Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 11

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 11
Fréttir / Fimmtudagur 24. janúar 2008 11 iðingur og bæjarstjóri, þekkir öðrum betur það sem gerðist í gosinu í viðtali við Guðbjörgu Sigurgeirsdóttur Danmörku og gerðum góðan samn- ing við byggingafyrirtækið sem byggði Dvalarheimilið Hraunbúðir. Þeir byggðu Áhaldahúsið fyrir slikk gegn því að þeir fengju að byggja einingarnar inn í húsin.“ Vel útfærðar hugmyndir Margir vilja meina að miðbærinn hafi ekki borið sitt barr eftir eld- gosið. Var ekki efnt til hugmynda- samkeppni á sínum tíma og hvemig sérð þú hann fyrir þér í framtíðinni? „Aðalskipulagið 1975 til 1995 var samþykkt í september 1976 en bæjarstjórn samþykkti 11. júní 1974 að efna til hugmyndasamkeppni um miðbæinn, því var skipulagi frestað á samkeppnissvæðinu sem mark- aðist af hraunkantinum að austan og að Heiðarvegi í vestur. Norð- mennimir Elin og Carmen Comeil unnu verðalaunasamkeppnina og settu fram virkilega vel útfærðar og skemmtilegar hugmyndir Þama var gert ráð fyrir útfærslum sem voru svolítið á undan sinni samtíð hvað varðar umferð og yfirbragð. Nú er verið að leggja hellur og steina eins og Carmen gerði ráð fyrir og með því yfirbragði sem hann vildi hafa. Eftir á að hyggja hefði verið betra að gera þetta á svipaðan hátt og með vesturbæinn. Það tók of langan tíma að vinna þetta, fyrst samkeppni og síðan úrvinnsla og nýja skipulagið var ekki komið í gagnið fyrr en 1978. Kannski hefðum við átt að fá mann eða fyrirtæki til að skipu- leggja miðbæinn á sambærilegan hátt og vesturbæinn. Samkvæmt verðlaunateikningunni var gert ráð fyrir að byggt væri í samræmi við það sem fyrir var í miðbænum og byggðin þétt. Á árunum 1982 til 1988 var þessum hugmyndum hent út af borðinu og þráðurinn ekki tekinn upp aftur fyrr en 1988. Það átti eftir að semja við eigendur húsa í miðbænum og það var aldrei gert og nú er unnið eftir deiliskipulagi sem var samþykkt 2002. Gömlu húsin eru farin og nú er verið að byggja ný.“ Bráðsnjöll hugmynd Hvað með Pompei verkefnið, ég veit þú hefur haft ákveðnar hugmyndir um það. „Hugmyndin fæddist í þessu herbergi, þegar við vorum að vinna við endurskoðun á aðalskipu- lagi Vestmannaeyja 2002 til 2014. Ákvæði um hverfisvemd eru í aðal- skipulagi og við veltum því fyrir okkur hvort ástæða væri til að vernda svæði í Vestmannaeyjum. Þá kom upp þetta svæði þar sem hús voru undir og fýsilegt að vemda svo hægt væri að hefja uppgröft þegar tími og ráð væru fyrir hendi. Hugmyndin miðast við að koma þessu í sýningarhæft ástand þar sem tveir þrír karlar væru að vinna með hjólbörur næstu tíu til tuttugu árin. Hverfisvernd á að sjá til þess að þarna sé unnið í samstarfi við Byggðasafnið og fornleifanefnd. Mér finnst þetta bráðsnjöll hug- mynd. Það liggur ekkert á að grafa þetta upp en þó verður fólk að sjá að eitthvað er að gerast og koma í ljós,“ sagði Páll að lokum. framtíðaríþróttahús. Auk þess var rætt um nýtingu jarðhitans o.fl. Menn voru líka famir að ræða það og ítreka að ný ferja þyrfti að komast í samgöngur milli lands og Eyja.