Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 19

Fréttir - Eyjafréttir - 10.01.2008, Blaðsíða 19
Fréttir / Fimmtudagur 10. janúar 2008 19 |lHvað segja þeir um komandi ár og það sem framundan er: Segja bjart framundan í fót- bolta, handbolta og körfunni -Það er álit spekinganna Viðars Elíassonar, Sigursveins Þórðarsonar, Sigurðar Bragasonar og Björns Einarssonar SIGURSVEINN: Höfum reynslu til að byggja á. Fréttir tóku púlsinn á boltaíþrótt- unum, fótbolta, handbolta og körfu- bolta. IBV tókst ekki að komast upp í efstu deild í fótbolta, handboltinn náði því takmarki en hefur gengið herfdega í vetur og uppsveifla er í körfunni. Vilji er allt sem þarf Aðeins munaði einu stigi á Fjölni og ÍBV í fyrstu deildinni í fótbolt- anum síðasta sumar. Á því komst Fjölnir upp en Eyjamenn sátu eftir með sárt ennið. „Ég var svekktur yftr því að við skyldum ekki komast upp en það þýðir ekki að hugsa um það. Við höfum nú reynslu til að byggja á og þó við höfum misst nokkra leik- menn frá síðasta ári koma nýir í staðinn og stefnan verður áfram að fara upp í efstu deild,“ segir Sigursveinn Þórðarson, sem er meðal nýrra manna í knattspyrnu- ráði. Hann segist þó ánægður með að í ár fer meistaraflokkur kvenna aftur af stað. „Öðnim flokki karla gekk ekki nægilega vel á síðasta ári. Þeir stóðu sig ágætlega í bikamum en ekki nógu vel í deildinni," segir Viðar Elíasson fyrrum formaður knattspyrnuráðs. „Frammistaða meistaraflokks var undir væntingum en þó hef ég fulla trú á Iiðinu. Ef menn leggja á sig þá vinnu sem þarf til að ná árangri á VIÐAR: Hef fulla trú á liðinu. liðið að geta farið upp. Þá þarf rétt hugarfar að vera til staðar og vilji til að ná settum markmiðum. Það þarf að hafa fyrir þessu eins og öðru og menn verða að leggja sig fram. Þeir eiga alveg að geta þetta strákarnir," segir Viðar. Sterkur liðsandi Handboltalið ÍBV hóf árið sem leið af kappi og vann hvern leikinn á fætur öðrum. Með sigrunum færðust þeir upp í N1 deildina þar sem þeir kejiptu seinnihluta ársins. I N1 deildinni mættu þeir sterkari liðum en í 2. deild og í lok árs höfðu þeir tapað 13 leikjum af 14 og nú voru góð ráð dýr. Ekki dró það þróttinn úr mannskapnum en þegar að æfingahléi kom voru þeir staðráðnir í að þjálfa vel og koma sterkari en nokkurn tímann fyrr inn í seinni hluta mótsins. „Þetta gekk eins og í sögu í fyrra- vor þegar við spiluðum í 2. deild. Ég átti mitt besta tímabil, fékk verðlaun fyrir frammistöðuna, og mér fannst við f heildina spila vonum framar. Þegar kemur að N1 deildinni er eins og botnitin detti úr liðinu með tapi eftir tapi sama hvað við gerum. Mér finnst liðsandinn samt sem áður hafa staðið undarlega sterkur og það er það sem hefur haldið okkur saman á verstu tímunum," segir Sigurður Bragason, fyrirliði meistaraflokks SIGURÐUR: Við eigum mjög góða yngri flokka. ÍBV í handbolta. „Við eigum mjög góða yngri flokka og heilu árgangarnir hafa verið að standa sig vel í fótbolta og handbolta. Þeir hafa sýnt enn og aftur að við Vestmannaeyingar eigum alltaf góða markmenn og ég vona að með þeim séum við að sjá fyrstu Islandsmeistara IBV vaxa úr grasi,“ segir Sigurður. Sigurður segir stúlknaflokkana einnig standa sig vel og að 4. flokkur hafi hreppt íslandsmeist- aratitilinn á árinu sem leið. „Þær eru margar landsliðskonurnar frá ÍBV svo þetta lítur allt saman reglulega vel út upp á framtíðina þó við í meistaraflokki séum ekki að standa okkur nógu vel. Ég verð þó að segja að nú í byrjun árs leyfi ég mér