Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 13

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 13
Fréttir / Fimmtudagur 24. janúar 2008 13 / Kristín Oskarsdóttir - Skyndibitar fyrir sálina: Mistök eða reynsla? KRISTÍN: Ég myndi því segja að stærstu mistökin sem við myndum gera væru að lifa í ótta við að gera mistök. Mig langar að byrja þennan pistil á að minnast á einn þanka sem ég kannski gleymdi að nefna í skrifum mínum um markmiðssetningar. Það er að muna að gera ráð fyrir að endurskoða markmið sín reglulega. Lífið heldur áfram og stundum samræmast gjörðir okkar í lífmu ekki alveg markmiðunum sem við höfðum sett okkur. Þá þurfum við að vera tilbúin að gefa okkur leyfi til að endurskoða eða breyta mark- miðinu sem við settum okkur. Ég kom einnig svolítið inn á orðið reynslu í síðasta pistli og langar mig að halda áfram að skrifa út frá þeim punkti. Hvert skref sem ég hef tekið í lífinu hingað til, hvort sem það er gott eða slæmt, hefur leitt mig til þess staðar sem ég er á í dag. Við misstígum okkur öll á lífsleiðinni, sumir myndu kalla það mistök en ég kýs orðið að kalla það reynslu. Þegar við gerum „mistök" þá lærum við venjulega eitthvað af því sem gerðist og setjum það í reynslubankann. Þegar kemur aftur að svipuðum aðstæðum þá hugsum við okkur oftast tvisvar sinnum um áður en við framkvæmum. Jafnframt, eins og ég kom inn á hér á undan, þá hafa þessi fyrri „mistök“ gert okkur að þeim manneskjum sem við erum í dag. Ég myndi því segja að stærstu mistökin sem við myndum gera væru að lifa í ótta við að gera mis- tök. Það er gott ef maður kemst að því að hafa tekið rétta ákvörðun en ef ákvörðunin var röng verðum við að gera leiðréttingar og beina hlut- unum í réttan farveg af hugrekki (úr bókinni Eitt augnablik). Þar stendur einnig; „Vinur minn spurði mig nýlega hvort ég myndi breyta einhverju ef ég mætti lifa lífi mínu upp á nýtt. Af hverju ætti ég að vilja breyta einhverju? svaraði ég að bragði. Vinur minn og ég vissum báðir að sumar ákvarðanir sem ég hef tekið í lífinu voru rangar og að oft hafði það reynst mér erfitt að fá afleiðingarnar í hausinn. Til þess að vaxa, taka framförum og geta tekist á við áskoranir dagsins í dag þarf ég að læra að hlaupa hindrunar- hlaup. Það er ekki svo að ég geti stokkið yfir hverja hindrun með góðum árangri í fyrstu tilraun. Stundum þarf ég nokkrar tilraunir til að komast yfír hindrunina. Ég fínn til þegar ég lendi á sköfl- ungnum en vonandi mun ég læra að stökkva rétt í næsta skipti“. Þetta er nákvæmlega það sem ég á við þegar ég kýs að kalla hlutina reynslu frekar en mistök. Líf okkar er fullt af hindrunum sem við þurfum að horfast í augu við og læra að yfírstíga. Þetta krefst að sjálfsögðu stundum gífurlegrar þolinmæði en á endanum þá hefur maður vonandi lært eitthvað sem kemur til með að nýtast í framtíð- inni. Ur sumum hörmulegum að- stæðum lærum við eitthvað sem hefur afgerandi áhrif á líf okkar og markar okkur til lífstíðar. Ég lærði til dæmis hversu dýrmætur tíminn er og hversu mikilvægt það er að sóa ekki einni sekúndu þegar ég missti kæran vin minn fyrir rúmu ári síðan. Allt sem við höfum er augnablikið og því er mikilvægt að nýta sér það. Að lokum langar mig að þú, kæri lesandi, spyrjir sjálfan þig: „Hvað er mikilvægast í lífí þínu? Ef þú hefur það alltaf hugfast þá muntu komast að því að flest annað leysist að sjálfu sér (úr bókinni Friðargjöf). Mér fannst þetta frábær pæling. Ef maður einbeitir sér að því þá verða þessi litlu smáatriði að engu og maður heldur áfram að lifa lífinu með það að leiðarljósi að njóta hvers augnabliks með þeim sem eru manni mikilvægastir. Stórfenglegt! :) Kristín Ósk Óskarsdóttir kristino @ vestmannaeyjar. is Spurning vikcinnar: Ertu ánægð/- ur með hand- boltalands- liðiðP Pétur Steingrímsson -Þeir hafa spilað undir væntingum. Bjuggust ekki allir við 3. ti. 4. sæti? Þóra Arnórsdóttir -Er hægt að vera ánægður með þá? ú|^li|^T|io^d|dsen Gróta Grétarsdóttír -Nei, en þeir hafa gert sitt besta. Sr. Kristján Björnsson, sóknarprestur: Sjáum almættisverk Guðs í björguninni Grein Kristján Björnsson skrifar: Höfundur er sóknar- prestur Landakirkju Að kvöldi 22. janúar 1974 prédik- aði Sigurbjörn Einarsson, biskup Islands, í Landakirkju og var það mögnuð prédikun. Með þessari guðsþjónustu var lagt af stað með þann sið að minnast atburðanna 23. janúar 1973 í einlægri þökk til Guðs fyrir björgun allra íbúanna í Vestmannaeyjum þessa örlagaríku nótt. Hún líður þeim aldrei úr minni sem þá voru á lífi og það er bæn mín að það líði engum úr minni hversu mikil mildi það var að enginn fórst við eldsumbrotin eða brottflutninginn. f prédikun sinni kveður Sigur- bjöm sterkt að orði og leitar bæði í smiðju sr. Hallgríms Péturssonar og sr. Jóns Steingrímssonar, eldklerks. Bendir Sigurbjöm á að öllum, sem fréttu þennan atburð, hafi verið augljóst þessa miklu nótt „að svo mörg íslenzk mannslíf hafi aldrei áður verið í senn í svo bráðum og stómm háska.“ Biskupinn heldur áfram og segir: „Það hefur ekki önnur nótt þyngri lagzt yfir landið í 11 alda þjóðar- sögu. Það var mörg bæn flutt þá nótt. Og þegar dagur rann, þá blasti það við, að hér hafði gerzt það almættisverk, að allir voru heilir, þessi fyrirvaralausa ógn hafði engum manni grandað. Önnur eins björgun hefur aldrei gerzt í sögu landsins, og fá munu dæmin annars staðar, sem gætu talizt hliðstæð." Það er vert að minnast þessara orða núna þegar við fömm yfir það w II [ w1 II II > 'W II yt- ‘ ' ' * 1) II BB II II HLJÓMSVEITIN Foreign Monkeys, sigurvegari Músíktilrauna 2006, er mcðal sveita sem Rokkeldið gat af sér. 35 árum eftir upphaf jarðeldanna á Heimaey. Þá er rétt að minnast þess hvemig Eyjamenn stöppuðu stálinu hver í annan, leituðu ráða og unnu dáð á örlagastundu. Það er vert að minnast þess hvemig allir lögðust á eitt og gáfu ekki bjartsýnina frá sér hvemig sem eldfjallið mmdi og hvæsti. Ógnin var yfirstandandi og hún var raunvemleg. Tvísýnt var um byggðina og margt lét undan. Eyðingin var mikil. Það er því afar brýnt að minnast þeirra með þökk sem börðust og réðust gegn eyð- ingunni með öllum hugsanlegum tækniráðum, útsjónarsemi, fmm- leika og þekkingu. „Snarræði manna, æðmleysi Vestmanna- eyinga, kjarkur og frábær viðbrögð, allt átti þetta sinn ómetanlega þátt í því, hvemig til tókst,“ segir Sigurbjörn. Við þessi tímamót er ekki aðeins þarft að minnast þeirra sem biskupinn víkur orðum að í þessari tímamótaræðu. Þá þegar var byggðin tekin að blómgast og fólkið byrjað að byggja upp heimili sín að nýju og ný heimili í Eyjum. Lífið hélt velli og gerir það þennan minnisverða kafla í íslandssögunni enn merkilegri. Hann verður að einum merkasta kafla í hjálpræðis- sögu landsins. Það er mikilvægt að við sjáum þennan atburð í því ljósi hvemig yfirþyrmandi ógn var snúið í von og blessun. Þannig fáum við ekki aðeins þakkað þeim sem þakka ber snarræði og dugnað í þágu sam- félagins. Þannig sjáum við hvemig Drottinn alLsherjar kom öllu því góða til leiðar sem varð. í þakkarstefi dagsins þökkum við fyrir það almættisverk sem við fengum að sjá. Endurminningin 35 ámm síðar hefur áhrif á alla sem tengjast atburðinum, vom hér eða reyndu hann á eigin skinni á einn eða annan hátt. En endurminningin hefur líka aðra merkingu. Hún talar með skýmm hætti inn í líf þeirra sem enn eiga eftir að fæðast og heyra af þessum atvikum öllum. Það er mikilvægt að allir þeir eigi líka eftir að sjá almættisverk Guðs í því hvernig til tókst. Það er fyrir hans verk að enn er blómleg byggð í Eyjum. Um það segir biskup Sigurbjöm: „Vestmannaeyjar hafa orðið sterkasta vitnið í nútímasögu fslands um mátt og miskunn Drottins..." Og þannig verða Vestmannaeyjar um aldur og ævi öðrum til eftirbreytni og blessunar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.