- tækjanna. Þetta eykur bjartsýni mína á að Vestmannaeyjar verði áfram staðurinn minn.“ „Byrjun á breyttu viðhorfi og hugsunarhœtti, “ segir Stefán Lúðvíksson „Öll þessi nýju skip og uppbygging fiskvinnslufyrirtækjanna, “ sagði Stefán Lúðvíksson, eigandi Eyja- blikks þegar hann var beðinn að nefna það sem stæði upp úr á árinu. „Byrjun á breyttu viðhorfi og hugsunarhætti og mikil jákvæðni í bænum. Mér finnst fólk miklu bjartsýnna á framtíðina, einstak- lingar eru að byija að byggja hús og það er gott miðað við árin á undan. Það eru nóg verkefni fram- undan og vantar orðið fólk í vinnu. Til dæmis er mjög erfitt að fá menn í jámiðnaði sem má segja að sé jákvætt vandamál en auðvitað væri betra ef maður fengi mannskap." Þegar Stefán var spurður hvemig hann sæi árið framundan, stóð ekki á svari. „Ég held að þetta verði frábært ár. Ég held það verði nóg að gera og nú er einu ári styttra í að við fáum höfn í Bakkafjöru. Þegar hún verður tilbúin hættir maður að vera sjóveikur í þrjá tíma og verður bara EINAR BJÖRN með tvíburana Dag og Sunnu: Mér flnnst fólk almennt bjartsýnt og tel að bættar samgöngur gætu breytt miklu bæði fyrir okkur Eyjaskeggja og þá sem eru að koma að heimsækja okkur. sjóveikur í hálftíma. Það er nú bara lúxus. Ég vona að ÍBV komist upp og geti farið að keppa við alvöru lið eins og Fylki, það væri gaman. Eyjablikk er að stækka við sig, flytur í norðurendann að Flötum 27 á árinu og það em stór verkefni framundan. Jafnvel era líkur á því að við getum farið að byggja á íbúðimar á Hilmisgötunni á árinu. Þetta verður gott ár,“ sagði Stefán. „Lesendahópurinn í Eyjum er að stækka, “ segir Erla Halldórsdóttir „Það sem mér finnst jákætt er hvað viðskiptin við Eymundsson hafa gengið vel og hvað við eigum marga góða og trausta viðskiptavini í Eyjum," sagði Erla Halldórsdóttir, verslunarstjóri Eymundsson, þegar hún var spurð hvað stæði upp úr á síðasta ári. „Það hefur verið stöðug aukning síðan við byrjuðum þannig að lesendahópurinn í Eyjum er að stækka, sérstaklega eftir að bækur fóra að koma út í kiljuformi. Ég er með frábært starfslið og það skiptir meginmáli. Konukvöldið, sem við stóðum fyrir, heppnaðist frábærlega vel. Það komu 150 konur og ég hef fengið mjög góð viðbrögð og margar þeirra era afar þakklátar." Erla segist hafa notað sumarfríið sitt til að mála Blátind með Tryggva Sigurðssyni, sambýlis- manni sínum, en hann hafði umsjón með endurbótum á skipinu. „Það var mjög gaman þegar báturinn var klár enda er þetta flottur bátur. Þá finnst mér mjög mikilvægt að hugsa til þess að strákamir mínir plumma sig vel í lífinu. Það er aðalatriðið að þeim gengur rosalega vel.“ Erla er ekki í vafa um að árið sem er framundan verður gott ár. „Ég set markið hátt og vil gera enn betur með verslun Eymundsson. Draumurinn er að koma þar upp alvöra kaffihomi og hugmyndin er að vera með uppákomu, bæði með Símanum og Éymundsson í sumar. Ef maður er jákvæður þá er allt jákvætt í kringum mann. Ég held að atvinnumálin í Eyjum séu í góðu horfí og að allir fái vinnu sem vilja. Lífíð brosir við mér og mér fínnst að ættu allir að geta haft það gott.“ „Eigum að geta tekið á móti fleira fólki en í dag, “ segir Einar Björn Árnason Ef ég fer yfir síðasta ár þá er útskriftin sl. vor toppurinn," segir Einar Bjöm Ámason, matreiðslu- maður þegar hann er spurður um eftirminnilegustu atburði ársins en hann lét sig ekki muna um að útskrifast frá Hótel- og matvæla- skólanum í Kópavogi með stæl. „Ég var mikið á ferðinni þegar ég var í skólanum og kom heim nánast í hverri viku og kynntist sam- göngumálunum nokkuð vel. Ég hefði viljað sjá nýtt og öflugra skip strax, því það er helsta málið hjá okkur að bæta samgöngumar. Ég er samt ánægður með að það á að ráðast í höfn í Bakkafjöra þó ég