Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 17. janúar 2008 13 Brottfluttir og þrettándinn: Frábært að færa hann til Grein Sigga The frá Nýjabæ skrifar. Höfimdur er brottfluttur Eyjamaöur. Heill og sæll Bibbi. Við sátum saman nokkrir brottfluttir Vestmannaeyingar saman í dag í bamaafmæli. Við vorum að ræða um hversu glæsileg þrettándagleðin í Eyjum væri og hversu vel væri staðið að henni. Benti þá ein á að það væri grein um þetta í Fréttum, sem við síðan lásum og skegg- ræddum. Við emm nú ekki alveg sammála kostnaðarsamantekt þinni og hvem- ig tekið er tillit til ýmissa kostnaðar- liða. En ekki ætla ég eða við að fara að karpa um hana. Hins vegar erum við öll sammála um að það var frábært að þrettándinn hafi verið færður til í þetta skipti og hversu fjölskylduvænna það væri, ekki síst fyrir þá brottfluttu ef þetta er um helgi. En heldur þótti okkur leitt ef svo verður ekki gert aftur, (þó svo ég persónulega myndi alltaf koma, hvaða vikudag sem hann er, ef ég hef tök á). í grein þinni minnist þú á að allir aðrir græði nema ÍBV á þrettánd- anum og á tilfæringunni. Einnig að ÍBV sitji einungis uppi með kostn- að, þrátt fyrir óteljandi sjálfboðaliða sem að gleðinni koma, ég tek ofan fyrir þeim! Þetta er hárrétt og óréttlátt og teljum við að eitthvað þurfi að gera til að mæta kostnaði hjá ykkur og ósérhlífni sjálfboðaliða. Mér sjálfri er kunnugt um það að á mörgum stöðum úti á landi fæst enginn lengur í sjálfboðastörf, allir vilja fá greitt fyrir sína vinnu. Sem betur fer er samstaðan í Eyjum mikil og meiri en á mörgum öðrum stöðum. Húrra fyrir ykkur! Mig langar að koma með hér tillögur að fjáröflunarleiðum, ekki það ég haldi að þið hafið ekki rætt þær: T.d. að stærri ferðaþjónustuaðilar Herjólfur/Eimskip, gististaðir o.fl. gæfu hluta af aukinni innkomu í kringum þrettándann til ÍBV, t.d. í formi styrks. Þetta má útfæra á marga vegu, t.d. prósenta/eða ákveðin upphæð af seldum miðum í Herjólf oíi. eða fast framlag árlega. Það er þeim í hag að þessi hátíð sé haldin og vel sótt, einmitt þeir græða á því, en ekki þið. Önnur tillaga, að búið sé til lítið merki tengt þrettándanum (útfæra með litlum kostnaði), sem væri síðan selt og krakkar, sem fullorðnir gætu safnað. Dettur mér þá í þessu sambandi í hug, merki úr tré (eitt- hvað náttúruvænlegt), sem á er skrifað ártalið og kannski nafn trölla/jóIasveina/Grýlu/Leppa- lúða/álfa/púka o.fl. sem síðan væri hægt að safna. Látið væri sem þetta væri búið til af jólasveinunum. Bendi þar á að í fjölskylduferðinni í Þórsmörk í ágúst á vegum Útivistar, fá börnin tréhálsmen m/bandi í, sem stendur á nafnið þeirra, útivist og ártal, vekur þetta mikinn fögnuð hjá bömunum og safna þau þessu. Einnig álít ég að í Ijósi þess hversu glæsileg hátíð þetta er, væri ekki óeðlilegt að markaðssetja þetta betur á hinu stóra Islandi. Það er öruggt mál að fleiri myndu koma og ferðaþjónustuaðilar í Eyjum (gist- ing, matsölustaðir, söfn, sem yrðu að vera opin.....) hefðu meira upp úr þessu fyrir vikið. Sl. ár hefur orðið mikil aukning á erlendum ferðamönnum um jól og áramót. Af hverju ekki líka um þrettándann. Mér er ekki kunnugt um neina þrettándagleði sem haldin er á höfuðborgarsvæðinu með eins miklum glæsibrag og er í Eyjum og það að hún er án óláta unglinga eða annars vesens). Svo má auðvitað ekki gleyma þessum frábæru böllum tengdum þrettándanum, grímuball fyrir bömin og