Fréttir - Eyjafréttir

Tölublað

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 20

Fréttir - Eyjafréttir - 24.01.2008, Blaðsíða 20
 ÍFRÉTTIR) Frétta- og auglysingasími: 481-1300 / Fax 481-1293 Kirkjuvegi 10 Sími: 481-3666 Sigurður Bragason er íþróttamaður ársins 2007 Á föstudaginn voru útnefndir Iþróttamaður Vestmannaeyja 2007 og íþróttamaður Æskunnar 2007. Iþróttamaður Vestmannaeyja að þessu sinni er Sigurður Bragason handboltamaður, fyrirliði meist- araflokks ÍBV í handbolta og hefur verið einn af burðarásum liðsins í mörg ár. Hann var yfirburðamaður í liðinu á síðasta leiktímabili og leiddi hóp ungra og óreyndra heimamanna upp í efstu deild. Sigurður segist ekki hafa átt von á verðlaunum en hann hafi engu að síður verið mjög ánægður með ár- angur sin á seinasta ári. „Þá átti ég mitt albesta og einnig skemmtilegasta tímabil. Það var mjög gaman að leiða hóp af ungum og tiltölulega óreyndum peyjum upp um deild. Toppurinn var svo að vera valinn leikmaður ársins af leik- mönnum í deildinni,“ sagði Sig- urður. Liðið hefur ekki staðið undir væntingum í vetur og gengið illa í efstu deild. Sigurður lætur það ekki á sig fá og er hissa á allri gagnrýn- inni. „Það sem er framundan er að berjast fyrir sætinu í deildinni en til þess þurfum við stuðning en ekki gagnrýni." Sigurður hefur verið lengi að og er að sigla inn í seinni hluta ferilsins. „Eg er kominn á seinni hlutann núna og hafði íhugað að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið þar sem ég og Elísa kona mín eigum von á barni. Það var sama upp á teningnum fyrir tveimur árum þegar við féllum en ég gat ekki hugsað mér að skilja við liðið í þeirri stöðu. Handbolti er stór hluti af mínu lífi og er það skemmti- legasta sem ég geri. Hann er þó tímafrekur og ég ætla að fara að ein- beita mér að því að verða pabbi. Það verður ekki auðvelt að hætta en ég hugsa að ákvörðun verði tekin í lok tímabilsins." Að lokum finnst Sigurði framtíðin hjá ÍBV mjög björt. „Framtíðin er björt, ég er alveg viss um það. Það eru að koma upp skemmtilegir Sigurður: -Ég er kominn á seinni hlutann núna og hcf íhugað að leggja skóna á hilluna eftir tímabilið þar sem við Elísa cigutn von á barni. árgangar af báðum kynjum og mikið Ég get ekki séð annað en að iþrótta- af krökkum í unglingalandsliðum. lífið blómstri hér í Eyjum.” L&H á- ætlar ekki breytingar í Eyjum Lyf & heilsa sem rekur apótek í Vestmanneyjum hefur engin áform um að breyta rekstrar- formi á lyfsölu í Éyjum þannig að Iyf verði skömmtuð og afgreidd frá Reykjavík eins og sögusagnir hafa verið um. Inga Lára Hauksdóttir hjá Lyfjum & heilsu sagði að illa gengi að fá lyfjafræðing til starfa í Eyjum enda væri skortur á lyfjafræðingum. „Það hefur ekki komið til tals að breyta rekstrarforminu og engin áform um það. Við erum með útibú á smærri stöðum þar sem vegalendir eru stuttar og samgöngur góðar. Lyf & heilsa er með marga lyfjafræðinga á sínum snærum og það stendur ekki til að gera neinar breytingar i Eyjum,“ sagði Inga Lára. Pétursey ehf. fiskverkun: Öllum starfsmönnum hefur verið sagt upp Öllum starfsmönnum Péturseyjar ehf. hefur verið sagt upp störfum en illa hefur gengið að fá hráefni til vinnslunnar sem rakið er til sam- dráttar í aflaheimildum. Guðjón Rögnvaldsson sagði að enn væri vinnsla í gangi í fiskvinnsluhúsinu en starfsfólki hefði verðið sagt upp störfum og óvissa væri um framhaldið. „Við erum að segja upp 12 manns núna og höfum verið að draga úr starfseminni, vorum áður með 22 í fiskvinnslunni. Á sama tíma í fyrra voru 36 manns í vinnu hjá okkur og þá bæði við landvinnslu og á sjó. Guðrúnu VE var lagt í október og ástæðan fyrir því að við hættum fiskvinnslunni er fyrst og fremst skortur á hráefni. Við fáum ekki heppilegt hráefni á markaði vegna niðurskurðar í aflaheimildum og togbátar sem við höfum verið í föst- um viðskiptum við, hafa landað mest fyrir austan og vestan. Ég tel að samdráttur í aflaheim- ildum eigi eftir að hafa meiri áhrif í Eyjum en við höfum orðið vör við fram til þessa. Það segir sig sjálft að þessi aflasamdráttur á eftir að hafa ILLA hefur gengið að fá hráefni til vinnslunnar. áhrif hér, rétt eins og annars staðar á landinu. Það er leiðinlegt að segja upp fólki en við vonum að starfs- mennirnir fái vinnu við loðnu- vinnslu þegar hún hefst,“ sagði Guðjón. VIKUTILBOÐ 24. - 30. jonúar Polo rúlla verá nú kr 28,- verð óður kr 49,- SS Grand Oronge helgarsfeik verá nú kr/kg 1498,- verá óáur kr/kg 1868,- Búrf. Hamborgarar 4stk. verð nú kr 399/" veró dóur kr 525,- Búrf. reykt brauðskinka verð nú kr 269,- verð áður kr 340,-

x

Fréttir - Eyjafréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.