Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 17

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 17
Fréttir / Fimmtudagur 24, janúar 2008 17 ISLANDSMEISTARAR, landsliðsfólk, formenn félaga sem mættir voru ásamt fulltrúum Vestmannaeyjabæjar, frisi Róbertsdóttur og Páli Scheving. Afreksmannastyrkir Vestmannaeyjabæjar: Frábær árangur stelpnanna Vestmannaeyjabær veitir árlega viðurkenningar þeim sem unnið hafa íslandsmeistaratitla eða komist í landslið á árinu. Islandsmeistara- titlunum fylgja afreksmannastyrkir til viðkomandi félaga. Það voru Páll Scheving, bæjarfulltrúi og varaformaður menningar- og tóm- stundaráðs og íris Róbertsdóttir, sem einnig á sæti í ráðinu, sem afhentu íþróttamönnum viðurkenn- ingarnar og styrkina sem formenn félaganna tóku á móti. Þau fengu afreksmannastyrki fyrir meistaratitla á árinu 2007 Gunnar Þór Stefánsson sigraði í 2. þrepi á íslandsmóti í almennum fimleikum 2007. Tindur Snær Sigurbjömsson sigraði í 1. þrepi á íslandsmóti í almennum fimleikum 2007. Hallgrímur Júlíusson varð fslands -og stigameistari í golfi, 13 ára og yngri. Kristófer Gautason varð íslandsmeistari í tafli 10 ára 9§ yngri- íslandsmeistarar í 4. flokki kvenna handbolta A og B lið. A-liðið Heiða Ingólfsdóttir Elísa Viðarsdóttir Kristrún Osk Hlynsdóttir Andrea Káradóttir Eva María Káradóttir Aníta Elíasdóttir Lovísa Jóhannsdóttir Saga Huld Helgadóttir B-liðið Dröfn Haraldsdóttir Bylgja Haraldsdóttir Arna Björk Guðjónsdóttir Margrét Steinunn Jónsdóttir Sandra Gísladóttir Rakel Hlynsdóttir Birta Baldursdóttir Elín Harðardóttir Gígja Oskarsdóttir Erna Dögg Hjaltadóttir Halla Jónsdóttir Rósa Sólveig Sigurðardóttir Sóley Guðmundsdóttir Þjálfari Unnur Sigmarsdóttir. Þriðji jlokkur kvenna í knattspymu varð íslandsmeiMari 2007 Saga Huld Helgadóttir Kristín Ema Sigurlásdóttir Auður Hlynsdóttir Herdís Gunnarsdóttir Bylgja Sigmarsdóttir Elísa Viðarsdóttir Birgitta Valdimarsdóttir Fjóla Sif Ríkharðsdóttir Sigurlaug Leudóttir Sara Rós Einarsdóttir Guðný Osk Omarsdóttir Ragnheiður Perla Hjaltadóttir Sóley Guðmundsdóttir Bjartey Helgadóttir Sigríður Lára Garðarsdóttir Þjálfari: Jón Oli Daníelsson. Landsliðsfólk 2007 Að venju voru fjölmargir fþrótta- menn sem valdir voru í úrtaksæf- ingar en Vestmannaeyjabær veitir hér með viðurkenningar til þeirra einstaklinga sem spiluðu með ein- hverju landsliða íslands innan ISI. Heiða Ingólfsdóttir spilaði með landsliði kvenna í handbolta undir 17 ára. Þórarinn Ingi Valdimarsson spilaði með landsliði í knattspymu undir 17 ára. Guðný Osk Omars- dóttir spilaði með landsliði íslands í knattspyrnu undir 15 ára; Jafnframt veitti bærinn ÍBV- íþróttafélagi ferðastyrk vegna þeirra sem léku með landsliði fslands. Margrét Lára fékk sérstaka viðurkenningu Margrét Lára Viðarsdóttir var í lok síðasta árs kjörin íþróttamaður ársins. Vestmannaeyjabær vill nota tækifærið og þakka Margréti fyrir að vera íþróttamönnum í Eyjum sem og annars staðar hvatning og fyrirmynd. Eyjamenn