þrettándagleði fyrir fullorðna fólkið! Þetta er bara frábær fjölskyldu- skemmtun og segi ég alltaf með miklu stolti öllum frá að við sonur minn séum að fara á þessa frábæru gleði, já gleði, gleði, gleði gleði... og engin vandamál.... maður fer í svo gott skap og verður svo glaður að sjá allar þessar kynjaverur. Ekki má gleyma öllum þessum frábæru Vestmannaeyingum sem maður hittir við þetta tækifæri! Meö kœrrí þökk fyrír allt og allt. Gangi ykkur ávallt sem allra best. Sigga The frá Nýjabœ Spurning vikunnar: Ætlar Þú að taka úátt í Þakkargjðrð- arhátíðP Regina Kristjánsdóttir -Nei, ég verð í vinnu á Herjólfi Andrea ðsk Sverrisdóttír -Já, ég ætla að taka þátt í henni. Eygló Elíasardóttir -Já, ég held það bara. Ofugmæli Grein jón Hauksson skrifar: Höfundur er lögfrced- ingur. Ég heyrði í ljósvakamiðli fyrir nokkrum dögum að þess ætti að minnast þann 23. janúar nk. að þá eru 35 ár eru liðin frá því að eldgos hófst á Heimaey. Viðmælandi sagði að um væri að ræða „þakkargjörðarhátíð". Þá flaug um huga minn fyrir hvað ætti eiginlega að þakka. A að þakka fyrir að sundra því blómlega mannlífi, sem var fyrir 35 árum með tilheyrandi hörmungum fyrir flestar ef ekki allar fjölskyldur, sem hér bjuggu, á að þakka fyrir þá miklu eyðilegg- ingu eigna, sem hér varð, á að þakka fyrir þá miklu fólksfækkun, sem hér varð eða fyrir hvað á eigin- lega að þakka? Orðið þakkar- gjörðarhátíð hefur verið notað í Bandaríkjunum til að halda upp á að afurðir eru komnar í hús og vel- sæld aukist. Hliðstæða er að víða í Evrópu er blásið til uppskeruhátíða, þegar uppskeru er lokið. Hér á landi hefur verið notað orðið töðugjöld þegar haldið hefur verið upp á að heyforði fyrir næsta vetur er farsællega kominn í hlöðu og einnig er t.d. haldið reisugildi þegar sperrur eru komnar upp á nýbygg- ingum og sést fyrir endann á bygg- ingunni. En að nota orðið þakkargjörðarhátíð í tengslum við þá athöfn sem hér virðist í upp- siglingu er út úr öllu korti. Hingað til höfum við notað orðið gosafmæli um þennan viðburð og við skulum halda okkur við það. Þá höfum við haldið goslokahátíð þann 3. júlí ár hvert til að minnast þess að sýnilegar hörmungar tóku enda. Er það vel til fundið og við skulum láta það nægja sem hátíðahöld af þessu tilefni. Jón Hauksson Við þökkum lífgjöfina 23. janúar1973 Grcin Helga Jónsdóttir: Höfundur er áhuga- vm''* 2wll maður um málefni M * l3 Vestmannaeyja. Aldrei má það gleymast meðan land byggist það kraftaverk sem varð þá nótt þegar jörðin opnaðist austan við Kirkjubæi og jarðeldar ógnuðu lífi og byggð hér í Eyjum. Þegar röð atvika verður til þessa að allir bjargast þessa örlaganótt. Það er bræla allan daginn þann 22. janúar, allur flotinn í höfn, svo lygnir skyndilega um kvöldið þannig að björgunarstarflð gekk langt umfram getu og skipulag, ég þakka það. Það lét enginn líflð þessa nótt, þess vegna höldum við þakkar- gjörðarhátíð. Ef illa hefði farið þá væri þetta minningarathöfn. Þakkargjörðin 23 janúar á ekkert sameiginlegt með þeirri amerísku nema nafnið og hugar- farið, að sýna þakklæti fyrir það sem er þakkarvert. Eg staldra við þennan dag ár hvert, íhuga ógnina og þakka lífgjöfina. Helga Jónsdóttir Kveðja Grein Grétar Mar Jónsson skrifar: Höfundur er þingmaður Frjálslyndra. I si'ðustu viku héldum við í Frjáls- lynda flokknum fund úti í Eyjum, það er alltaf gaman að koma út í þessa fallegu og sérstöku eyju. Margt brennur á