Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 15

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 15
Fréttir / Fimmtudagur 17. janúar 2008 15 a Vestmannaeyjar: nest á fundum þeirra SAMFYLKINGARMENN, Lúðvík, Kristján, Björgvin og Róbcrt. Breytingar á gjaldskrá Herjólfs í skoðun: Nýtt skip fram að Bakkafjöru- höfn ekki verið rætt Vegagerðin hefur aldrei skilað rökum hvers vegna nauðsynlegar rannsóknir voru ekki kláraðar. Það liggja fyrir tillögur um að ljúka rannsóknum næst Heimaey sem Vegagerðin sleppti. Við emm með tilboð upp á 50 milljónir til að Ijúka þessum rannsóknum. Það verður að gera og mun ekki hafa nokkur áhrif á framkvæmdir í Bakkafjöru sem hefjast á næstu mánuðum." Ámi vísaði til þess að Sjálfstæðis- flokkur og Samfylking hefðu lofað að Ijúka rannsóknunum og nú sætu þessir flokkar í nkisstjóm og því ættu að vera hæg heimatökin að fylgja loforðinu eftir. „Það verðum við að gera til að fá að vita hvar við stöndum. Líka til að standa ekki í eilífu rifrildi um það hvort þetta er hægt eða ekki. Samgönguráðherra er þessu velviljaður þannig að þetta ætti ekki að vera mikið mál.“ Loforð um rannsóknir? Ámi hvatti nafna sinn Mathiesen að láta pening í rannsóknirnar og var því vel tekið af fundargestum og var ekki annað að skilja á ráðherranum en að hann væri tilbúinn að skoða málið í fullri alvöru. Næst sneri Ámi sér að Bakkafjöru þar sem hann sagði að Eyjamenn yrðu að halda vöku sinni. Tilboð í skip verður opnað 2. aprfl nk. og 16. sama mánaðar verður ákveðið hvort það verður Eimskip, Samskip, Nýsir eða Vestmannaeyjabær í samstarfi við Vinnslustöðina sem hreppir hnossið. Gert er ráð fyrir um 1900 ferðum á ári en í dag fer Herjólfur um 700 ferðir. I tillögum er gert ráð fyrir fjórum ferðum í vetraráætlun og allt að átta á sumrin. Árni sagði að þessi áætlun hljómaði við vilja bæjarráðs en bæta þyrfti við ódagsettum auka- ferðum. Fargjald, 500 krónur fyrir full- orðna, 1000 fyrir bíl og 250 krónur fyrir böm og eldri borgara er of hátt að mati Ama. Sagði hann liggja fyrir ósk um lægri gjaldskrá, 400 krónur fyrir fullorðna, 700 krónur fyrir bflinn og 200 fyrir börn og eldri borgara. Líka hefði komið fram ósk frá bæjarstjórn um að miðað yrði við 18 ára en ekki 16 eins og er í dag. „Ég vona að þetta gangi eftir og að ekki verði ákveð- nar okurgreiðslur fyrir vöruflut- ningabfla." Hafnargarður og vegur frá þjóðvegi 1 niður að höfninni verða boðin út sér og verður það gert í febrúar eða mars á Evrópska efnahagssvæðinu sem tekur 56 daga. „Ættu fram- kvæmdir þá að geta hafist í júní.“ Það er of seint fyrir flutning á grjóti í garðana en til þess þarf tvo vetur og tapast tveir mánuðir í vor. „Þetta gæti seinkað gerð hafnargarðanna sem á að ljúka um mitt ár 2009. Að mínu mati er því óraunhæft að höfnin verði tilbúin fyrr en árið 2011“ Ámi sagði því áríðandi að fá nýjan Herjólf en núverandi skipi er ætlað að brúa bilið verði nýtt skip ekki tilbúið þegar höfnin klárast. Sá ann- marki er á því að djúprista Herjólfs er of mikil. Ristir hann 4,2 metra en nýja Bakkafjöruferjan á að rista 3,3 metra. „Við vitum ekki hvað langan tjma tekur smíða nýja ferju," sagði Ámi. Milli 70 og 80 sóttu fund Samfylk- ingarinnar í Höllinni á sunnu- dagskvöldið. Þar voru mættir Kristján Möller, samgönguráðherra, Björgvin G. Sigurðsson, viðskipta- ráðherra, Lúðvík Bergvinsson, alþingismaður og formaður þing- flokks Samfylkingarinnar og Róbert Marshall, aðstoðamaður samgöngu- ráðherra. Eðlilega voru samgöngumálin fyrirferðarmest en Lúðvík og Björgvin komu inn á þau mál sem hæst ber í þjóðfélaginu þessa dagana. Lúðvík sagði að miklir pen- ingar hefðu komið til Vestmanneyja á fjárlögum þessa árs. Mest færi í samgöngur en með því væri verið að styrkja ferðaþjónustu sem er ört vaxandi atvinnuvegur. Hann vill líka láta breyta ráðningu dómara, það sé nauðsynlegt því fólk verði að hafa trú og traust á dómstólum í landinu. Björgvin