Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 17.01.2008, Blaðsíða 17
Fréttir / Fimmtudagur 17. janúar 2008 17 Útboðsgögn vegna nýrrar ferju sem sigla á í Bakkafjöru: Verður 60 til 70 metrar, ristir 3,3 metra og ganghraðinn 15 mílur - 300 farþegar og 50 bílar - Grunngjald á farþega 500 krónur - Gert ráð fyrir afslætti upp á 40% Hugmynd Siglingastofnunar um nýja ferju \ 1-1 O 0 c O 0 Ö 0 6 — MEz w "w-- 1 ■ 1" '*■ "1 • i > i iji 11 >T 5*£. X -rT^íi' • KXKS_____ III! . 4 ... n * 0D MOWMIMMM Éir V "'kl □ í MOMOOlŒ ÖALOON MCK r~ adr Jnr Q V -J «<OTK>H IN MC0MP Þannig skal ferjan vera Hefðbundið ekjufarþegaskip. Heildarlengd skal vera á bilinu 60-70 metrar. Breidd skips skal vera á milli 15-17 metrar. Hámarksdjúprista við fulla lestun verði ekki meiri en 3,3 metrar. Lágmarksfarþegafjöldi 300 farþegar. Lágmarksbílafjöldi bifreiða 50. Tvær aðalvélar og tvöfaldur skrúfubúnaður. Bógskrúfa að framan. Gjaldskrá fyrir farþega og bfla Böm 12 til 15 ára 250 kr. Fullorðnir 500 kr. Ellilífeyrisþegar, öryrkjar 250 kr. Uppbúið rúm í klefa 1.000 kr. Bifreiðar 1.000 kr. Lengdarmetri flutningabifreiðar (m/vsk) 1.000 kr./m Lengdarmetri aftanívagn, dráttarvagn 2.000 kr./m Afsláttarkort 50 miðar, 40% afsláttur 50 stk. 7.500 kr. Nú liggja fyrir útboðsgögn vegna Bakkafjöruferju og er gert ráð fyrir að tilboð verði opnuð í apríl nk. Um er að ræða einkaframkvæmd á smíði og rekstri skipsins og að undan- gengnu forvali var Eimskipum, Nýsi, Samskipum og Vinnslustöð- inni í samstarfi við Vestmannaeyja- bæ gefinn kostur á að bjóða í verkið. Tilboðið kemur í framhaldi af skýrslu stýrihóps sem var falið að taka mið af tillögum starfshóps um samgöngur til Vestmannaeyja og leggja fram tímaáætlun um verkið. Miðað var við að ný ferja hefji siglingar milli lands og Eyja árið 2010. Gerð hafnar vel möguleg Meginniðurstaða stýrihópsins er að gerð Bakkafjöruhafnar sé vel mögu- leg og að áhrif ferjusiglinga milli Vestmannaeyja og Bakkafjöru séu mjög jákvæð. Að baki niðurstöð- unni liggja frumrannsóknir Sigl- ingastofnunar, áhættumat fyrir siglingaleiðina, þarfagreining vegna stærðar ferju, mat á áhrifum starf- seminnar á samfélagið og mat er- lendra aðila á niðurstöðum Sigl- ingastofnunar. Stærð skips Við hönnum skipskrokks á að taka mið af þægindum fyrir farþega og draga á úr álagi á festingar farms, bfla og vagna og einnig til að minnka líkur á sjóveiki hjá far- þegum. Tryggja á gott aðgengi allra farþega að ölium farþegasölum, sér- staklega skal hugað að aðgengi hreyfihamlaðra og þá sérstaklega þeirra sem nota hjólastóla. í skipinu skulu vera farþegasalir með sætum fyrir þann fjölda farþega sem ferj- unni er heimilt að flytja. í farþega- sölum skulu vera sjónvarpsskjáir sem farþegar geta horft á. Með tilliti til þess að auka vellíðan farþega skal matsalur og veitingaaðstaða ekki vera staðsett framarlega í skipinu, heldur sem næst miðju skipi. í ferjunni skulu vera fjórir klefar með fjórum kojum og þrír með tveimur kojum. Breidd akstursopa og búnaður fyrir akstursbrýr skal þannig útfærður að unnt sé að nýta akstursbrýr sem fyrir eru í Vestmannaeyjum og Þorláks- höfn. Áætluð lengd siglingar frá Bakkaíjöru að Básaskersbryggju í Vestmannaeyjum er um 6,4 sjómflur og tæki hún um hálftíma. Áætlun skipsins f útboðsgögnum er ákveðin áætlun sem er mismunandi eftir árstíðum en í allt er gert ráð fyrir 1900 ferðum á ári. Ferjan á að leggja úr höfn í Vestmannaeyjum að jafnaði alla virka daga kl. 07:30 og til baka kl. 