Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 10

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 10
10 Fréttir / Fimmtudagur 24. janúar 2008 Páll Zóphóníasson, byggingatæknifræðingur, fyrrum bæjartæknifra 1973 og þróunina í Vestmannaeyjum síðan - Hann fer yfir þessi má Viðtal Guðbjörg Sigurgeirsdóttir gudbjorg @ eyjafrettir. is Páll Zóphóníasson er bygginga- tæknifræðingur að mennt og hefur komið mikið að framkvæmdum og skipulagsmálum í Vestmannaeyjum. Hann starfaði sem bæjartækni- fræðingur hjá Vestmannaeyjabæ árin 1972 til 1976 og sem bæjar- stjóri árin 1976 til 1982. Síðan þá hefur hann rekið Teiknistofu PZ í Vestmannaeyjum. Páll vann sem tæknifræðingur bæjarins á mestu umbrotatímum í sögu kaupstaðar- ins, þegar eldgosið stóð yfír og menn þurftu að hafa snar handtök við björgun og uppbyggingu. Það var því ekki úr vegi að fara aðeins yfir málin nú þegar 35 ár eru frá upptökum gossins. Dýrasta vatnsveita sem sögur fara af Páll hafði starfað sem bygginga- tæknifræðingur hjá ráðgjafarverk- fræðifyrirtæki í Alaborg í fimm ár áður en hann réð sig til starfa í Eyjum. „Við fluttum hingað vorið 1972,“ segir Páll og tekur fram að bærinn hafi staðið í miklum fram- kvæmdum. „I fyrsta lagi var verið að klára vatnsveituna sem bærinn hafði staðið fyrir og er dýrasta vatnsveita sem sögur fara af. í dag hefði verið tekið lán fyrir svona stórri framkvæmd en hún var greidd að stórum hluta af útsvarstekjum bæjarins. Framkvæmdir í gatnagerð höfðu þar af leiðandi legið niðri enda verið að leggja vatn í allan bæinn. Vatnstankurinn var í byggingu og það var verið að byggja Sjúkrahúsið en heilsugæslan var tekin í notkun í hluta nýja hússins 1971. Það var verið að byggja við Barnaskólann, Malbikunarstöðin og Safnahúsið voru líka í byggingu og það var verið að endurbyggja Básaskers- bryggju þannig að það var nóg að gera, “ segir Páll en tæpu ári eftir að hann réð sig til starfa sem bæjar- tæknifræðingur í Vestmannaeyjum glímdi hann við ný og erfið verk- efni. Eldgosið á Heimaey hófst 23. janúar og hann var spurður út í gostímann og uppbygginguna. Hreinsun í bænum hófst í maí Páll segir að í marsmánuði 1973 hafi verið farið yfir hvaða breytingar þyrfti að gera á aðalskipulagi sem var afgreitt í bæjarstjóm í desember 1972. Þar var gert ráð fyrir stækkun bæjarins í austur og vestur. Mán- aðamótin mars og aprfi 1973 var ljóst að stór hluti austurbæjarins var farinn undir hraun. Hrafnkell Thorlacius, arkitekt, var fenginn til að endurskoða aðalskipulagið og gera uppdrátt af vesturbænum þar sem gert væri ráð fyrir fleiri fjöl- býlishúsum og að bærinn stækkaði lengra til vesturs. Hreinsun í bænum hófst í maí og þá var vikrinum ekið út í götur samkvæmt þessu nýja skipulagi. Jarðýtum var beitt á götu- stæðin og þau jöfnuð til að auð- velda lagnagerð síðar. Fljótlega var ákveðið að vinna á vöktun við hreinsunina og þá var keyrt allan sólarhringinn og í byrjun „Frystihúsin vildu hefja starfsemi um og upp úr áramótum og menn komu heim þegar þetta spurðist út og því tók bæjarstjórn ákvörðun um að hér yrði skóli frá og með september.“ júlí unnu um 400 manns hjá Viðlagasjóði auk sjálfboðaliða sem mest voru í kirkjugarðinum við handmokstur. Allt frá byrjun feb- rúar vor allar framkvæmdir í Vest- mannaeyjum á vegum Viðlagasjóðs. A þessu sumri eru fluttir rúmlega 1 milljón rúmmetrar úr bænum, 300 rúmmetrar fara í öryggisvæði og lengingu flugbrauta á flugvellinum og 700 þúsund rúmmetrar í nýja vesturbæinn Helgafellsbrautin grafin niður í klöpp Menn hafa alveg vitað hvað þeir voru að gera? „Það stóð alltaf til að lengja flugvöllinn en það vantaði efni. Það hafði m.a. verið sótt í Helgafell og þar höfðu myndast mjög stórar og djúpar gryfjur, því voru margir held- ur óhressir og höfðu áhyggur af því að Helgafell hyrfi fyrir fullt og allt. Þegar hér var komið sögu var efni sem ekki var notað til uppfyllingar í vegi, múrbrot úr húsum og fleira, keyrt í gryfjurnar. I september var búið að hreinsa mestallan bæinn fyrir vestan Helgafellsbraut. Á svæðinu við Helgafellsbraut lentum við í vanda vegna þess að hitinn sem kraumaði undir gígnum í Eldfelli leitaði eðlilega upp og í vestur. Þegar veggir í nýbyggingu sjúkrahússins voru famir að hitna var ákveðið að grafa Helga- fellsbrautina alveg niður í klöpp og hleypa hitanum upp. Viðlagasjóður keypti öll húsin fyrir austan Helgafellsbraut og svæðið látið bíða.“ Allt á huldu hvernig mál gætu þróast Páll segir að bæjaryfirvöld hafi staðið frammi fyrir ýmsum vanda- málum. „Átti skólinn að fara af stað eða átti að bíða eitt ár í viðbót áður en hér gæti þróast eðlilegt fjöl- skyldulíf? Frystihúsin vildu hefja starfsemi um og upp úr áramótum og menn komu heim þegar þetta spurðist út og því tók bæjarstjóm ákvörðun um að hér yrði skóli frá og með september. Sumir sem vom að vinna héma voru í fæði og húsnæði hjá Viðlagasjóði en aðrir fluttu heim með fjölskyldur sínar. Viðlaga- sjóður sá til þess að jafna kostn- aðinn og ákveðið var að veita staðamppbót til þeirra sem fluttu heim. I raun var allt á huldu hvemig mál myndu þróast. Samkvæmt reglugerð um Viðlagasjóð átti að gera áætlun um uppbyggingu í Vestmannaeyjum og stjórn sjóðsins fól Fram- kvæmdastofnun að gera þessa áætlun um hvemig skyldi staðið að uppbyggingu. Að beiðni bæjarstjóra leggur Framkvæmdastofnun fram greinargerð í byijun september um atriði sem bæjarstjóm hafði fjallað um en þar er ekki að finna neina aðgerðaáætlun. Áherslur bæjar- stjómar vom m.a uppgræðsla vikur- flákanna og fram kemur að það sé mikið sálrænt atriði að græða upp gjallsvæði og fleira. Hér var allt svart eftir gosið og í raun tókst upp- græðsla ekki fyrr en búið var að setja mold yfir vikurinn, það var ekki hægt að græða upp öðm vísi. Sundlaug Vestmannaeyja fór undir hraun og því þurfti að byggja sund- laug sem gæti staðið í tengslum við

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.