Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 17. janúar 2008 ELLIÐI MEÐ BÖRNUM sínum Nökkva Dan og Bjarteyju Bríeti sem bæði eru í skóla um þá segir hann: Skólarnir í Vestmannaeyjum eru stórir og mikilvægir vinnus- taðir. Þar fer fram mótun framtíðarinnar og hvergi má slá af kröfunni til Vestmannaeyjabæjar um að vel sé þar að verki staðið. Þórsheimilinu var opnað í byrjun skólaárs og hefur það gefið góða raun. Féló Vestmannaeyjabær hefur lengi getað státað af rekstri félagsmiðstöðvar fyrir unglinga. Þangað hafa eldri nemendur grunnskólans getað sótt sínar tómstundir og þátttaka hefur verið nokkuð góð. Húsnæði það sem í boði var hafði þó löngu gengið sér til húðar. Aðgengi fyrir fatlaða var til vansa og lítil endumýjun hafði átt sér stað. Því var tekin ákvörðun um að flytja félagsmiðstöðina í annað og hentugra húsnæði. Húsnæði það sem áður hýsti leikskólann Rauðagerði varð fyrir valinu og ráðist í breytingar á því. Við þá ákvörðun skipti ekki hvað síst máli aðgengi fatlaðra og nálægð við skólann. Vel hefur tek- ist til með þessar breytingar og er aðsókn góð. Samgöngur Samgöngur eru og verða eitt helsta hagsmuna- mál Eyjamanna. Núverandi bæjarstjóm hefur lagt höfuðáherslu á varanlegar úrbætur í sam- göngumálum og einróma samþykkt að flýta framkvæmdum við Landeyjahöfn (Bakka- fjöm) eins mikið og verða má. Þar með fjölg- ar ferðum gríðarlega, ferðatími styttist og kostnaður við siglingar minnkar. í fram- kvæmd sem slíkri skiptir hagsmunagæsla miklu. Tryggja þarf að nýtt skip verði öflugt og ömggt, verðskrá verði hagstæð heima- mönnum, ferðatíðni verði há, frátafir verði ekki meiri en nú eru, rútuferðir verði tíðar, þjónustustig verði hátt og þannig mætti áfram telia. A árinu 2007 fór mikil slík hagsmunagæsla fram sem vonandi skilar árangri þegar fram líða tímar. Hvergi má svo slaka á þessari hagsmunagæslu og þurfa Eyjamenn allir að sýna samstöðu hvað kröfur varðar. Vest- mannaeyjabær beitti sér einnig fyrir fjölgun næturferða en því miður varð dráttur á að slíkt fengist í gegn og skaðaði það án efa hagsmuni atvinnulífsins og þá sérstaklega ferðaþjónust- unnar. Kröfu Vestmannaeyjabæjar um fleiri ferðir með flugi var mætt og mun verða flogið þrisvar sinnum á dag milli Vestmannaeyja og Reykjavíkur skv. sumaráætlun SASS Mikil breyting átti sér stað á starfi SASS á árinu 2007. Með þátttöku okkar hefur verið unnið að hagræðingu og einföldun stjóm- kerfis. I stað tveggja framkvæmdastjóra er nú stefnt að því að vera einungis með einn auk þess sem leggja á aukna áherslu á sameigin- lega hagsmunagæslu, jákvæða ímynd Suður- lands og atvinnuþróun. Vestmannaeyjabær lagði höfuðáherslu á að styrkja tengsl við nágrannasveitarfélögin. Hefur það gefið góða raun og er stefnt að enn nánari samvinnu í ýmsum málum. Skipulagsmál Ný hverfi hafa verið skipulögð og áhersla hefur verið lögð á að greiða leið þeirra sem vilja ráðast í verklegar framkvæmdir. Mikið af góðum lóðum er standa nú Eyjamönnum til boða og hefur það skilað því að þó nokkur ein- býlishús eru nú á leið í byggingu. Þá hefur umtalsverð ásókn verið í iðnaðar- lóðir og þá sérstaklega á hafnarsvæðinu. Ólíkt því sem verið hefur undanfarin ár er nú mikið að gera hjá iðnaðarmönnum og verktökum og ekki útlit fyrir annað en að enn eigi umsvifin eftir að aukast. Sala á hlut okkar í HS Á árinu 2007 var tekin ákvörðun um að selja hlut Vestmannaeyjabæjar að nafnvirði kr. 512.756.280 í Hitaveitu Suðumesja. Ákvörð- un þessi var tekin að vel ígrunduðu máli og ríkti alger einhugur meðal bæjarfulltrúa hvað þetta varðaði. Vestmannaeyjabær leggur áherslu á góða þjónustu við bæjarbúa og telur það hlutverk sitt að haga fjárfestingum sínum í samræmi við það. I kjölfarið á þessari sölu hefur áhersla verið lögð á að greiða niður skuldir bæjarfélagsins og horft til þess að rekstrarfor- sendur þess, til lengri tíma litið, verði í kjölfar- ið sterkari. Um leið og sala þessi gefur Vest- mannaeyjabæ aukin tækifæri til að ráðast í þarfar framkvæmdir sem auka þjónustu við bæjarbúa verður áhersla áfram lögð á hag- ræðingu og aðhald í rekstri. Þátttaka í forvali vegna útboðs á nýjum Herjólfi í haust komust Vestmannaeyjabær og Vinnslu- stöðin hf. að samkomulagi um þátttöku í for- vali vegna útboðs á rekstri ferju, sem sigla á milli Vestmannaeyja og Landeyjahafnar. Þessir aðilar eru sammála um að sú breyting sem felst í 30 mínútna siglingum milli Vest- mannaeyja og hafnar í Landeyjum beri með sér mikil sóknarfæri fyrir Vestmannaeyjar, bæði ibúa og atvinnulíf. Þá er