hefði viljað sjá jarðgöng." Einar Bjöm segir vikuferð til Tenerife hafa verið frábæra þar sem samankomnir vora 80 til 90 manns frá Eyjum. „Heimferðin er eftir- minnileg þar sem flugið var hræði- legt og ég var í því að hughreysta Daða Páls og Magga Steindórs því þeir vora svo skelkaðir. Svo varð Drífa frænka amma á árinu þegar Hrafnhildur dóttir hennar eignaðist bam. Hrafnhildur vinnufélagi minn varð líka amma á árinu þó hún beri það nú ekki með sér. Svo náði ég loks að draga félaga minn hann Grím í ræktina en það hefur tekið mig fjögur ár að fá hann með mér,“ segir Einar Bjöm og kann sannarlega að tína til merkilega atburði frá liðnu ár. „Ég lít nýja árið jákvæðum augum. Ég vil þakka útgerðar- mönnum því þeir eiga stóran þátt í uppbyggingunni hér. Ég vil leggja mitt af mörkum en mér stóð til ÁSA: Velvilji bæjarbúa í garð Sjúkrahússins sýndi sig mjög vel með mjög rausnarlegum gjöfum sem bæta þjónustu við okkur hér. Ég tel það mjög mikil- vægt að Sjúkrahúsið sé vel tækjum búið til að auðvelda veikum einstaklingum að fá þjónustu í heimabyggð. boða að vinna uppi á landi en helst af öllu vil ég vera í Eyjum því mér líður vel héma. Mér fínnst fólk almennt bjartsýnt og tel að bættar samgöngur gætu breytt miklu bæði fyrir okkur Éyjaskeggja og þá sem eru að koma að heimsækja okkur. Við eigum að geta tekið á móti fleira fólki en í dag. Eyjan bara býður upp á það en við verðum líka að átta okkur á því að við verðum að vera tilbúin til að taka á móti fólki, sem heimsækir okkur, með góðri þjónustu. Það vantar mikið af ungu fólki í bæinn en mér finnst samt að margir séu að snúa aftur,“ sagði Einar Björn, glaður og hress. „Hef góða tilfinningu fyrir nýju ári,“ segir Ása Ingi- bergsdóttir Ása Ingibergsdóttir, viðskipta- fræðingur hjá Deloitte hf í Vest- mannaeyjum, er ánægð með árið sem nú er nýliðið. „Arsins 2007 minnist ég á jákvæðan hátt. Mér finnst almennt mun meiri bjartsýni hjá fólki og það tilbúið að horfa jákvætt á framtíð Vestmannaeyja. Tilkoma nýrra skipa á árinu var mjög jákvæð þar sem útgerðar- menn sýna að þeir hafa trú á Vestmannaeyjum til framtíðar. Velvilji bæjarbúa í garð Sjúkra- hússins sýndi sig mjög vel með mjög rausnarlegum gjöfum sem bæta þjónustu við okkur hér. Ég tel það mjög mikilvægt að Sjúkrahúsið sé vel tækjum búið til að auðvelda veikum einstaklingum að fá þjón- ustu í heimabyggð. Mér fannst líka ánægjulegt að heyra að okkur hefur ekki fækkað eins mikið í Eyjum eins og undanfarin ár. Gaman væri ef við gætum snúið þróuninni við á nýju ári og fjölgað íbúum Vest- mannaeyja. Fasteignaverð hefur hækkað töluvert á árinu sem er mjög gott. Það sem snýr að mér persónulega er að upp úr stemdur sumarfrí Qölskyldunnar til Marmaris í Tyrklandi sem var frábært í alla staði, en við fóram með tengda- foreldrum mínum, foreldrum og systur," sagði Ása og þegar hún er spurð hvaða tilfinningu hún hafi fyrir nýja árinu stóð ekki á svari. „Ég hef góða tilfinningu fyrir nýju ári og vona að það færi okkur Vestmannaeyingum gleði og ham- ingju,“ sagði Ása og vonandi gengur það eftir. HALLA: Grunnskóli Vest- mannaeyja varð til, sem þýddi að ég varð að breyta um vinnustað eftir 29 ár á sama staðnum! Ég var afar mikið á móti þessari aðgerð, bæði faglega og persónulega, en verð í dag að játa, að margt tókst vel og vona að annað Iagist. STEFÁN: Öll þessi nýju skip og uppbygging fiskvinnslufyrirtækjanna “ sagði Stefán Lúðvíksson, eigandi Eyjablikks þegar hann var beðinn að nefna það sem stæði upp úr á árinu. ERLA: Ef maður er jákvæður þá er allt jákvætt í kringum mann. Ég held að atvinnumálin í Eyjum séu í góðu horfi og að allir fái vinnu sem vilja. Lííið brosir við mér og mér fínnst að ættu allir að geta haft það gott.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.