Fréttir - Eyjafréttir

Eksemplar

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Side 1

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Side 1
Bílaverkstæðið BrAGGINN sf. Flötum 20 Viðgerðir og smurstöð - Sími 481 3235 Réttingar og sprautun - Sími 481 1535 35. árg. I 3. tbl. I Vestmannaeyjum 17. janúar 2008 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is Gífurlegt fannfergi hefur verið í Eyjum í vikunni. Fyrst snjóaði á sunnudag en svo kyngdi niður snjó aðfaranótt þriðjudags og lentu margir í vandræðum vegna þess. Aðeins þiðnaði í gær en samkvæmt spá, má búast við að þessi hvíti gestur sé ekki á förum í næstu bráð. Dráttarvélarnar hans Gunnars í Lukku tóku á sig alveg nýja mynd í snjókomunni eins og sjá má. Ferjan Baldur: Afsláttur í samræmi við notkun Fjörlegir fundir stjórnmálaflokkanna: Gangarannsóknir, ný stefna í Skipalyftumálinu og sann- gjarnari gjaldskrá Herjólfs -Var meðal þess sem kom fram á fundum stjórnarflokkanna Þrír stjórnmálaflokkar, stjórnar- flokkamir Samfylking og Sjálf- stæðisflokkur og Frjálslyndir, sem em í stjómarandstöðu með Vinstri grænum og Framsókn, héldu fundi hér á fimmtudag, laugardag og sunnudag. Víða var komið við og það sem mesta athygli vakti var ný staða í málum Skipalyftunnar, loforð fjármálaráðherra um fjár- magn til að ljúka rannsóknum vegna ganga og upplýsingar samgöngu- ráðherra um nýja ferju og hugsan- lega uppstokkun á fyrirkomulagi vegna afsláttareininga sem far- þegum Herjólfs stendur til boða. Á fundi sjálfstæðismanna mættu Ámi Mathiesen, fjármálaráðherra, og þingmennirnir Árni Johnsen, Kjartan Ólafsson og Björk Guðjóns- dóttir. Víða var komið við á fund- inum en mesta athygli vakti hug- mynd sem Ámi Johnsen kynnti um það sem hann kallar leið B í málefnum Skipalyftunnar. Upptöku- mannvirki hennar eyðilögðust haustið 2006. Hefur umsókn um aðkomu rikisins á byggingu á stærri lyftu verið til umsagnar hjá Eftirlits- nefnd ESA í Bríissel síðan um mitt síðasta ár. Ekki sér fyrir endann á þvi' og sagði Ámi að nú væri komin upp sú hugmynd að skilja fram- kvæmdimar að, ramma af 20 metra sinnum 92 metra kví. Ekkert ætti að vera því til fyrirstöðu að ríkið styrki kvína með 60% framlagi. Sjálf lyftan væri svo aðskilin og hefur verið leitað til fjögurra útboðsaðila í Ameríku, Asíu og Evrópu. í samtali við Fréttir sagði Ámi að gangi allt að óskum gæti ný og stærri lyfta verið komin í gagnið á næsta ári. Til em peningar í Hafnabótarsjóði en til að Skipalyftan geti fengið tjónabætur þarf samþykki frá Briissel og er Ámi í hópi manna sem em á leiðinni út til að útskýra stöð- una. Ekki vakti síður athygli loforð Áma, íjármálaráðherra, um að hann væri tilbúinn að útvega fjármagn, 50 til 60 milljónir sem áætlað er að það kosti að gera lokarannsóknir á göngum. Á fundi Samfylkingar- innar kom fram fyrirspurn hvort von væri á breytingum á gjaldskrá Herj- ólfs og afsláttarkjörum sem fást ef keyptar eru farmiðaeiningar fyrir rúmar 16.000 krónur. Lúðvík Bergvinsson sagði að í athugun væri að íbúar í Vestmanna- eyjum gætu fengið meiri afslátt en aðrir. Vonaðist hann til að það fengist í gegn. Björgvin G. Sigurðsson, við- skiptaráðherra, sagði það stefnu Samfylkingarinnar að gjaldskrá á sjó væri sambærileg því sem kostar að fara sömu vegalengd á landi. Það mál væri komið í ákveðinn farveg. Breiðafjarðarferjan Baldur er í áætlunarferðum milli Stykkis- hólms og Brjánslækjar. Afslátta- kjör eru í boði af fargjöldum og fyrirkomulagið var með svipuðu sniði og tíðkast með Herjólfi. Farþegar keyptu fyrirfram ákveðinn fjölda af ferðum og fengu afslátt í samræmi við það. Þessu hefur verið breytt og far- þegar fá afslátt af hverri ferð gegn framvísum á korti þar sem koma fram upplýsingar um afsláttarkjör. „Við vorum upphaflega með af- sláttarkort sem gáfu 20 til 50% afslátt en breyttum þessu fyrir- komulagi því gamla kortakerfið var þungt í vöfum og farþegar þurftu að greiða 50 til 60 þúsundir fyrir kort sem gaf mesta afslátt- inn,“ sagði Pétur Ágústsson, framkvæmdastjóri í Stykkishólmi þegar hann var spurður um fyrirkomulag við greiðslukerfið hjá ferjunni Baldri. „Nú getur fólk keypt fargjald með afslætti ef þeir framvísa korti sem við gefum út og þar kemur fram hversu mikinn afslátt við- komandi á rétt á að fá. Við erum þá búin að meta viðskiptin og þeir sem nota þjónustuna mest fá mestan afslátt en hann getur verið á bilinu 10 til 50%, allt eftir viðskiptum, Við gefum líka afslátt af þungaflutningum og hópar sem koma í skipið fá hópafslátt o.s.frv. Kortin sem við létum gera eru ekki ósvipuð kreditkortum og þar koma upplýsingar um afslát- tarkjör fram. Þetta hefur gefist vel,“ sagði Pétur. Stofnun Þekk- ingarseturs Á fundi bæjarráðs var tekin fyrir ósk starfshóps um eflingu há- skóla- og rannsóknastarfsemi í Vestmannaeyjum, um að Vestmannaeyjabær gerist stofnað- ili að Þekkingarsetri Vestmanna- eyja með 300 þúsund kr. stofn- framlagi. Bæjarráð samþykkir að gerast stofnaðili að Þekkingarsetri Vest- mannaeyja með 300 þúsund kr. stofnframlagi og hvetur aðra framsækna aðila til þátttöku. í fundargerð bæjarráðs segir að tilgangur Þekkingarseturs Vest- mannaeyja sé að stuðla að aukinni almennri þekkingu og fjölbreytni atvinnulífs í Vestmannaeyjum með fræðslustarfí, eflingu há- skólamenntunar, vísindarann- sóknum og nýsköpun. VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI.J nelShamar VÉLA-OG BÍLAVERKSTÆÐI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / ^ ÞJÓNUSTUAÐILI I EYJUM FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.