Eyjafólki nú eins og oft áður, Bakkafjara, kvótakerfið og ýmislegt annað, stórt og smátt. Bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar hefur tekið að sér að berjast á móti veiðigjaldi af mikilli hörku og telur það vera eina mestu vá í samfélag- inu að útgerðarmenn þurfi að borga 1.45 kr. per kg. fyrir þorskígildis- tonn. Ég undirritaður er á annarri skoðun þar sem ég taldi að tekjur af veiðigjaldi ættu að renna til sjó- manna og fiskvinnslufólks sem missir vinnu sína og verður fyrir tekjutapi vegna niðurskurðar á þorskkvóta. Nú hefur mannréttindanefnd Lögreglan hafði í nógu að snúast í vikunni sem leið vegna hinna ýmsu mála sem rötuðu inn á hennar borð. Tvö skemmdarverk voru tilkynnt til lögreglu í vikunni sem leið. I öðru tilvikinu var um að ræða skemmdir á hópbifreið sem lagt var vestan við verslunina Tvistinn. Um er að ræða rispur á annarri hlið bifreiðarinnar og er talið að skemmdarverkið hafi verið framið til Eyja Sameinuðu þjóðanna úrskurðað að á íslandi sé verið að brjóta mannréttindi sem er mjög alvarlegt mál. í því ljósi er enn frekar ástæða til að breyta kvótakerfinu, þessu óréttláta kerfi, sem hefur ekki byggt upp fiskistofna eða aukið hagræðingu í greininni, né tryggt trausta atvinnu og byggð í landinu sem er þó inntak laganna. Skuld sjávarútvegsins í dag er rúmir 300 milljarðar króna og aldrei hærri og fiskistofnar í sögulegu lágmarki að undanskilinni ýsunni. Margir hafa farið mjög illa út úr þessu kerfi, tapað atvinnu sinni og lent í ýmsum hörmungum með fjölskyldur sínar, þetta er staðreynd. Við skulum vona að þetta verði haft að leiðarljósi til þess að laga og jafna stöðu ein- staklinga í atvinnugreininni. Með lögum skal land byggja en ólögum eyða. Bestu kveöjur, Grétar Mar Jónsson alþingismaður um eða í kringum áramótin. í hinu tilvikinu var um að ræða skemmdir á nýja íþróttahúsinu sem talið er að hafi átt sér stað í kringum áramótin. Er þarna um að ræða skemmdir á klæðningu en þarna hafa einhverjir hafa verið að leika sér að því að sprengja klæðninguna frá húsinu frá með því að setja skotelda bak við klæðninguna. Lífsýni í nauðg- unarmáli jákvætt Niðurstaða í rannsóknum lífsýna úr karlmanni sem grunaður er um að hafa nauðgað ungri konu í Vest- mannaeyjum í september síðastliðnum bendir eindregið til þess að hann hafi átt þar hlut að máli. Þetta staðfestir Ólafur Helgi Kjartansson lögreglustjóri á Selfossi. Fréttablaðið greindi frá þessu. Konan, sem er íslensk, kærði karl- manninn, sem er pólskur að uppruna, fyrir nauðgun sem átt hefði sér stað í Vestmannaeyjum, að morgni laugardagsins 22. sept- ember. Skömmu síðar var um- ræddur maður handtekinn og málið rannsakað af rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi. Maðurinn sat inni á meðan á yfirheyrslum yfir honum stóð, en var sleppt að þeim loknum. Einnig yfirheyrði lögregla allmörg vitni vegna málsins. Samkvæmt upplýs- ingum Fréttablaðsins bar maðurinn að hann hefði átt kynmök við konuna en það hefði verið með hennar vilja. Hún var hins vegar með talsverða áverka eftir atburðinn. Rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi hefur nú lokið rannsókn málins og hefur það verið sent til ríkissaksóknara til ákvörðunar um framhaldið. Maðurinn er í farbanni til 18. janúar. - jss Fréttablaðið greindi frá. íþróttamiðstöðin: Sprengdu veggklæðn- ingu með skoteld

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.