eru stoltir af árangri hennar og dugnaði og óska henni velfamaðar í því sem hún tekur sér fyrir hendur. Tók Guðmunda Bjamadóttir, móðir Margrétar Láru, við blómvendi fyrir hennar hönd. GUÐMUNDA Bjarnadóttir þurfti tvisvar að koma upp fyrir hönd barna sinna, Margrétar Láru og Sindra Viðarsbarna. Sýna Svartan fugl um helgina: Mögnuð og ögrandi saga -Segir Sólveig Guðmundsdóttir leikkona, sem skorar á fólk að koma og sjá og upplifa Kvenfélagið Garpur, Hafnarfjarðar- leikhúsið og Flugfélag Islands sýna leikritið Svartur fugl eftir David Harrower í þýðingu Hávars Sigur- jónssonar í Bæjarleikhúsinu næsta laugardag og sunnudag kl. 20.00. Leikendur eru tveir, Pálmi Gestsson og Sólveig Guðmundsdóttir. Leikstjóri er Graeme Maley. I viðtali við Fréttir lofar Sólveig Guðmundsdóttir athyglisverðri sýningu. Verkið, sem frumsýnt var á Edinborgarhátíðinni 2005, er margverðlaunað og þykir eitt athyglisverðasta leikrit seinni tíma. „Eg sá leikritið á hátíðinni, kolféll fyrir þvf og keypti strax sýningar- réttinn að því hér á landi,“ sagði Sólveig í samtali við Fréttir. Persónumar eru Una og Ray, sem átt höfðu í ástarsambandi og hittast á ný eftir að hafa ekki sést í 15 ár. „Eg vil ekki fara nánar út í sögu- þráðinn til að skemma ekki fyrir áhorfendum en þetta er mögnuð og ögrandi ástarsaga um forboðna ást. Skora ég á fólk að koma og sjá og upplifa." Svartur fugl var frumsýnt í október í Hafnarfjarðarleikhúsinu og fékk mjög góðar viðtökur. Sólveig segir að fljótlega hafi komið upp hugmynd um fara með leikritið vestur á Isafjörð enda Pálmi Vestfírðingur. Það var ákveðið en það var ekki látið nægja og verður leikritið líka sýnt á Egilsstöðum og í Vestmannaeyjum. „Það er okkur tilhlökkunarefni að koma til Eyja og vonumst við til að sjá sem flesta. Sýningin er einn og hálfur tími og ekkert hlé og er ekki ætlað börnum yngri en 14 ára,“ sagði Sólveig. Sólveig lærði leiklist í Bretlandi og útskrifaðist árið 2002. Hún er einn af stofnendum leikhópsins Kvenfélagsins Garps sem hefur m.a. sett upp Gunnlaðarsögu eftir sögu Svövu Jakobsdóttur. Miðasala á sýningamar um helg- ina er á midi.is og við innganginn. Miðaverð er kr. 2900 en vinsam- legast athugið að kort eru ekki tekin við inngang. Leikarar: Pálmi Gestsson og Sólveig Guðmundsdóttir Aðstuðarleikstjórn: Gréta María Bergsdóttir Ljósahönnun: Garðar Borgþórsson og Arnar Ingvarsson. Búningahönnun: Eva Vala Guðjónsdóttir Tónlist: Brian Docherty Ur leikdómum: Það er ætíð heilsusamlegt að hætta hugsun sinni út fyrir þann ramma sem menning samfélagsins setur. Og það er svo sannarlega gert hér! M.K. MBL Þetta er mergjað verk, afar vel hugsað, byggt og samið. S.A. Tímarit Máls og Menningar. Spennandi kvöldstund og fantagott leikrit. P.B.B. Fréttablaðið Sálfræðiþriller! Þ.E. Víðsjá Verkið gerir nærri ómanneskjulegar kröfur til leikaranna, og þau Sólveig og Pálmi standast þær vel. S.A. Tímarit Máls og Menningar.

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.