tók undir þetta með dómarana en kom svo að sam- göngum. sagði nauðsynlegt að allir stæðu saman um leið að bættum samgöngum og vísaði þar til Bakkafjöru. Kristján sagði það stefnuna í samgöngumálum að stytta leiðir og byggja örugga vegi. Það eru miklir peningar settir í málaflokkinn því á yfirstandandi kjörtímabili á að setja 110 milljarða í samgöngur. „Skýrslan um göng til Vestmanna- eyja var eitt það fyrsta sem kom inn á borð til mín eftir að ég tók við í samgönguráðuneytinu. Fjórir millj- arðar króna eru áætlaðir til Bakka- fjöru á árinu. Hann tilkynnti fjölgun í stýrihóp vegna verkefnisins þar sem hann hafði bætt Róbert Marsh- all við og Elliða Vignissyni, bæjar- stjóra, ásamt Unni Brá Konráðs- dóttur sveitarstjóra í Rangárþingi ytra. Kristján tilkynnti lfka að Élliði hefði óskað að segja sig úr hópnum vegna sameiginlegs tilboðs Vest- mannaeyjabæjar og Vinnslustöðvar- innar í smíði og rekstur á ferju í Bakkafjöru. Skipaði Kristján Guðjón Hjörleifsson í hans stað. Kristján upplýsti að skipulags- vinnu vegna hafnargerðar og ann- arra framkvæmda vegna hennar væri lokið og umhverfismati ætti að ljúka á árinu. Kristján sagði ljóst að frátafir yrðu meiri en þegar siglt er Þorlákshöfn. Sem dæmi þá hefði orðið ófært átta daga á síðasta ári miðað við öldu- hæð. Hann sagði að svo gæti orðið ófært fyrir hádegi og fært eftir há- degi. Það væri í engu frábrugðið öðrum samgöngum á landinu þar sem gæti orðið ófært vegna veðurs, bæði á landi og lofti. í umræðum á eftir tóku nokkrir til máls og spurði Gísli Jónasson, fyrrum skipstjóri, ráðherrann hvort hann gerði sér grein fyrir því hvað litlar rannsóknir lægju að baki ákvörðun um höfn í Bakkafjöru. Þar væri bara eitt mælidufl fyrir utan og það væri allt og sumt sem væri lagt til grundvallar. Engar straummæl- ingar hefðu farið fram og sagðist hann sannfærður um að kostnaður við höfnina yrði 25 til 30 milljarðar en ekki 5,6. Líka gæti höfnin fyllst á einni nóttu af sandi. Guðmundur H. Guðjónsson, organ- isti, var óánægður með að ekki var staðið við loforð alla framboða fyrir síðustu kosninga að Ijúka rann- sóknum vegna hugsaniegra ganga. Hann spurði af hverju gert væri ráð fyrir að göng til Eyja yrðu átta sinn- um dýrari en göng á landi. „Átti að gullfóðra þau?“ spurði Guðmundur sem tók sem dæmi göng þar sem kflómetrinn kostar einn milljarð en ekki þrjá til limm eins og áætlun Vegagerðarinnar gerir ráð fyrir um göng milli lands og Eyja. Kristján svaraði þessu með því að segjast hafa lesið skýrslu Vega- gerðarinnar spjaldanna á milli. Lfka sagði hann að Gísli Viggósson, hjá Siglingastofnun, væri þekktur vís- indamaður á sínu sviði út um allan heim og svo hefðu allar niðurstöður verið sendar út til að fá álit fleiri vísindamanna. Guðmundur Þ. B. Olafsson, fyrrum bæjarfulltrúi og forstöðumaður hjá bænum, spurði hvort von væri á breytingum á gjaldskrá Herjólfs og afsláttarkjörum sem fást ef keyptar eru farmiðaeiningar fyrir rúmar 16.000 krónur. Lúðvík sagði að í athugun væri að íbúar í Vestmannaeyjum gætu fengið meiri afslátt en aðrir. Vonaðist hann til að það fengist i' gegn. Björgvin sagði það stefnu Samfylkingarinnar að gjaldskrá á sjó væri sambærileg því sem kostar að fara sömu vegalengd á landi. Það mál væri komið í farveg. Spurningu Sigurgeirs Scheving, ferðafrömuðar, um hvort von væri á nýju skipi í stað Herjólfs fram að Bakkafjöru, svaraði Kristján alfarið neitandi. Ný ferja yrði boðin út í aprfl nk. og hún yrði sérhönnuð til siglinga í Bakkafjöruhöfn. Guðmundur Þ. B. ✓ Olafsson, fyrrum bæjarfulltrúi og forstöðumaður hjá bænum, spurði hvort von væri á breyt- ingum á gjaldskrá Herjólfs og af- sláttarkjörum sem fást ef keyptar eru farmiðaeiningar fyrir rúmar 16.000 krónur. Lúðvík sagði að í athugun væri að íbúar í Vestmannaeyjum gætu fengið meiri afslátt en aðrir. Vonaðist hann til að það fengist í gegn.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.