Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 18

Fréttir - Eyjafréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 18
18 Fréttir / Fimmtudagur 10. janúar 2008 Sjaldan hafa fleiri fylgst með Þrettándagleðinni: Þar mátti sjá mörg gamalkunnug andlit Ekki er hægt að slá á það nákvæmlega hvað margir eltu Grýlu og Leppalúða og jólasveinana á laugardaginn og hver fjöldinn var sem fylgdist með þrettándagleðinni á malarvellinum. En þeir voru margir og ekki ósennilegt að milli 2000 og 3000 manns hafi verið í kringum malarvöllinn sem verður að teljast gott í bæjarfélagi sem telur liðlega 4000 íbúa. Og það var ánægjulegt að sjá mörg gamalkunn andlit í logunum frá varðeldinum. Þetta voru brottfluttir Eyja- menn sem voru mættir til að gefa börnum sínum kost á að upplifa þann ævintýraheim sem þrettándinn í Vestmannaeyjum er. Og sú ákvörðun IBV- íþróttafélags að halda sig við laugardaginn gekk upp. Það hefur verið tekist á um það í nokkur ár hvort færa ætti þrettándagleðina til, þ.e. að halda hana á sjálfum þrettánd- anum eða laugardeginuin sem er næstur honum. A síðasta ári bar þrettándann upp á laugar- dag og sýndi sig að gestir sem hingað komu höfðu sjaldan eða aldrei verið fleiri. Því var ákveðið að gera tilraun til tveggja ára með aðkomu bæjarins sem hækkar framlag sitt verulega á þessu ári. Það er engu líkara en þetta framtak íþróttahreyfingarinnar í Eyjum, að gera þrettándanum góð skil, sé veðurguðunum þóknanlegt því nú, eins og stundum áður, gerði hið besta veður um leið og jólasveinarnir hófu göngu sína ofan af Hánni með kyndla sína. Þaðan var haldið upp Heiðarveg með Grýlu og Leppalúða í farar- broddi. Jólasveinar höfðu viðkomu á Hraunbúðum en saman kom hersingin inni á malarvclli. Þar hófst álfadans og tröllin fóru mikinn við misjafnar undir- tektir yngsta fólksins. En eftir- vænting og ánægja skein úr flestum andlitum og hámarkið var þegar öllug flugeldasýning hófst. Það er ótrúleg vinna sem fólk er tilbúið að leggja á sig þegar kemur að þrcttándanum og hafa sumir ekki látið sig vanta einn einasta þrettánda í ára- tugi. Grunnurinn var lagður fyrir 59 árum þegar Knatt- spyrnufélagið Týr hélt sína EFTIRVÆNTING og gleði skein af hverju andliti. SUM TRÖLLIN eru þrír til fjórir metrar á hæðina. fyrstu þrettándagleði. Jóla- sveinarnir eru þrettán og álfar og púkar halda sínu striki en tröllum hefur fjölgað með ár- unum og þau stækkað, bæði á hæð og breidd. Það sýnir að enn er metnaðurinn fyrir hendi og sjaldan eða aldrei hefur flugeldasýningin verið glæsile- gri. Það hlýtur því að vera til- hlökkunarefni fyrir unga og aldna, álfa, púka, tröll, jóla- sveina og Grýlu og Leppalúða að mæta að ári því allir héldu heim til sín með gleði í hjarta þó þrettándanum hafl verið þjófstartað um einn dag í ár. ÁLFAKÓNGUR og álfadrottning fóru fyrir sínu liði í dansinum. JÓLASVEINAR af öllum gerðum og stærðum voru mættir. Sést hafa fegurri hjú en Grýla og Leppalúði en þeirra yrði sárt saknað ef þau létu ekki sjá sig á þrettándagieðinni í Eyjum.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.