Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 11
Fl'gttir / Fimmtudagur 17. janúar 2008 11 Vestmcmnaeyjar BÆJARSTJÓRINN í Vestmannaeyjum þarf víða að koma við. Hér er Elliði á Vestmannaeyjasýningu sem haldin var í Smáralind fyrir réttu ári. má. Áætlaður kostnaður er um 280 milljónir með jarðvegsframkvæmdum. Utivistarsvæði við íþróttamiðstöð Þegar hefur verið samþykkt að ráðast í algerar endurbætur á útivistarsvæði við Iþrótta- miðstöð og eru arkitektar að vinna að hönnun þess í samráði við Vestmannaeyjabæ. Fyrirhugað er að þar verði að finna fyrsta flokks aðstöðu fyrir böm og aðra sundlaug- argesti með vatnsrennibrautum, gosbrunnum, fossum og öðm. Þá verða þar setulaugar og sólbaðsaðstaða og er áhersla lögð á að hönnun svæðisins endurspegli náttúru og menningu Vestmannaeyja. Um leið verður unnið að endurbótum á bún- ingsklefum sundlaugar. Áætlaður kostnaður er um 60 milljónir. Nýtt gólf í „gamla sal“ íþróttamiðstöðvar Gólfefni í gamla íþróttasalnum er fyrir löngu orðið úrelt og hefur í raun verið skaðlegt iðk- endum í of langan tíma. Á árinu verður nýtt gólfefni lagt á salinn enda er hann besti kennslusalurinn og því mikilvægur skólastarfi og íþróttalífi okkar Eyjamanna. Áætlaður kostnaður er um 14 milljónir. Upptökumannvirki hafnarinnar Vestmannaeyjabær er útgerðarbær og stoltur af þeirri nafnbót. Hluti af því að viðhalda og hvetja þann vöxt sem er í sjávarútvegi er að þjónusta hafnarinnar sé ætíð eins mikil og góð og mögulegt er. Einn af homsteinum þjón- ustunnar er upptökumannvirki. Eftir að vemlegt tjón varð á upptökumannvirkinu á árinu 2006 hefur ekki verið hægt að taka skip upp til viðhalds. Vestmannaeyjabær hefur þegar lýst eindregn- um vilja sínum til aðkomu að því gefnu að ríkið standi við loforð um fjárhagslega þátt- töku vegna framkvæmdarinnar. Þvf miður hefur ESA komið í veg fyrir framkvæmdir en vonir standa til að hægt verði að ráðast í verklegar framkvæmdir á árinu. Stórskipahöfn Undanfama mánuði hefur Siglingastofnun íslands unnið að rannsóknum og úttektum vegna stórskipahafnar enda ljóst að vöntun á slíkri aðstöðu fer að verða okkar Akkilesar- hæll. Til athugunar hafa verið þrír kostir og er beðið eftir áliti Siglingastofnunar. Ljóst er að aðkoma nkisins er forsenda þess að hægt verði að ráðast í framkvæmdir og standa vonir okkar til þess að slíkt verði auðstótt. Forsendur Vestmannaeyjabæjar gera ráð fyrir að verkleg- ar framkvæmdir geti hafist á næsta ári og því þarf að koma málinu í formlegan farveg sem fyrst. Samgöngur Áfram verður unnið að framtíðarsamgöngum og þurfa heimamenn að vanda sig sérstaklega á næstu mánuðum enda þá gengið frá hnúlum sem þurfa að halda a.m.k. næstu 15 árin. Vestmannaeyjabær hyggst á árinu taka þátt í útboði á ferjunni í því sjónarmiði að við höl- dum sjálf utan um lífæð þá sem felst í sam- göngum. Þá verður einnig unnið að því að bæta samgöngur til skemmri tfma og enn ein tilraunin gerð til þess að efla siglingar á sigl- ingaleiðinni Vestmannaeyjar - Þorlákshöfn, til að mynda með næturferðum. Enn eru rúm 2 ár í að hægt verði að hefja siglingar í Landeyjahöfn og núverandi ástand er óþol- andi. Við því þarf að bregðast. Málefni fatlaðra Unnið er að samningi við nkið um málefni fatlaðra en enn hafa þeir ekki tekist. Vest- mannaeyjabær stefnir þó að þvf að ljúka