Fréttir - Eyjafréttir

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Qupperneq 1

Fréttir - Eyjafréttir - 31.01.2008, Qupperneq 1
Bílaverkstæðið BrAGGINN sf. Flötum 20 hH .,"T* sj ’ v> | Viðgerðir og smurstöð - Réttingar og sprautun - Simi 481 3235 Sími 481 1535 35. árg. I 5. tbl. I Vestmannaeyjum 31. janúar 2008 I Verð kr. 200 I Sími 481-1300 I Fax 481-1293 I www.eyjafrettir.is Óvenjumikið fannfergi hefur einkennt undanfarna daga. Ekki er algengt að svo miklum snjó kyngi niður í Eyjum og ekki heldur algengt að hann hafi svo langa viðdvöl. Þá er spáð grimmdarfrosti nú um helgina. Slakað á öryggiskröfum eftir að óskað var eftir tilboðum í sjúkraflugið: Hver ber ábyrgðina ef sjúkraflugvél er ekki til reiðu? -og einhver verður fyrir skakkaföllum? spyr yfírlæknir - Framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar vissi ekki um breytinguna Ríkiskaup opnuðu á þriðjudag til- boð sem bárust vegna sjúkraflugs frá Vestmannaeyjum Athygli vekur að Ríkiskaup tilkynna um breytingar er varða kröfur um viðbragðstíma í bréfi þann 17. janúar, þ.e. eftir að útboðsgögn hafa verið send út og frestur gerður á opnun tilboða um viku. I bréfínu segir: „Hámarksvið- bragðstími í hverju sjúkraflugi er skilgreindur eftir tegund útkalls. Verksali skal leitast við að geta sem oftast boðið upp á viðbragð af for- gangi F-1 og forgangi F-2 með viðbragðstíma sem er hámark 45 mínútur og nefnist grunnvið- bragðstími. Ekki er þó ávallt þörf á viðbragðstíma skv. F-1 og F-2.“ Breytingin, sem um ræðir, felur í sér að áður var gert ráð fyrir að verksali gæti ávallt brugðist við for- gangi F-1 en nú er gert ráð fyrir að hann leitist við að geta sem oftast boðið upp á viðbragð af forgangi F-1 og forgangi F-2. Orðalagsbreytingin hefur mikil áhrif og með henni er verið að skerða þjónustu við Vestmanna- eyinga verulega. Forgangur F-1 þýðir að um sé að ræða lífsógn eða bráðatilvik sjúklings, F-2 er mögu- leg lífsógn sjúklings eða bráðatilvik en ekki eins alvarlegt og skv. F-l. Bæði þessi stig hafa sama for- gangstíma eða 45 mínútur. Nú þarf verktaki að vera tilbúinn, og geta sem oftast, og spuming hvað sé ásættanlegt í slíkum tilvikum. Ef orðalaginu hefði ekki verið breytt hefði kostnaðaráætlun Ríkis- kaupa trúlega verið hærri því í raun snýst viðbragðsflýtirinn og þjónusta í sjúkraflugi um kostnað við mönn- un flugáhafna þ.e. hvort gert sé ráð fyrir einni áhöfn eða tveimur sem taka hvor við af annarri. Gunnar Kr. Gunnarsson, fram- kvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunar Vestmannaeyja, vissi ekki af þessum breytingum fyrr en Fréttir náðu í hann. „Mér líst illa á, að ekki er sett skilyrði fyrir að vélin sé alltaf tilbúin innan 45 mínútnaef bráðatil- felli koma upp,“ sagði Gunnar og vildi ekki tjá sig frekar um málið. Hirti Kristjánssyni, yfirlækni við Heilbrigðisstofnun Vestmannaeyja, leist illa á þessar breytingar og sagði aðspurður að þama væri verið að slaka á öryggiskröfum og spumingu hvers vegna það væri gert. Nú er ekki skilyrði til staðar lengur um viðbragðstíma heldur einungis ósk. Hver ber ábyrgðina ef einstaklingur verður fyrir skakkaföllum vegna þess að sjúkraflugvélin er ekki til reiðu? og flugrekstraraðili segir: „Eg leitaðist við að bregða eins fljótt við og ég gat og það er bara sam- kvæmt samningum.