að vera bjartsýnni en ég var. Það er í rauninni ekki hægt annað og ég vona að við náum að landa fleiri stigum en við höfum verið að gera. Nú er bara að standa saman og sýna hvað í okkur býr,“ segir Sigurður. Gott ár í körfunni Árið hjá körfuboltanum gekk vonum framar en hann hefur verið í mikilli framsókn undanfarin tvö ár í Eyjum. Tveir flokkar fóru úr D riðli upp í A riðil og aðrir flokkar fikrast upp. Þá hefur aðsókn aukist á æfingar og fjölgað í stjóminni sem styður við BJÖRN: Strákarnir hafa bætt sig mikið. bakið á þjálfara og iðkendum. „Ég er mjög ánægður með árang- urinn, bæði á síðasta ári og síðan ég byrjaði. Strákarnir hafa bætt sig mikið og við höfum nú sterkari leik- mannahóp í meistaraflokki en við höfum haft lengi. Þar að auki er ég með toppmenn með mér í stjórn sem hafa aldeilis hjálpað við að safna styrkjum og standa í ýmsum hlut- um,“ segir Björn Einarsson þjálfari. „Það eru ekki eingöngu liðin sem heild sem eru að standa sig vel því fjórir leikmenn úr yngri flokkum hafa verið valdir í landsliðið. Strák- arnir eiga góðan möguleika á að enda í lokahópi landsliðsins og ég bíð spenntur eftir að sjá hvernig það fer,“ segir Bjöm. Björn er bjartsýnn á að meist- araflokkur komist upp um deild á þessu ári og segist jafnframt binda vonir við að einn af yngri flokkunum endi í topp þremur. „Það verður nóg að gera í ár, fjöl- liðamót um næstum hverja helgi og æfingar þess á milli. Nú er bara að halda áfram að bæta sig og verða betri og betri og svo er aldrei að vita nema Islandsmeistaratitillinn rati til Eyja á næstu tveimur árum. Við verðum bara að vera bjartsýn og jákvæð og þá kemur þetta allt saman," segir Björn mjög ánægður með árangur körfuboltastrákanna. íþróttir Futsal: ÍBV hafði betur gegn KFS KFS tók á móti ÍBV í íslandsmót- inu í Futsal í vikunni. Liðin höfðu mæst áður og lauk leiknum með stórsigri ÍBV 11:4. KFS lék hins vegar mun betur núna þrátt fyrir tap 6:4. Futsal fótbolti er talsvert frábrugðinn þeim fótbolta sem áður var leikinn innanhúss en leikið er á handboltavelli, með handboltamörk. Fimm eru inni á í einu og tekur markvörðurinn mun minni þátt en áður. Leikurinn var ágætis skemmtun en ÍBV komst í 3:0 strax í upphaft leiks. En staðan í hálfleik var 4:1. KFS lék svo betur í síðari hálfleik, skoraði þrjú mörk en ÍBV tvö og lokatölur því 4:6 ÍBV í vil. Rakel í 25 manna hóp Rakel Hlynsdóttir komst f 25 stúlkna landsliðshóp 16 ára lands- liðs stúlkna um helgina. Þær Katarina og Vigdís stóðu sig vel á æfingum um helgina, þær eru reynslunni ríkari og framtíðin er þeirra. Þrjár í 16 ára landsliðshóp Þrjár ungar Eyjastelpur hafa verið valdar til þátttöku í framtíðar- landsliðshópi 16 ára handbolta- landsliðs. Þetta eru þær Katarina Hlynsdóttir Rakel Hlynsdóttir og Vigdís Svavarsdóttir. Framundan Laugardaginn 12. janúar Kl. 12.00 IBV-Laugdælir í körfunni. Ekki viðraði til golfleiks á gamlaársdag og var því Flugeldamótinu frestað fram á laugardaginn fyrir þrettánda. Þá var hið besta veður og þrjátíu manns sem mættu til leiks og spiluðu níu holur með forgjöf. Sigurvegari varð útgerðarmaðurinn Jóhannes Sigurðsson, í öðru sæti netamaðurinn Þórður Hallgrímsson og í því þriðja Sæmundur Ingvarsson olíu- fursti. Allir fengu þeir flugeldatertur í verðlaun. Þetta var fyrsta golfmótið á afmælisári en Golfklúbbur Vestmannaeyja fagnar 70 ára afmæli á árinu og verður þess minnst á margvíslegan hátt, bæði í mótahaldi sem og öðru.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.