þess- um samningum eins fljótt og verða má. Þörf er fyrir bæði stefnumótun og aukna þjónustu í málaflokknum og þá ekki síst í því er snýr að búsetumálum. Málefni aldraðra Vestmannaeyjar eru frábært samfélag að búa í. Þeir sem skópu samfélagið eiga því algeran rétt á að málefnum þeirra sé sinnt af kost- gæfni. Á árinu 2008 verður ráðist í stefnumót- unarvinnu í málefnum aldraðra og standa vonir til þess að hægt verði að gera verulegar bragarbætur í þeim málaflokki. Sérstaklega þarf að huga að heilbrigðisþjónustu og búsetu- málum í málaflokknum. Þjónusta dagmæðra Ríkur vilji er hjá Vestmanneyjabæ til að efla og bæta dagmæðrakerfið sem fyrir er nokkuð gott hjá okkur. Athuga þarf vel hvort hægt sé að auka niðurgreiðslu og fjölga úrræðum. Stefnan er sú að dagvistun bama sé ekki fyrirstaða þegar fólk velur að flytja með böm á leikskólaaldri til Vestmannaeyja. Grunnskólar Gmnnskóli Vestmannaeyja hefur verið í mik- illi endurskoðun seinustu ár. Vestmanna- eyjabær telur að rekstrarform hans sé nú komið í nútímalegra horf um leið og ákveðin hagræðing hefur átt sér stað. Þessi hagræðing gefur okkur nú kost á að ráðast í endurskoðun á innra starfi skólans á árinu 2008. Mark- miðið er m.a. að bæta árangur nemenda í sam- ræmdum mælingum og auka gæði skóla- starfsins. Menningarmál Vestmannaeyjabær hefur mikinn metnað í menningarmálum. Talverð endurskoðun hefur þegar átt sér stað og Ijóst er að bygging menn- ingarhúss kemur til með að verða mikil vítamínsprauta í allt menningar- og safnastarf í Vestmannaeyjum. Fyrirhugað er að samtvinna safnastarf á nátt- úrusviði sem allra mest við rannsókna- og fræðastarf. Þannig sjá menn t.d. fyrir sér sam- eiginlega aðstöðu fyrir náttúrusafn (fiskasafn) og vísindastarf á vegum Setursins. Mark- miðið er að slíkl safn verði einstakt á lands- vísu. Surtseyjarstofa verður stolnuð og verður henni ætlað að hýsa bæði safna- og vísinda- starf. Fyrirhugað er að endurskoða allt starf byggðasafns og horfa til sérhæfingar þess. Tónlistarskólinn er einn sá öflugasti á Iandinu og verður þess gætt að þeirri stöðu verði haldið. I Vestmannaeyjum á að skapa um- hverfi og aðstæður þar sem bæjarbúar og gestir þeirra geta notið lífsins með þátttöku í ríkri og sérstæðri menningu. Pompei Norðursins I ár eru 35 ár liðin frá upphafi og lokum eld- gossins. Unnið er að samstarfi við hönnuði til að skerpa á heildarmynd svæðisins og til stendur að á goslokahátíðinni í byrjun júlí verði lokið við fyrsta áfanga verkefnisins. Pompei Norðursins hefur nú þegar hlotið talsverða athygli innanlands og utan, enda verkefnið einstakt. Fræðslu- og þekkingarsetur Eitt af lykilatriðum búsetuþróunar er sá kraftur og frumkvæði sem fylgir háskólasam- félagi. Vestmannaeyjabær leggur mikla áherslu á uppbyggingu háskólasamfélags hér í Vestmannaeyjum. Landsvæði hér á landi, eins og svo víða erlendis, eru í óða önn að þróast í átt til enn frekari þekkingarhagkerfa og í því viljum við taka þátt. Hér í Eyjum eigum við gríðarlega möguleika á sviði háskólastarfs, bæði hvað varðar rannsóknir og kennslu. Á árinu 2007 var því ráðist í mikla -og löngu tímabæra- vinnu við endurskipulagningu slíkrar starfsemi hér Vestmannaeyjum. Stefna Vestmannaeyjabæjar er að stórefla allt rannsókna-, fræða- og menntastarf á háskólastigi og markið sett á að