“ Línur skýrast Páll segir að á þessum tímapunkti hafi menn farið svolítið fram úr sér. Enn var óleyst hvemig bærinn fengi greiddar bætur frá Viðlagasjóði og ríkishlutann í framkvæmdum frá ríkinu og hvernig hinn almenni bæjarbúi fengi greiddar bætur fyrir hús sín. „Rauði krossinn hafði fmmkvæði að því að fundur yrði haldinn í Noregi haustið 1973. Þar voru full- trúar frá Rauða krossinum, Vest- mannaeyjabæ, Viðlagasjóði, ríkinu og öðmm hagsmunaaðilum. Þar var farið yfir stöðuna og gerðar tillögur að því hvemig ætti að láta hlutina ganga fyrir sig, fá menn til þess að stilla saman strengi til þess að ná settum markmiðum." Páll segir menn hafa haft áhyggjur af því að bætur til einstaklinga yrðu að engu. „Ekki þótti það gott fyrir hagkerfið að greiða allt út í einu þar sem það var talið geta valdið þenslu á fasteignamarkaði á höfuðborg- arsvæðinu. Hugmyndir komu upp um verðbætur þó svo verðtrygging væri ekki komin til sögunnar, það tókst ekki. Greiðslur á bótum dreifðust yfir eitt ár og rýrnuðu þar af leiðandi því þær voru ekki verðtryggðar.“ Páll segir að bærinn hafi farið í framkvæmdir við sjúkrahúsið gegn loforði um ríkisstuðning og var það tekið í notkun síðla árs 1974. „Rauði krossinn ákvað að gefa dvalarheim- ili fyrir aldraða og Dvalarheimilið Hraunbúðir var reist 1974 eins og barnaheimilin Rauðagerði og Kirkjugerði sem fleiri hjálparstof- nanir komu að, en Vestmanna- eyjabær sá um undirstöður og lóðir. Smám saman fóru línur að skýrast og ákveðið var að Viðlagasjóður greiddi bænum bætur fyrir gatna- gerð, holræsi, raflagnir o.fl. Bæjarstjórn og Skipulagsstjóm ríkisins létu fara fram endurskoðun á aðalskipulagi Vestmannaeyja, sem samþykkt var og staðfest árið 1976 og náði til áranna 1975-1995. Jafn- framt þessu var gerð umfangsmikil framkvæmdaáætlun sem nær til allra þátta í framkvæmdum og rekstri bæjarins. Stofnuð var út- tektamefnd en hún lagði til hvemig gera ætti upp við bæinn og skilaði úttektarskýrslu sem byggir á framkvæmdaáætluninni og er grundvöllur þess að hægt var að gera þetta upp,“ segir Páll en málin vom ekki gerð endanlega upp fyrr en Albert Guðmundsson gerði það þegar hann var fjármálaráðherra. Eina hraunhitaveitan í heimi Meðan á gosinu stóð var gerð tilraun til þess að halda hrauninu í skefjum með kælingu en hraunið rann þá í átt til hafnarinnar og mikil hætta á að hún lokaðist. „Hraunkælingin var tilraun sem virkaði og hægt er að deila um hvað hefði gerst ef hún hefði ekki verið. Ég tel næstum ömggt að höfnin hefði lokast,“ segir Páll og er því næst spurður út í hitaveituna. „Kannski hefðum við átt að fá mann eða fyrirtæki til að skipuleggja miðbæinn á sambærilegan hátt og vesturbæinn. Samkvæmt verðlaunateikningunni var gert ráð fyrir að byggt væri í samræmi við það sem fyrir var í miðbænum og byggðin þétt.