það einnig sannfæring beggja aðila að viðskiptaleg tækifæri felist í eignarhaldi og rekstri ferjunnar og því sé mikilvægt fyrir heimamenn að kanna af fullri alvöru forsendur reksturs og eignarhalds á ferjunni með þátt- töku í forvali fyrir útboð. í kjölfarið á forval- inu var svo tekin ákvörðun um þátttöku í útboði og er nú unni að því. Mótvægisaðgerðir Ákvörðun ríkisstjómar um 30% niðurskurð á þorskkvóta var og mun verða þungt högg fyrir atvinnulífið og samfélagið hér í Eyjum. Vestmannaeyjabær tók strax ákvörðun um að líta á ákvörðunina sem verkefni en ekki vanda- mál. Því var lagt í mikla vinnu við gerð mótvægisaðgerða og þær kynntar. Nú þegar hefur sú vinna skilað árangri því fjármagn hefur fengist til margra samfélags- Iegra verkefna svo sem til eflingar Fram- haldsskólans, fjölgun næturferða með Herj- ólfi, fjölgun ferða með Flugfélaginu, viðhald á Heilbrigðisstofnun, framlag til eflingar Setursins og þannig mætti áfram telja. Vonir okkar standa til að enn sé borð fyrir báru því án myndarlegrar aðkomu hins opinbera er hætt við að neikvæð áhrif verði meiri en ella. Áhersla verður eftir sem áður lögð á frum- kvæði okkar heimamanna. Endurbætur á Barnaskólu Á árinu var ráðist í löngu tímabærar endurbæt- ur á Barnaskólanum. Ferlimál voru bætt veru- lega, félagsaðstað endumýjuð, starfsaðstaða kennara löguð, kennslustofur endumýjaðar og fleira. Auk þess voru tvær lyftur settar í húsið. Kostnaður við framkvæmdina er vart undir 70 milljónum. Leikskólagjöld Leikskólagjöld í Vestmannaeyjum hafa sein- ustu ár verið þau hæstu á landinu. Hagræðingaraðgerðir þær sem núverandi bæjarstjóm greip til í rekstri leikskólanna fljótlega eftir kosningar gerðu okkur kleift að lækka leikskólagjöld niður fyrir landsmeðal- tal. Hafa þarf hugfast að þótt hagræðing geti verið erfið þá snýst hún í öllum tilvikum um að nýta fjármagn bæjarbúa sem best í því sjón- armiði að lækka álögur og auka þjónustu. Vaxtarsamningur og atvinnuþróun Vestmannaeyjabær er aðili að Atvinnuþró- unarfélagi Suðurlands og Vaxtarsamningi. Á árinu 2007 hefur verið unnið að framþróun og fjölgun starfa í gegnum þessar stofnanir og þess í stað verið dregið úr beinni aðkomu sveitarfélagins að fyrirtækjum og rekstri þeirra. Ohætt er að fullyrða að fyrirkomulagið hefur gefið góða raun. Framkvæmd Vaxtarsamnings hefur þegar skilað miklu og nægir þar að nefna stuðning við bjórveksmiðju, Grím kokk, áframvinnslu humars, nýsköpun í ferða- þjónustu og margt fleira. Fleira væri hægt að tína til en skal hér látið staðar numið hvað árið 2007 varðar og horft til hluta þeirra miklu verkefna sem bíða Vest- mannaeyjabæjar á árinu 2008. Árið 2008 - ár vaxtar og fram- kvæmdaframkvæmda Bæjarbúum er ljóst að staða Vestmanna- eyjabæjar er rekstrarlega sterkari en áður hefur verið. Ræður þar mestu sala Vestmannaeyja- bæjar á hlut sínum í HS en einnig hefur verið ráðist í mikla hagræðingu sem sannarlega hefur skilað árangri. Það þarf hinsvegar sterk bein til að halda aftur af þenslu þegar þannig árar og mikilvægt að vera þess minnug að fjár- magn það sem snúið hefur rekstri úr tapi í hagnað hefur orðið til með þrautseigju og elju íbúa í gegnum áratugi og jafnvel árhundruð. Með það í huga ber að haga rekstri og framkvæmdum í sveitarfélaginu þannig að eignarsala sú sem ráðist hefur verið í snúi rekstri við til langstíma og gullgæsinni verði ekki slátrað með því að ganga á höfuðstól söluandvirðis. Áfram þarf því að gæta aðhalds í rekstri og umgangast fjármuni með það í huga að verið er að sýsla með eignir íbúa Vestmanna- eyjabæjar. Þetta breytir þó ekki þeirri staðreynd að víða er þörf fyrir framkvæmdir og nú er aukin geta til að ráðast í slíkar framkvæmdir. Skal nú hér reifað það sem helst verður unnið að á árinu 2008. Fjölnotaíþróttahús I samræmi við stefnu allra framboða til sveit- arstjórnarkosninga og samþykktir Vest- mannaeyjabæjar er nú stefnt að því að bæta verulega aðtöðu til vetrariðkunar knattspymu. Það er mat Vestmannaeyjabæjar að slíkt verði best gert með því að reisa hér fjölnota íþrótta- hús enda kemur slík bygging til með að halda okkur í forystu sveitarfélaga hvað íþróttastöðu varðar. Fyrirhugað er að húsið rísi vestan við -og áfast við- Týsheimilið. Þar verður fyrst og fremst boðið upp á aðstöðu til knatt- spymuiðkunar en um leið verður þar að finna frjálsíþróttaaðstöðu og fleira. Þessa daga er unnið að útboði og stefnt er að því að verk- legar framkvæmdir hefjist eins fljótt og verða

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.