fjölga starfs- mönnum sem starfa innan rannsókna- og fræðasetursins úr 14 í 44 á kjörtímabilinu. Uppbygging í miðbæ og fegrunaraðgerðir Vestmannaeyjar eru fallegasta svæði í heimi. Því hvílir enn ríkari ábyrgð á stjómendum Vestmannaeyjabæjar hvað varðar skipulags- og umhverfismál. Á árinu 2008 verður ráðist í næsta skref í uppbyggingu á miðbæ Vestmannaeyja og sérstaklega horft til Bárustígs og Strandvegar. Þá er einnig fyrirhugað að ráðast í fegrunaraðgerðir víðs vegar um bæinn. Áætl- að er að stórefla viðhald húsnæðis Vestmanna- eyjabæjar og áætlaðar 32 milljónir í slíkt viðhald. Margt fieira, bæði stórt og smátt, er fyrirhugað á árinu 2008. Upptalning sú sem hér hefur farið fram er því hvergi nærri tæmandi. Vestmannaeyjabær ætlar enda ekki að láta neins ófreistað í að skapa það fyrir- myndarsamfélag sem við viljum byggja. Fylgt úr hlaði í þróun samfélags er að mörgu að hyggja. Því miður hefur Vestmannaeyjabær ekki haft bol- magn til að ráðast í þörf verkefni seinustu ár en nú er áferðið betra og íbúar eiga að finna að þeir búa í besta bæjarfélagi á íslandi. Framkvæmdir næstu ár verða miklar og allar miða þær að því að stefna samfélaginu til móts við nýja tíma. Atvinnuhættir okkar hafa verið að breytast og fyrirsjáanlegar eru enn meiri breytingar. Sumar til hins betra en af öðrum stendur okkur ógn. Mannauður er lykilatriði í samkeppnishæfni, hagþróun og bættum lífskjörum. Þessi þróun krefst aukinnar áherslu á uppbyggingu mann- auðs, s.s. innan menntakerfis, ekki síst háskólamenntunar, eigi Vestmannaeyjar að verða samkeppnishæfr í verðmætum og lífs- kjörum. Framtíðarsýn okkar felur í sér að hér rísi öfiugt háskólasamfélag sem sérhæfir sig í rannsóknum og kennslu, tengdri okkar ein- stöku náttúru og sérstæða mannlífi. Að því gefnu að vel verði að verki staðið er framtíð okkar björt. Staðan í dag er sú að okkur Eyjamönnum hefur fækkað nánast stöðugt frá árinu 1991. Við þessu verðum við að bregðast og við þessu höfum við verið að bregðast. Þetta hefur skilað því að fækkun ársins í ár er sú minnsta síðan 1993 eða milli 30 og 40 íbúar á móti 100 íbúa fækkun í fyrra. Sameinað markmið okkar er að árið 2008 skuli þeim fjölga í fyrsta skipti í 17 ár. Þegar svona árar verða stjórnendur að hafa kjark og þor til að taka ákvarðanir sem um tíma kunna að virka umdeildar, ófáar slíkar hafa verið teknar frá því að núverandi bæjarstjóm tók við stjórnun Vestmannaeyja eins og skrifin hér sýna. í mínum huga er það hafið yfir allan grun að á næstu árum verður ráðist í stórar framkvæmdir sem fela í sér byltingu hvað samgöngur og byggðaþróun varðar. Það er ánægjulegt fyrir okkur sem staðið höfum í framvarðasveit 1 baráttunni fyrir bættum samgöngum þegar slíkur árangur næst. Þessi bylting í samgöngum hefur þegar haft merkj- anleg áhrif hér í Vestmannaeyjum. Líflegt hefur verið á fasteignamarkaði, atvinnulíf er hér gríðarlega sterkt og fasteignaverð hækkað verulega. Allt er þetta tekið sem vísbending um trú á svæðinu og almennt um betra ástand. Við þetta bætist að atvinnulíf er hér gríðarlega sterkt og sjávarútvegsfyrirtæki hafa verið að styrkjast. Einhvers staðar stendur „Öll él birtir upp um síðir“. Við Eyjamenn höfum nú staðið af okkur éljahríð, það hefur stytt upp og spáin er góð.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.