“ VESTMANNAEYJAR í dag, þar sem fátt minnir á að veturiian 1973 varð bæjarfélagið fyrir nieira tjóni en áður hafði þekkst í Islandssögunni. Mynd: Sigríður Högnadóttir. „Menn fóru fljótt að velta fyrir sér hvort ekki mætti nýta þessa orku sem bjó í hrauninu. Hraunið var 80 til 100 metra þykkt og 10 til 15 metrar niður á 1000 gráðu hita og spáð var að hitinn entist í a.m.k. 10 ár. Hitaveitan sem lögð var hér í Eyjum er eina hraunhitaveitan í heimi og því einstök í sinni röð. Eftir miklar tilraunir, sem Vest- mannaeyjabær stóð fyrir, hófust framkvæmdir árið 1976. Að þessum framkvæmdum komu ýmsir einstak- lingar og sérfræðingar og leiðin sem var farin fólst í því að dæla niður vatni sem lak niður í bráðið hraunið. Vatnið varð að gufu og gufunni safnað saman og hún leidd í gegnum stokk að varmaskipti þar sem hún þéttist og skilaði af sér varma og þéttivatnið fór aftur út í hraunið. Varmaskiptirinn var tengdur hita- veitukerfi bæjarins og þaðan var leitt ca 40 C° heitt vatn sem hitnaði upp í 80 gráður og með því var bærinn hitaður upp,“ segir Páll en fyrir gos voru húsin hituð upp með olíu eða rafmagnskyndingu í nýrri húsum. „Menn voru að velta því fyrir sér hvort hagkvæmast væri að hita með rafmagni eða með sameiginlegri hitaveitu. Það var nýbúið að leggja vatn í allan bæinn og auðvitað heilmikið mál að fara í það að leggja hitaveitu lfka.“ Hvað finnst þér um að ekkert minni á þessa einstöku hitaveitu? „Mér finnst það bara dapurlegt. Ég veit ekki hvað var gert við þetta, en það hafði verið talað um að geyma eitt sett af varmaskiptum. Mér skilst að þetta hafi verið mjög illa farið vegna tæringar en helstu vanda- málin í byrjun voru að leiðslur voru alltaf að tærast í sundur í varma- skiptunum sjálfum." Gámar og bráðabirgðahúsnæði Af 1350 húsum bæjarins, fóru 417 eignir undir hraun og aðrar 400 skemmdust að einhverju eða miklu leyti. Það þurfti að útvega bráða- birgðahúsnæði og stundum hefur verið gagnrýnt að svokölluð Við- lagasjóðshús voru ekki sett niður hér í Eyjum heldur annars staðar á land- inu. „Við vorum að hreinsa bæinn 1973 og vorum ekki með tilbúið svæði undir Viðlagasjóðshúsin þegar ákveðið var hvar setja skyldi þau upp á hinum ýmsu stöðum á land- inu.. Þá voru menn líka með áhyggjur af húsnæðisverði í Vestmannaeyjum, en Viðlagasjóður hafði forkaupsrétt, eða skyldu, að öllum húsum í Eyjum. Hins vegar var ákveðið að setja hina svokölluðu „gáma“ upp í Eyjum. Þetta voru 50 hús sem komu að góðum notum. Þau voru upphaflega framleidd af byggingafyrirtæki í Svíþjóð sem var á eftir áætlun við að reisa fjölbýlishús. Þeir létu útbúa húsin en þegar endanlega húsnæðið var klárt neitaði fólkið að fara út úr þessu bráðabirgðahúsnæði. Þegar gosið kom upp var ákveðið að senda þau til íslands og fólkið gat ekki verið þekkt fyrir að neita að láta húsnæðið við þessar aðstæður. Fyrst voru húsin reist í Hveragerði og komu að góðum notum, en um leið og fólkið tók að flytjast út úr gámunum voru þeir fluttir hingað og settir niður við Sjúkrahúsið, við Faxastíg þar sem nú er iðnaðarsvæði og við Bessahraun. Bærinn ákvað að kaupa fleiri hús og ég fór m.a. til Bretlands haustið 1974 en húsin sem voru í boði voru svo léleg að þau hefðu farið í fyrsta veðri hér. Við keyptum tíu hús frá

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.