Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 1

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 1
35. árg. I 4. tbl. I Vestmannaeyjum 24. janúar 2008 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is Snjótittlingarnir hafa átt nokkuð erfitt í þeirri tíð sem verið hefur að undanförnu. Margir hafa þó að fastri siðvenju að gefa þeim og til að mynda seldist allt fuglafóður upp í bænum um síðustu helgi. Þessa fallegu mynd tók Sigríður Högnadóttir frá Vatnsdal. Stofnun Þekkingarseturs Vestmannaeyja: Framfaraspor fyrir atvinnulíf og þróun byggðar í Eyjum í gær, 23. janúar, fór fram stofnun Þekkingarseturs Vestmannaeyja í Alþýðuhúsinu. í mars á síðasta ári hófst undirbúningur að endurskipu- lagningu rannsókna- og háskóla- starfsemi í Vestmannaeyjum og var starfshópi, skipuðum fulltrúum Vestmannaeyjabæjar, Menntamála- ráðuneytis, Rannsókna- og fræða- setursins og atvinnulífsins, falið verkefnið. Eftir að verkið var komið nokkuð áleiðis á miðju síðasta ári var ráðinn sérstakur verkefnisstjóri, Ingibjörg Þórhallsdóttir, til þess að fylgja því eftir með starfshópnum. Rætt hefur verið við fjölmarga aðila en allt starfið hefur miðað að því að stór- efla rannsókna- og háskólastarfsemi í Vestmannaeyjum með nýjum verk- efnum og fjölgun sérhæfðs starfs- fólks. Auk þess að vinna að stofnun Þekkingarseturs sem mun meðal í starfshóp áttu sæti, Þorsteinn Ingi Sigfússon, Rögnvaldur Ólafsson, Páll Marvin Jónsson , Guðrún Marteinsdóttir, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson og Arnar Sigurmundsson var formaður hópsins, Þá störfuðu með hópnum, Hrafn Sævaldsson, Elliði Vignisson, og síðar Ingibjörg Þórhallsdóttir en hún var ráðin verkefnisstjóri í júlí 2007. F.v. Arnar, Ingibjörg, Páll, Elliiði, Hrafn og Rögnvaldur. annars yfirtaka starfsemi Rann- sókna- og fræðaseturs Vestmanna- eyja hefur mikil vinna farið í þarfa- greiningu vegna framtíðarhúsnæðis fyrir starfsemina og undirbúnings- vinnu að stofnun Sjávarrann- sóknamiðstöðvar í Eyjum sem mun starfa í mjög nánum tengslum við ÞSV. Stofnaðilar að Þekkingarsetrinu verða liðlega 30 talsins og koma þeir úr hópi mennta- og rannsókna- stofnana, félaga og atvinnufyrir- tækja innanbæjar og utan. Að sögn Amars Sigurmundssonar formanns undirbúningsnefndar er stofnun Þekkingarseturs Vestmanna- eyja rökrétt framhald af því mikil- væga starfi sem unnið hefur verið í Rannsókna- og fræðasetrinu frá stofnun þess 1994 en starfsemi ÞSV verður mun víðtækari í framlíðinni að mati Arnars. Blysförin klukkan 18.45 Fréttir og Kastljós í beinni Þakkargjörð fer fram í dag, miðvikudag 23. janúar, og litið til þess að allir íbúar Heimaeyjar björguðust þegar eldgos hófst á Heimaey fyrir 35 árum. Blysför hefst klukkan 18.45 stundvíslega frá Ráðhúsinu, ekki klukkan 19.00 eins og áður var auglýst, og fólk beðið um að mæta klukkan 18.30 til að undirbúa blys. Gengið verður sem leið liggur upp Kirkjuveg og áð við Landakirkju. Gangan heldur svo áfram upp í Höll þar sem vönduð dagskrá verður í boði. Flutt verður tónlist og frásagnir sem tengjast gos- tímanum og öllum gestum verður boðið upp á brauð og súpu í Höllinni. Þegar dagskrá lýkur í Höllinni hefst bein útsending í Ríkis- sjónvarpinu. Fréttir hefjast kl. 21.00, vegna útsendingar lands- leiks í handbolta og fréttir og Kastljós sjónvarpsins verða í beinni útsendingu fá Höllinni. Eyjamenn eru því hvattir til að sitja áfram og fylgjast með út- sendingunni en allt efni Kast- ljóssins verður tengt Eyjum. Flytja á Reynistað Volare, Barnaborg og Fasteigna- salan Heimaey hafa keypt versl- unarhúsnæði við Vesturveg þar sem húsgagnaverslunin Reyni- staður hefur verið starfrækt til margra ára. „Við erum að kaupa 75% af verslunarhúsnæði Reynistaðar á móti Heimaey fasteignasölu sem kaupir 25%,“ sagði Sigursveinn Þórðarson, framkvæmdastjóri Volare og Bamaborgar. „Við höfum haft augastað á þessu húsnæði í nokkum tíma og hugsum þetta þannig að Volare og Barnaborg verði á sama stað. Bamaborg er í leiguhúsnæði og við emm með vörulager í húsnæði niðri á bryggju. Við náum hag- ræðingu með alla starfsemina á einum stað bæði fjárhagslega og með betri vinnuaðstöðu og nýtin- gu á mannskap. Auk þess gefur þetta okkur tækifæri til að auka vömframboðið. Heimaey verður alveg sér með sinn rekstur. Mér finnst við vera að fá einn besta verslunarstað í bænum sérstaklega með tilliti til nýbyggingar á Baldurshaga- lóðinni. Við teljum að þama sé að myndast miðbæjarkjami sem við viljum vera hluti af,“ sagði Sigursveinn. VIÐ LÁTUM BÍLINN GANGA... ...SVO ÞÚ ÞURFIR ÞESS EKKI nelÉhamar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA BÍLAVIÐGEÐIR / <vf' ÞJÓNUSTUAÐIU IOYOTA í EYJUM FLATIR 21 / S.481 -1216 / GSM. 864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.