8:30. Síðasta ferð yfir vetrarmánuð- ina er að jafnaði frá Bakkafjöru kl. 20:00. Síðasta ferð á sumrin er að jafnaði frá Bakkafjöru kl. 23:00. Vetraráætlun Yftr vetrarmánuðina frá 1. nóvem- ber til 1. mars er miðað við fjórar ferðir á dag. Á annasömum dögum er miðað við að ferðir geti orðið allt að sex á dag. Alla virka daga nema föstudaga verða íjórar ferðir á dag frá Vestmannaeyjum kl. 7:30, 9:30, 17:00, 19:00 og frá Bakkafjöru kl. 8:30,10:30,18:00,20:00. Á föstudögum verða fimm ferðir á dag frá Vestmannaeyjum kl. 7:30, 9:30, 14:00, 17:00, 19:00 og frá Bakkafjöru kl. 8:30, 10:30, 15:00, 18:00, 20:00. Á laugardögum verða þrjár ferðir á dag frá Vestmanna- eyjum, kl. 7:30, 9:30, 17:00 og Bakkafjöru kl. 8:30, 10:30 ogl8:00. Á sunnudögum verða fjórar ferðir á dag, frá Vestmannaeyjum kl. 11:30, 15:00, 17:00, 19:00. Vor- og haustáætlun Á vorin frá 1. mars til 30. apríl og 1. september til 31. október er miðað við fimm ferðir á dag, á annasömum dögum geta ferðimar orðið allt að sjö á dag. Sumaráætlun Yftr sumarmánuðina frá 1. maí til 31. ágúst er miðað við sex ferðir á dag, á annasömum dögum geta ferð- imar orðið allt að átta á dag. Alla virka daga nema föstudaga verða sex ferðir á dag, frá Vestmanna- eyjum kl. 7:30, 9:30, 16:00, 18:00, 20:00, 22:00 og frá Bakkafjöru kl. 8:30, 10:30, 17:00, 19:00, 21:00, og 23:00. Á föstudögum verða sjö ferð- ir á dag, frá Vestmannaeyjum kl. 7:30, 9:30, 11:30, 16:00, 18:00, 20:00,22:00 og Bakkafjöru kl. 8:30, 10:30, 12:30, 17:00, 19:00, 21:00, 23:00. Á laugardögum verða fjórar ferðir á dag, frá Vestmannaeyjum kl. 7:30, 9:30, 16:00, 18:00 og frá Bakkafjöru kl. 8:30, 10:30, 17:00, 19:00. Á sunnudögum verða sjö ferðir á dag, frá Vestmannaeyjum kl. 9:30, 11:30, 14:00, 16:00, 18:00, 20:00 og 22:00 og frá Bakkafjöru kl. 10:30, 12:30, 15:00, 17:00, 19:00, 21:00, 23:00. Aukaferðir skulu famar, í kringum föst stórmót í íþróttum, sem haldin eru í Vestmannaeyjum, eða að öðm tilefni, ef verkkaupi óskar þess. Ein ferð er t.d. farin aðfaranótt mánu- dags eftir Peyjamót, ein ferð getur verið farin í kringum Pæjumót og goslokahátíð. Farþegaaðstaðan í Bakkafjöru er enn óhönnuð en gert er ráð fyrir húsi sem verður um 225 fermetrar með snyrtiaðstöðu, aðstöðu fyrir starfs- mann og afgreiðslu. Þar verða sæti fyrir allt að 120 manns og gert er ráð fyrir lágmarks veitingasölu. Lýsing á Bakkafjöruhöfn Höfnin verður afmörkuð af tveimur bogadregnum brimvarnargörðum. Hvor þeirra er um 600 m á lengd. Skilgreind viðmiðunarmörk ferju- siglingar frá Vestmannaeyjum til Bakkafjöru eru miðuð við ölduhæð á Bakkafjörudufli og flóðhæð. Viðmiðunarmörkin eru ákveðin sem 3,6 metra ölduhæð að viðbættum 25% af flóðhæð miðað við stór- straumsfjöru. Fari ölduhæð á Bakkadufli yfir þessa viðmiðun er heimilt að fella niður ferðir. Skilgreind viðmiðunarmörk vind- álags eru 25 m meðalvindur í 10 mínútur á Bakkaflugvelli og 30 m meðalvindur í 10 mínútur mælt á Stórhöfða. Ef vindhraði fer yfir viðmiðunarmörk er heimilt að fella niður ferðir. Skipstjóra ferjunnar ber að leggja mat á ölduhæð, flóðhæð og vindálag Draumur eða veruleiki? „Eigum við að fá okkur ís í Vík? Eða kannski fara í sund í Laugar- dalslaugina? Svona gæti spjall hljómað á heimili í Vestmanna- eyjum á laugardagsmorgni þegar Bakkafjöruferjan er komin í notkun," segir í kynningarbæklingi sem samgönguráðuneyti, Siglinga- stofnun og Vegagerð hafa gefið út. Vonandi að þetta rætist.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.