“ Flugfélag Vestmannaeyja með lægsta tilboðið Flugfélag Vestmanneyja átti lægsta tilboðið í sjúkraflugið. íslandsflug hefur annast þessa þjónustu fá því í byrjun júlí 2007 þegar Landsflug hætti. Tvö örinur flugfélög sendu inn tilboð, Islandsflug og Fjarðarflug ehf. Tilboðin voru í þremur liðum, þ.e. tilgreint var um sérstakt grunn- gjald fyrir 12 mánaða tímabil, hvert staðalsjúkraflug og hvem klukku- tíma umfram staðalsjúkraflug. Nánar á bls. 2. Handboltinnaf stað: Eyjamenn taka á móti Fram á laug- ardaginn Næstkomandi laugardag fer handboltinn á stað að nýju eftir langt hlé. ÍBV tekur á móti Frömurum á laugardaginn klukkan 15:00. Framarar eru sem stendur í þriðja sæti N1 deildarinnar og hafa átt gott tímabil. ÍBV þarf hins vegar heldur betur að sýna hvað í þeim býr ef þeir ætla sér að halda sæti sínu í úrvalsdeild- inni. Þegar liðin mættust í haust voru Eyjamenn óheppnir að stela ekki sigrinum en þökk sé slakri dóm- gæslu, fór Fram með sigur af hólmi. Stífar æfingar í hléinu Búast má því við hörkuleik á laugardaginn þar sem hvorugt liðið má við því að missa stig. Sigurður Bragason, fyrirliði ÍBV, hlakkar til leiksins. „Hann leggst mjög vel í mig. Maður var orðinn leiður á þessari pásu.“ Hlé var gert á N1 deildinni í vetur vegna jóla og svo Evrópu- móts landsliða í janúar. Sigurður segir þetta langa hlé ekki hafa góð áhrif á liðið. „Þessi pása er bara leiðinleg og slftur mótið eiginlega í tvennt. Gerir það að verkum að fólk missir áhugann. Við höfum reyndar nýtt pásuna og æft mjög stíft en á sama tíma misstum við þrjá útlendinga til síns heima sem að mínu mati á ekki að gerast. Við vitum ekkert í hvernig ástandi þeir eru þegar þeir koma aftur en þetta eru atvinnumenn svo maður vonar það besta.“ Sigurður segir sig og sina menn muna vel eftir leiknum við Fram í haust. „Það var eiginlega okkar skásti leikur á tímabilinu og við sýndum þar að við eigum séns í öll þessi lið og höfum styrkst mikið síðan. Við þurfum bara að koma okkur upp úr þessari meðalmennsku og fara að hugsa rétt.“ Að lokum segist Sigurður vera ánægður með stuðninginn í vetur og vonast til að sjá sem flesta á vellinum áður en vertiðin byrjar. „Við höfum fengið góðan stuðn- ing í vetur en núna er að koma sá tími árs sem reynist félaginu alltaf svolítið erfiður. Vertíðin er að byrja og það eru margir sem tengjast félaginu sem eru að vinna mikið á þessum tíma og raunar allir Vestmanneyingar svo það er um að gera að mæta völlinn áður en ósköpin skella á.“ SMURSTÖÐ OG ALHLIÐA VÉLA- OG BÍLAVIÐGERÐIR n íúeStfi mar VÉLA- OG BÍLAVERKSTÆÐI <&> ÞJÓNUSTUAÐILI l'OYOIAÍEYJUM / VIÐ ERUM Á MÓTI STRAUMI...! FLATIR 21 / S.481-1216 / GSM.864-4616

x

Fréttir - Eyjafréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttir - Eyjafréttir
https://timarit.is/publication/977

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.